Wednesday, October 31, 2007
Tuesday, October 30, 2007
þvottarövl
Ég hata að þvo fötin mín hérna í Zazcek. Í húsinu mínu búa um 1000 nemendur, ég er ekki að grínast. Það búa fleiri í húsinu mínu heldur en á öllum Fáskrúðsfirði. Í húsinu er eitt þvottahús með um 8 þvottavélum. Það eitt og sér gengur varla upp, hvað þá að maður hefur ekki aðgang að þeim allan daginn. Þvottahúsið er opið fjórum sinnum á dag, kl 7:15, 19:00, 21:00 og 23:00. Þá kemur maðurinn sem sér um þvottahúsið, og allir standa í röð til að bíða eftir því að fá úthlutað vél. Maður hefur að sjálfsögðu þurft að panta með nokkura daga fyrirvara. Svo vel er gætt vélanna, að nemendum er ekki einu sinni leyft að kveikja á vélinni sjálf, heldur þarf maður að segja manninum hvaða prógram og hitastig maður vill nota. Svo kveikir hann á takkanum. Segjum ef þú kemur kl 19:00 þá færðu fötin þín kl 21:00. Í seinustu viku pantaði ég tíma í þvottahúsinu kl 7:15 um morguninn og mátti þá koma kl 9:30 og sækja þau. Ætlaði svo að gera það sama áðan, þar sem ég fer til London á morgun, og láta fötin mín þorna í dag. En nei, seinasta vika var víst einhver undantekning, ég fæ því ekki að sækja fötin mín fyrr en kl 19:00 í dag, en þá hafa fötin mín legið í þvottavélinni í 10 tíma. Frábært, ég fæ því krumpuð og illa lyktandi föt með mér í Lundúnarferðina! Stundum hata ég þennan stað!
Sunday, October 28, 2007
Langur dagur
Var á leiðinni á videokvöld sem átti að byrja kl 8, þegar ég komst að því að klukkan væri í rauninni bara 7, því að það var verið að breyta tímanum. Líður eins og ég hafi verið að græða, nema hvað að þetta var rosalega langur og þunnur dagur fyrir.
Saturday, October 27, 2007
Bravó Bravia
Hver man ekki eftir fáránlega flottu skopparaboltaauglýsingunni og svo seinna málningarsprengjunni. Hér er komin ný, sem er ótrúlega sæt. Set hana inn og svo hinar líka ef einhver hefur ekki séð þær.
dansidansi
Loksins fann ég góðan stað að dansa á. Fór með bretunum þremur: Gabrielle, Dan og Lorettu í leit að stað sem spilaði almennilega tónlist. Þau voru líka komin með ógeð af öllum píkupoppteknóógeðisstöðunum sem eru út um allt hérna. Fundum góðan stað sem spilaði þvílíkt skemmtilega tónlist og við dönsuðum endalaust mikið. Hef saknað þess að dansa síðan ég kom hingað, og eins og Kristín veit, þá er það vont fyrir sálina ;) Þar sem að ég held að þrjár Kristínar lesi bloggið mitt, þá er ég að sjálfsögðu að tala um dansgúrúinn sjálfan Kristíni Sigríði. Allavega, Dan greyið var svo hamingjusamur yfir að þetta væri í fyrsta skiptið sem hann fengi ekki illt augnaráð og hótanir um að vera barinn fyrir að vera í þröngum gallabuxum og með perlufesti um hálsinn. Þannig að þetta var góður staður :) En jæja, partíið heldur áfram í kvöld þar sem ég fer í tvöfalt afmæli sem verður án efa skemmtilegt. Núna fer ég aftur á móti í ævintýraleiðangur við að reyna að finna vindsæng fyrir Lundúnarferðina, gangi mér vel :)
Friday, October 26, 2007
grillaða samlokan mín
Stundum eru einföldustu hlutirnir bestir. Eftir að hafa borðað alltof mikið af veitingahúsamat seinasta mánuðinn, þá keypti ég mér samlokugrill. Því sit ég núna og borða VENJULEGA samloku með ótrúlega góðri skinku og osti úr kjötborðinu. Namminamm. Eitt það besta við að vera í útlöndum eru kjötborðin. Hérna fer maður í kjötborðið til að velja sér alvöru skinku og ákveður hvað þú vilt margar sneiðar. Það sama á við um ostinn. Þess má geta að ég pantaði þetta alveg sjálf á pólsku...og hún skyldi mig!
Wednesday, October 24, 2007
13.des verður allt gott á Íslandi
Jæja, er búin að panta helminginn af fluginu mínu heim um jólin. Þorði ekki annað, þar sem Sterling var með tilboð. Flýg sem sé til Kaupmannahafnar 13.des og sé svo til hvort ég fari með flugi sama dag heim eða gisti eina nótt í Köben. Annars ekkert nýtt, bara skóliskóliskóli. Mánudagur, þriðjudagur og miðvikudaur eru langir og erfiðir dagar í skólanum, en fimmtudagur og föstudagur eru auðveldari, en bara meira partístand í staðinn, sem þ.a.l gerir mann alveg jafn þreyttan... Allavega, nú er bara vika í Lundúnir. Ekki frá því að mig hlakki bara til...
Tuesday, October 23, 2007
Europa Europa
Klukkan er 11 og ég var að koma heim. Þriðjudagarnir eru langir, er í skólanum frá 8-12 og svo í fríi til 4, en þá fer ég í tíma til 7. Svo fer ég á bar, þar sem nemendafélagið í skólanum heldur bíókvöld einu sinni í viku. Þetta verður þannig í allan vetur, og þeir sína bara myndir sem annaðhvort eru pólskar eða tengjast Póllandi á einhvern hátt. Í seinustu viku var það Schindler´s list, og núna var það gæða myndin Europa Europa. Alveg frábær mynd, mæli með henni fyrir alla. Annars er ég bara þreytt, þarf að vakna kl 7 í fyrramálið til að þvo fötin mín, var eini tíminn sem var laus í vikunni, og það á degi þar sem ég þarf ekki að mæta í skólann fyrr en 12. En allavega, bara þreytt, skil ekki afhverju ég er að skrifa, dobranoc!
Sunday, October 21, 2007
hönnunarbók októbermánaðar
Fór áðan á sýningu með plakötum Mieczyslaw Górowski, sem er einn uppáhalds pólskiplakatagerðarmaðurinn minn. Þetta var ótrúlega skemmtileg sýning, og mörg plaköt sem ég hafði ekki séð áður. Líka mikið af nýjum plakötum, sem eru líka mjög góð. Hann gerði m.a þetta plakat, sem er bara eitt flottasta plakat sem ég veit um:

Allavega, þar sem safnið var líka með til sölu doðrant fullan af plakötum eftir hann, þá þótti mér vel við hæfi að gera þá bók að hönnunarbók októbermánaðar. Því miður fann ég ekki mynd af bókinni.
Annars má þess geta að ég komst að því að hann lærði í skólanum sem ég fer í á næsta ári, ásamt Franciszek Starowieyski, sem er líka í uppáhaldi hjá mér. Þannig að ég valdi greinilega rétta skólann. Get ekki beðið eftir að byrja þar!

Allavega, þar sem safnið var líka með til sölu doðrant fullan af plakötum eftir hann, þá þótti mér vel við hæfi að gera þá bók að hönnunarbók októbermánaðar. Því miður fann ég ekki mynd af bókinni.
Annars má þess geta að ég komst að því að hann lærði í skólanum sem ég fer í á næsta ári, ásamt Franciszek Starowieyski, sem er líka í uppáhaldi hjá mér. Þannig að ég valdi greinilega rétta skólann. Get ekki beðið eftir að byrja þar!
Saturday, October 20, 2007
Massolit Books & Café
Þegar maður flytur á nýjan og ókunnugan stað, þá tekur tíma að sanka að sér góðum stöðum til að hanga á. Var svo heppin í Berlín að þetta var allt svo auðvelt, því ég kynntist Andi og hún sýndi mér allt það skemmtilegasta. Eins og Kraká er nú æðisleg borg, þá hef ég samt verið í stökustu vandræðum með að finna kaffihús og bari sem mér líkar. En nú er þetta allt að gerast. Fann áðan bókabúð sem sérhæfir sig í bókum á ensku. Þeir selja bæði notaðar og nýjar bækur, og vá, hvað það er yndislegt andrúmsloft þarna inni. Allr bækurnar eru í háum, dökkbrúnum hillum. Svo háum að maður þarf stiga til að ná í hæstu hillurnar. Svo er þetta kaffihús líka, þannig að inn á milli eru borð og hægindastólar. Undir var spiluð þægileg klassísk tónlist, og já, það voru alveg nokkrir sætir bókaormar þarna inni. Sé mig í anda, hanga þarna, þegar kólnar í veðri. Svo voru bækurnar líka frekar ódýrar. Ekki amalegt!
Friday, October 19, 2007
Wieliczka

Dagurinn var ótrúlega langur hjá mér. Vaknaði um 9 með dúndrandi hausverk eftir alltof mikla vodkadrykkju í gærkveldi. Fór í partí á hinni heimavistinni Piast. Það var eins og gefur til að kynna mjög gaman, svo gaman að þegar ég ætlaði að labba heim, þá fór ég í vitlausa átt og þurfti að taka leigubíl heim. Allavega, vaknaði eins og ég sagði kl 9 og skellti mér á kaffihús þar sem ég borðaði hádegismat og rissaði upp heimaverkefnin. Fór svo í skólann og var til 3, en þá fórum við Sara, Amelie og vinkona Söru, Anne í smá ferðalag. Fórum að skoða saltnámurnar í Wieliczka, sem er lítill bær fyrir utan Kraká. Og þessar námur eru sko algjört ævintýri. Þær eru búnar að vera til frá því á 13.öld og eru fullar af þvílíkt fallegum álmum. Eiginlega eins og risastór útskorin höll, en bara neðanjarðar. Það dýpsta sem við fórum niður er 300 metrar. Get sagt ykkur að það var ansi mikið af stigum, en alltaf niður í móti. Tókum lyftu þegar við fórum upp. En verð að segja, að eftir að hafa farið þarna, þá verður Moria í Lord of the rings, eitthvað svo minna ótrúleg, fyrir utan nokkra goblina. Tók glás af myndum, en set þær inn seinna. Myndinni stal ég af vikipediu, en hún sýnir stærsta salinn, sem er líka kirkja(já, þeir troða kirkjum allstaðar þessir pólverjar).
Thursday, October 18, 2007
skype
Hef ákveðið að gefa Skype annan séns. Gafst upp á því í fyrra þegar ég og Aðalbjörg reyndum að tala saman og samtalið varð mjög skrítið, allt kom of seint, þannig mjög sundurlaust. En allvega, ef einhver fær gífurlega löngun til að heyra mína fallegu rödd, þá er skype nafnið einfalt: fanneysizemore
Annars var ég að enda við að panta flugið til London, 5000 kall samtals báðar leiðir, plús ókeypis gisting á gólfinu hjá Helgu. Gæti ekki verið betra. Helga ætlar að sýna mér ALLT að sjálfsögðu, og ég er búin að finna einhverja kreisí búningabúð á netinu. Það er draumur hjá mér að fara í alvöru búningabúð, og tilvalið að nota tækifærið meðan ég er úti að velja mér einhverja sniðuga hárkollu. Fer nefnilega í Halloween partí hérna helgina á eftir. Hárkollur er eitthvað sem ég ætla að eiga mikið af í framtíðinni, elska að fara í grímubúning, og það er nú bara skylda að vera með skemmtilega hárkollu þá.
Annars var ég að enda við að panta flugið til London, 5000 kall samtals báðar leiðir, plús ókeypis gisting á gólfinu hjá Helgu. Gæti ekki verið betra. Helga ætlar að sýna mér ALLT að sjálfsögðu, og ég er búin að finna einhverja kreisí búningabúð á netinu. Það er draumur hjá mér að fara í alvöru búningabúð, og tilvalið að nota tækifærið meðan ég er úti að velja mér einhverja sniðuga hárkollu. Fer nefnilega í Halloween partí hérna helgina á eftir. Hárkollur er eitthvað sem ég ætla að eiga mikið af í framtíðinni, elska að fara í grímubúning, og það er nú bara skylda að vera með skemmtilega hárkollu þá.
Wednesday, October 17, 2007
ekkert
Sit núna við tölvuna mína, nýbúin að borða heimatilbúna máltíð, og ætla mér að gera EKKERT í kvöld. Nema ég verði plötuð í karíókíið niðri, sjáum til. Er búin að vera svo mikið úti við undanfarið, á meðan Hebbi var í heimsókn, og nánast ekkert verið heima hjá mér. Annars var verið að biðja mig um að taka íslenskukennslu að mér. Einhver norðmaður, eða kona(norðkona, hahahaha) sem er altalandi á pólsku og er að læra að vera pólskukennari vill læra íslensku. Ég á eftir að gefa svar, pínku kvíðin að fara að kenna einhverjum, en gæti verið fínt. Myndi fá borgað í enn meiri pólskukennslu, sem er svosum ekkert amarlegt. Væri til í að læra betur framburðinn, leiðinlegt að geta farið að tala smá og enginn skilur mann. Svo sögðu strákarnir í bekknum að það eru of fáir íslendingar til í heiminum, þannig að við erum "bound to spread the language". Þarf ekki að taka fram að þetta voru ameríkanar. Já, svo er ég sennilegast að fara til Lundúna í fjóra daga í byrjun nóvember. Erum í smá fríi í skólanum og er að hugsa um að heimsækja hana Helgu. Sýnist að flugið verði óhugnalega ódýrt, sé það betur á morgun, þegar það er nýtt kortatímabil ;)
Sunday, October 14, 2007
Alchemia
Jæja, þá kom að því að ég fann bar að mínu skapi. Við Hebbi ákváðum að fara í gær á stað í Kazimierz sem heitir Alchemia. Nafnið veldur ekki vonbrigðum, því að staðurinn er ótrúlega skemmtilega innréttaður, ótrúlega hrár, með fullt af skemmtilegum og skrítnum hlutum. Hann var um kvöldið nánast bara lýstur upp með kertum í gömlum og voldugum stjökum. En þessi staður náði samt að vera bara kósí og ekki of kitchí. Mjög fínn og þægilegt andrúmsloft. Svo var ekki verra að það var mikið af myndarlegu og áhugaverðu fólki sem leit út fyrir að vera með heila.
Við Hebbi erum svo bara búin að vera í hangsgírnum í dag, eiginlega ekki búin að gera neitt nema að borða og labba og sitja. Gæti svosum verið verra. Það er farið að kólna úti en veðrið er samt sem áður mjög fallegt. Já, svo má ekki gleyma, við Hebbi fórum í bíó í gær, um daginn, nánar tiltekið kl 1, þ.e 11 á íslenskum tíma. Fórum á myndina Stardust eftir sögu Neil Gaiman. Svona týpísk fantasíumynd með súrrealísku ívafi. Okkur fannst hún bara skemmtileg. Líka svo gaman að fara í bíó í útlöndum. Og þetta var sko rosalega flott og gott bíó. Og talsvert ódýrara en heima. Miðinn kostaði 13 zloty með stúdentaafslætti(afhverju er ekki svoleiðis á íslandi?), sem eru hvað um 300 kall. Svo var poppið gott, og það var saltað, en ekki sykrað eins og í Berlín. En það viljum við ekki...
Við Hebbi erum svo bara búin að vera í hangsgírnum í dag, eiginlega ekki búin að gera neitt nema að borða og labba og sitja. Gæti svosum verið verra. Það er farið að kólna úti en veðrið er samt sem áður mjög fallegt. Já, svo má ekki gleyma, við Hebbi fórum í bíó í gær, um daginn, nánar tiltekið kl 1, þ.e 11 á íslenskum tíma. Fórum á myndina Stardust eftir sögu Neil Gaiman. Svona týpísk fantasíumynd með súrrealísku ívafi. Okkur fannst hún bara skemmtileg. Líka svo gaman að fara í bíó í útlöndum. Og þetta var sko rosalega flott og gott bíó. Og talsvert ódýrara en heima. Miðinn kostaði 13 zloty með stúdentaafslætti(afhverju er ekki svoleiðis á íslandi?), sem eru hvað um 300 kall. Svo var poppið gott, og það var saltað, en ekki sykrað eins og í Berlín. En það viljum við ekki...
Friday, October 12, 2007
draumabók
Fór í ganni að athuga á þessari síðu: http://www.draumur.is/draumabok hvað nöfn hjá vinum og fjölskyldumeðlimum tákna. Hér eru nokkur dæmi:
Elín- fyrir góðu...
Herbert- Þú þarft að takast á við mjög erfitt verkefni á næstunni, útkoman ræðst af öðrum táknum draumsins. ...
Margrét- Táknar meðbyr í lífi og starfi.(Þýðir sjávarperla) ...
Gunnar- Boðar ósætti eða rifrildi. ...
Aðalbjörg- Allt snýst á betri veg og góðir tímar eru framundan. ...
Kristín- Boðar heiður. ...
Sölvi- Er fyrir versnandi hag. ...
prófaði ýmsa fleiri en nafnið þeirra kom ekki upp. Veit ekki hversu mikið er að marka allt þetta, en ég veit eitt- þetta passar ekki!!!
Fanney- Er fyrir lítilfjörlegri dægrastyttingu. ...
Elín- fyrir góðu...
Herbert- Þú þarft að takast á við mjög erfitt verkefni á næstunni, útkoman ræðst af öðrum táknum draumsins. ...
Margrét- Táknar meðbyr í lífi og starfi.(Þýðir sjávarperla) ...
Gunnar- Boðar ósætti eða rifrildi. ...
Aðalbjörg- Allt snýst á betri veg og góðir tímar eru framundan. ...
Kristín- Boðar heiður. ...
Sölvi- Er fyrir versnandi hag. ...
prófaði ýmsa fleiri en nafnið þeirra kom ekki upp. Veit ekki hversu mikið er að marka allt þetta, en ég veit eitt- þetta passar ekki!!!
Fanney- Er fyrir lítilfjörlegri dægrastyttingu. ...
lífið
Ferðin að kastalanum var fín. ÞEtta var ótrúlega gamall og fallegur kastali inn í svona skógi á hæð. Mjög fallegt. Tók fullt af myndum en set þær inn seinna, því að ég er búin að fylla kvótann minn hjá Flickr þennan mánuðinn.
Við Hebbi fórum svo með fullt af stelpum á eitthvað klúbbarölt. Það var allt í lagi, en eins og Hebbi sá strax, þá eru þessar stelpur ekki alveg á minni bylgjulengd, þó að þær séu mjög fínar. Aðeins og mikið af hár-samræðum fyrir minn smekk. EN það var ágætt að komast út, en við ákváðum að fara um eitt leitið heim og spara okkur fyrir helgina, hvernig sem hún verður. Mér finnst ég ekki alveg vera að finna mig ennþá í skemmtanalífinu í Kraká, sennilegast því ég hef ekki kynnst neinum sem hefur sama "djammsmekk" og ég. Enda alltaf á einhverjum krappí túristastöðum með ömurlegri tónlist eða svona "hressó"-stöðum. Orðið dáldið þreytandi. Það er þreytandi að djamma þegar maður er ekki glaður. Þá er þetta bara eins og vinna.
Við Hebbi fórum svo með fullt af stelpum á eitthvað klúbbarölt. Það var allt í lagi, en eins og Hebbi sá strax, þá eru þessar stelpur ekki alveg á minni bylgjulengd, þó að þær séu mjög fínar. Aðeins og mikið af hár-samræðum fyrir minn smekk. EN það var ágætt að komast út, en við ákváðum að fara um eitt leitið heim og spara okkur fyrir helgina, hvernig sem hún verður. Mér finnst ég ekki alveg vera að finna mig ennþá í skemmtanalífinu í Kraká, sennilegast því ég hef ekki kynnst neinum sem hefur sama "djammsmekk" og ég. Enda alltaf á einhverjum krappí túristastöðum með ömurlegri tónlist eða svona "hressó"-stöðum. Orðið dáldið þreytandi. Það er þreytandi að djamma þegar maður er ekki glaður. Þá er þetta bara eins og vinna.
Wednesday, October 10, 2007
um frið og hebbaheimsókn
Gaman að fá að heyra hvað fólki finnst um friðarsúluna. Greinilegt að fólk hefur misjafnar skoðanir á málinu. Ég persónulega fæ alltaf aulahroll þegar listamenn boða frið með orðinu FRIÐUR, eitthvað svo fegurðardrottningalegt. En ég er viss um að Íslendingar eiga eftir að gjóa augunum til Viðey á hverju kvöldi og fyllast von um frið á jörðu. Trúi ekki öðru!
En Hebbi kom i dag, og rosalega gaman að sjá hann. Fórum og fengum okkur butterbear, þó að auðvitað var hann ekki eins velheppnaður núna þegar ég vildi leyfa einhverjum að smakka. Var of lítið hunang í honum, að mínum smekk. En Hebba fannst þetta samt sem áður gott. Verður gaman þegar ég kann að búa til svona sjálf...mmm, butterbear á hverju kvöldi. Svo var einhver jólamarkaður byrjaður, ég veit, dáldið snemmt. En þeir voru að selja svona sykraðar hnetur, sem voru rosa góðar og jólalegar. Reyndar var butterbearinn mjög jólalegur líka, þannig að mér er eiginlega farin að hlakka dáldið til jólanna. skammskamm Fanney!
Allavega, Hebbi verður að finna sér eitthvað að gera sjálfur á morgun, því að ég er að fara í skólaferðalag. Verð bara frá 10-5, en samt. Förum að þorpi sem heitir einhverju voðalega skrítnu nafni sem hægt er að þýða sem Smáhundaklettur. Þarna er víst einhver flottur kastali sem við eigum að skoða og svo fáum við pólskan mat. Verður örugglega fín ferð, trúi ekki öðru.
En Hebbi kom i dag, og rosalega gaman að sjá hann. Fórum og fengum okkur butterbear, þó að auðvitað var hann ekki eins velheppnaður núna þegar ég vildi leyfa einhverjum að smakka. Var of lítið hunang í honum, að mínum smekk. En Hebba fannst þetta samt sem áður gott. Verður gaman þegar ég kann að búa til svona sjálf...mmm, butterbear á hverju kvöldi. Svo var einhver jólamarkaður byrjaður, ég veit, dáldið snemmt. En þeir voru að selja svona sykraðar hnetur, sem voru rosa góðar og jólalegar. Reyndar var butterbearinn mjög jólalegur líka, þannig að mér er eiginlega farin að hlakka dáldið til jólanna. skammskamm Fanney!
Allavega, Hebbi verður að finna sér eitthvað að gera sjálfur á morgun, því að ég er að fara í skólaferðalag. Verð bara frá 10-5, en samt. Förum að þorpi sem heitir einhverju voðalega skrítnu nafni sem hægt er að þýða sem Smáhundaklettur. Þarna er víst einhver flottur kastali sem við eigum að skoða og svo fáum við pólskan mat. Verður örugglega fín ferð, trúi ekki öðru.
friðarsúlan 2
Eruð þið ekki að grínast, verður kveikt á þessari súlu stanslaust í 2 mánuði á ári! Er ég eina manneskjan sem er ekki vitund hrifin af þessu og finnst þetta bara helvítis ljósmengun. Gott að vera ekki á íslandi til að horfa á óskapnaðinn. Og ég sá generalprufuna, þannig að það er ekki hægt að segja að ég hafi ekki séð þetta. Hvað finnst fólki?
Tuesday, October 09, 2007
hitt og þetta
hæhæ aftur. Netið var loksins að komast í lag aftur, eftir...einn dag. Leið eins og það væri endalaust. Segir kannski hvað maður er sorglegur. En ekki halda að ég geri ekkert hérna í Kraká nema að hanga á netinu. Er að sjálfsögðu búin að vera ofurdugleg í skólanum. Verð í tveimur áföngum á ensku á þessari önn, og verð að segja að það er ágætis hvíld fyrir heilann. Fór í Sögu Póllands í gær, og það var ótrúlega áhugavert og skemmtilegt. Ég hef alltaf haft gaman að sögu, og sérstaklega þegar það er ekki verið að tala um íslendinga að mygla í einhverjum torfkofum, þannig að þetta verður góð tilbreyting. Hef líka lítið lært um þessi slavnesku svæði, þannig að mér líst rosa vel á þetta. Svo fór ég í pólska bókmenntasögu í dag, sem ég held að verði líka mjög skemmtilegt. HEf ekki lesið neinar bækur eftir pólska höfunda, þannig að ég þarf að gleypa þetta í mig. Það er eiginlega hrikalegt hvað ég veit lítið um Pólland, fyrir utan það sem snéri að BA ritgerðinni minni.
En svo stóru fréttirnar: HEBBI KEMUR Í HEIMSÓKN Á MORGUN!!! Það verður ótrúlega gaman og ég ætla að sýna honum ALLT! Verst að ég get ekki hýst hann líka, en ég get þó komið honum fyrir á fínu hosteli.
Verð að segja að það er meir en nóg að sofa með einni manneskju í herbergi. Sakna þess dáldið að geta verið bara EIN inn í mínu herbergi og Ilona saknar þess örugglega líka. Svo á hún líka kærasta sem leigir líka á stúdentagarði, þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur hvað þetta er flókið fyrir þau. Segi að þetta hafi ekki hvarflað að mér, en hún sendi mér sms í gær og spurði mig hvort mér væri sama þó hún tæki kærastan með sér heim um nóttina, og þau hefðu rosalega lágt. Þar sem ég þori ekki annað en að vera ofursvöl, þá sagði ég já. Fyrir betur fer náði ég að sofna áður en þau komu heim, og ég svaf allan tíman. En hvað getur maður gert. Smá baðstofustemming drepur svosum engan...
En svo stóru fréttirnar: HEBBI KEMUR Í HEIMSÓKN Á MORGUN!!! Það verður ótrúlega gaman og ég ætla að sýna honum ALLT! Verst að ég get ekki hýst hann líka, en ég get þó komið honum fyrir á fínu hosteli.
Verð að segja að það er meir en nóg að sofa með einni manneskju í herbergi. Sakna þess dáldið að geta verið bara EIN inn í mínu herbergi og Ilona saknar þess örugglega líka. Svo á hún líka kærasta sem leigir líka á stúdentagarði, þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur hvað þetta er flókið fyrir þau. Segi að þetta hafi ekki hvarflað að mér, en hún sendi mér sms í gær og spurði mig hvort mér væri sama þó hún tæki kærastan með sér heim um nóttina, og þau hefðu rosalega lágt. Þar sem ég þori ekki annað en að vera ofursvöl, þá sagði ég já. Fyrir betur fer náði ég að sofna áður en þau komu heim, og ég svaf allan tíman. En hvað getur maður gert. Smá baðstofustemming drepur svosum engan...
Sunday, October 07, 2007
myndir
Setti inn nokkrar myndir frá helginni. Ekkert merkilegt, aðalega bara annað fólk og myndirnar ekkert sérlega góðar, því jaaa, ég tek ekkert sérlega góðar myndir þegar ég er að drekka. Hef reynt að taka myndir af Kraká, til að sýna öllum hvað það er óendanlega fallegt hérna. En mér finnst bara ekki hægt að ná því á mynd. Maður fær ekki þá ótrúlega tilfinningu sem það er að labba og allt í kringum mann er svo ótrúlega fallegt. Langar svo að sýna öllum, þannig að allir verða að koma að heimsækja mig. Fór annars og hitti Mögdu í dag. Það er stelpan sem ég kynntist þegar ég fór í viðtalið í skólanum í júlí. Fórum á kaffihús og töluðum stanslaust í 3 tíma. Við eigum ótrúlega vel saman, þannig að ég held að þetta sé upphafið að góðri vináttu, svona ef maður á að vera háfleigur... Hún er að byrja í grafískri hönnun í skólanum sem ég fer í á næsta ári, þannig að hún ætlar að taka mig með í partí og svona í skólanum í vetur. Ekki amalegt að kynnast fólki áður en ég byrja. Sakna þess líka að hafa einhvern í kringum mig með svipuð áhugamál, þannig að það er rosa fínt. Allavega, þarf að fara að læra heima, vá, hvað það er langt síðan ég hef gert það!
þynnkurövl
jæja, sit hérna í þynnkunni eftir veigar gærdagsins. Drakk ansi mikið af "zazanka" eða hvernig sem það er skrifað, en það er Zubrowka wodka og eplasafi. Hættuleg blanda sem klikkar ekki. Fór með hópi af stelpum á einhvern bar, sem var fullur af túristum, en vínið ódýrt. Ekki að það skipti mig einhverju máli hérna, því vínið er alltaf ódýrt. Seinna komu fleira fólk, og þar á meðal kærasta eins stráksins, sem er pólsk. Hún er ferlega hress og dró okkur á annan stað. Sem mér leist miklu betur á, og langaði að vera þar, en hinar stelpurnar vildu fara annað, því það voru ekki sæti. What, hver býst við sæti kl 1 að nóttu til á bar. Maður er orðinn svo vanur kaffibarnum og sirkus, að maður er löngu hættur að láta svona smáatriði buga sig. þannig að við fórum á einhvern annan stað, þar sem voru sæti, en hann var líka hundleiðinlegur, því það var enginn þar inni. En ég og ein stelpan sem heitir Nelly vorum þá orðnar ansi drukknar(við vorum mest í vodkanu), þannig að við ákváðum að rölta saman heim. Það er víst almenn regla hér að vera ekki að þvælast einn á nóttunni, þannig að það er ágætt að búa á Zazcek hvað það varðar, því það er alltaf einhver annar sem býr þar líka.
Saturday, October 06, 2007
lasagnepartí
Fór í gær í partí með krökkum úr skólanum. Strákurinn sem hélt partíið á sína eigin íbúð hérna, sem er ógeðslega stór og flott. Íbúðir eru víst alls ekki dýrar hérnar og fara bara hækkandi, þannig að það væri góð fjárfesting. Úff, ef maður væri nú ekki bara auli á námslánum... Allavega, fullt af skemmtilegu fólki mætti og bara rosa fjör. Margir sem búa í sama húsi og ég, meira að segja ein stelpa sem ég deili baðherbergi með, þannig að maður á pottþétt eftir að rekast á fólkið aftur. En planið er líka að fara út í kvöld, og þá í bæinn, en við náðum aldrei þangað í gærkveldi, þannig að meira um það seinna.
Friday, October 05, 2007
Friðarsúlan
Elín var að skutla mér heim um daginn þegar við tökum eftir þessu bláleita ljósi ekki svo langt í burtu. Það var ótrúlega bjart og við vorum handvissar að þarna væru geimverur á ferð. Við keyrðum meira að segja lengra, því við vildum sjá upptök ljóssins. Ég meina, ef það væru nú geimverur, þá væri nú dáldið kúl að sjá þær. En nú sé ég mynd af þessu á Mbl, og þá var þetta bara friðarsúlan hennar Yoko Ono! En í alvöru talað, ekki verður alltaf kveikt á þessu? Það er nógu mikil ljósmengun í Reykjavík, svo þeir fari ekki að bæta þessu við!

Thursday, October 04, 2007
Butterbeer
Fór út í gær með nokkrum bekkjarfélögum. Lögðum leið okkar á einhvern bar og drukkum heitan bjór með hungangi og kanil!!! Ég veit að þett hljómar skringilega og ég þurfti alvega ð herða mig í að prófa. En nú er ekki aftur snúið. Þetta verður sko DRYKKURINN næstu árin. Hef alltaf verið forvitin um að smakka Butterbear(hunangsöl) sem þau drekka alltaf í Harry Potter. Það bara hlýtur að vera svona. Trúi ekki öðru. Nú er bara að finna Firewiskey...
Annars lagði ég leið mína í Ikea áðan. Þurfti að taka strætó því þetta er svo langt í burtu. Það er allavega ekki hægt að segja að krakábúar noti ekki almenningssamgöngur, því trammar og rútur eru alltaf fullar. Enda mjög gott strætókerfi og ótrúlega ódýrt. Maður borgar 2,5 zl fyrir ferðina, en það er um 50 kr. Svo á ég að fá enn ódýrar þegar ég fæ stúdentapassann minn, og borga þá bara um 20 kr. Miðarnir eru líka rosa fallegir, eða mér finnst það. Tek mynd af þeim við tækifæri. Já, Ikea er alltaf skemmtilegt. Vantaði svona ýmislegt í búið, og nú á ég pott! Jeii, get þó allavega soðið mér pasta, og fengið mér kók í GLASI! Þvílíkt sport!!!
Annars lagði ég leið mína í Ikea áðan. Þurfti að taka strætó því þetta er svo langt í burtu. Það er allavega ekki hægt að segja að krakábúar noti ekki almenningssamgöngur, því trammar og rútur eru alltaf fullar. Enda mjög gott strætókerfi og ótrúlega ódýrt. Maður borgar 2,5 zl fyrir ferðina, en það er um 50 kr. Svo á ég að fá enn ódýrar þegar ég fæ stúdentapassann minn, og borga þá bara um 20 kr. Miðarnir eru líka rosa fallegir, eða mér finnst það. Tek mynd af þeim við tækifæri. Já, Ikea er alltaf skemmtilegt. Vantaði svona ýmislegt í búið, og nú á ég pott! Jeii, get þó allavega soðið mér pasta, og fengið mér kók í GLASI! Þvílíkt sport!!!
Tuesday, October 02, 2007
enduropnun Flickr
Ákvað að skella mér á eitt stykki myndavél í morgun. Hún er fín. Tók nokkrar myndir á leiðinni úr skólanum, ekkert merkilegt, en það er þó hægt að sjá leiðina mína úr skólanum og herbergið mitt, sem lítur reyndar betur út á myndum heldur en í alvörunni. Myndirnar má nálgast á Flickr-tenglinum hér til hliðar.
Annars var alveg ágætt í skólanum í morgun, fengum stundatöfluna. Ég verð í 24 tímum á viku, og þá mun ég öðlast diploma, hvorki meira né minna. Ég held að ég sé fyrsti Íslendingurinn í þessum skóla, allavega virðast kennararnir alveg misssa legvatnið, þegar ég segi hvaðan ég er. Fórum svo og skoðuðum háskólasafnið, sem var alveg stórskemmtilegt. Mikið af skemmtilegum dýrgripum þar. Er nýbúin að lesa bókina "Mæling heimsins" og því var gaman að sjá öll tækin og tólin sem þeir notuðu við að "mæla heiminn". Maðurinn sem var að sýna okkur safnið var líka ótrúlega steiktur og gerði þetta allt ennþá skemmtilegra. Annars held ég að hápunktur dagsins sé að þvottahúsið var að opna, og núna eru fötin mín í þvottavélinni. Vá, hvað það verður æðislegt að fá hrein föt. Hef ekki náð að þvo í tvær vikur!
Annars var alveg ágætt í skólanum í morgun, fengum stundatöfluna. Ég verð í 24 tímum á viku, og þá mun ég öðlast diploma, hvorki meira né minna. Ég held að ég sé fyrsti Íslendingurinn í þessum skóla, allavega virðast kennararnir alveg misssa legvatnið, þegar ég segi hvaðan ég er. Fórum svo og skoðuðum háskólasafnið, sem var alveg stórskemmtilegt. Mikið af skemmtilegum dýrgripum þar. Er nýbúin að lesa bókina "Mæling heimsins" og því var gaman að sjá öll tækin og tólin sem þeir notuðu við að "mæla heiminn". Maðurinn sem var að sýna okkur safnið var líka ótrúlega steiktur og gerði þetta allt ennþá skemmtilegra. Annars held ég að hápunktur dagsins sé að þvottahúsið var að opna, og núna eru fötin mín í þvottavélinni. Vá, hvað það verður æðislegt að fá hrein föt. Hef ekki náð að þvo í tvær vikur!
Monday, October 01, 2007
polskipolski
Setningarathöfnin í skólanum í morgun. Hitti krakkana sem verða með mér í bekk, virðast ágæt. Það leiðinlega við að vera samt í svona tungumálaskóla, er að maður er að umgangast hóp sem maður á ekkert sameiginlegt með fyrir utan að vera útlendingur. En ég vil ekki útiloka neitt strax, gæti rekist á einhvern súper skemmtilegan. Er samt pínku hrædd um að vera geðveikt léleg í pólskunáminu, því margir þarna eru svona tungumálanördar og eru geðveikt góð í að læra tungumál. Okkur var svo boðið að fara í kvöld að sjá pólska söngva og dansa á vegum háskólans. Þar sem ég hafði ekkert að gera, þá ákvað ég að kíkja á þetta. Fyrst var einhver kór að syngja, og það var ekkert sérlega skemmtilegt, og svo var rosalega löng ræða, á pólsku. Sem var heldur ekkert sérlega skemtmilegt, þar sem ég kann ekki pólsku ennþá. En svo var einum í kórnum, gömlum manni veitt einhverskonar viðurkenning. Veit ekki fyrir hvað, en hann var elstur, svo kannski var hann að hætta eða eitthvað. Gaman að sjá hvað pólverjar eru "elskulegir". Íslenskir karlmenn hefðu bara tekið í höndina á hvort öðrum, en þarna föðmuðu þeir hvort annan og kysstu á báðar kynnar. Svo var aumingja manninum gefnar tvær risastórar blómaskreytingar. Og þá meina ég stórar, svona jafn stórar og ég. Sá á svipnum á honum að hann var að reyna að finna út hvar í ósköpunum hann gæti komið þessu fyrir. Frekar fyndið, eða mér fannst það. Allavega, svo byrjaði partíið. Stórhljómsveit spilaði pólsk þjóðlög og dansarar dönsuðu pólska þjóðdansa. Og það er sko kreisí dæmi. Svona eins og að sjá brjálaða kósakka dansa við glimmerskreytta Heidi. Ótrúlega flott. En dáldið margir dansar, eiginlega um einn og hálfur tími, bara af dönsum. Þannig að ég fékk eiginlega pínku leið. En þið vitið skrítna pósan úr Americas Next Top Model sem á að vera geðveikt kúl, svona með hendurnar á mjöðmunum og viðbeinin snúa út. Allavega, þessi pósa er mjög mikið í pólskum þjóðdönsum. Annars var Ilona að hjálpa mér við að æfa framburðinn á pólskunni hjá mér. Las upp orð úr orðabókinni minni, og guð minn góður. Mér kvíður nú bara fyrir að fara að læra. Get ekki borið neinn staf rétt fram. Svo mikið af hljóðum, sem munnurinn á mér getur ekki framkallað. En þar sem ég verð 24 tíma á viku í pólskunámi í ár, þá vonum við að þetta sýist inn.