Saturday, June 28, 2008

komin til íslands

Kom til Íslands á miðnætti á fimmtudaginn eftir ansar hrakfarir. Flaug fyrst frá Kraká til Kaupmannahafnar, þaðan átti ég svo að taka flug til Íslands. Eeeen, hálvitinn ég hafði verið að flýta mér þegar ég pantaði, og pantaði óvart flug frá Reykjavík til Kaupmannahafnar. Þurfti því að breyta miðanum, og borga ansi mikið á milli. Plús að ég þurfti að eyða 8 tímum á flugvellinum. Virkilega hata þennan flugvöll. Lendi alltaf í að hanga þar alltof lengi.
Annars er hálffurðulegt að vera komin heim. Er núna hjá Ellu systur á Akranesi, en kem í bæinn í kvöld til að sjá tónleikana. Byrja svo að vinna á þriðjudaginn.
Annars er það eina sem ég hugsa um í augnablikinu eru hjól. Langar alveg ótrúlega að hafa hjól í sumar, þannig að ef einhver er með hjól í geymslunni sem er aldrei notað og vill leyfa mér að viðra, þá endilega hafið samband. Eða ef einhver getur bent mér á leiðir til að fá ókeypis eða mjög ódýr hjól. Þarf ekki að vera neitt fínt, bara þannig að það virki.

Tuesday, June 17, 2008

freeee like a bird!

hó hó og jibbí jeiiiii....gleðilega hátíð góðir íslendingar! Ég fagnaði deginum með pönnukökum í morgunmat. Þetta er líka fyrsti "sumarfrídagurinn" minn, þannig að ég hef ástæður til að fagna. Pólskunáms helvítið loksins búið og bara útskriftin á morgun. Í tilefni dagsins er hellidemba. Hvað annað?
Því miður er ekki allt gott í dag, því að ein besta vinkona mín, Miria, er að fara heim til Bandaríkjanna í dag. Kannski kemur hún aftur í haust, fer eftir því hvort hún komist inn í Jagiellonski eða ekki. Hún verður bara að koma! Erum með plön að finna ævintýralega íbúð saman í Kazimierz og hafa hengirúm í eldhúsinu. Of góð plön til að brjóta!
En já, annars líður að því að ég komi heim, 26.júní, bara 9 dagar. Vá, en skrítið. Hlakka alveg dáldið til, en að sumu leiti kvíður mig fyrir líka. Líður svo vel hérna í Kraká í augnablikinu. Verður líka skrítið að hitta ekki vini mína hérna í 3 mánuði. Maður verður svo náinn vinum sínum, þegar maður býr í útlöndum, þetta er eins og fjölskylda manns og maður hittir fólk svo miklu oftar. Ég hitti ekki vini mína á Íslandi á hverjum degi. En já, ætla að fara og hefja þennan dag, bæbæ

Monday, June 02, 2008

saga af dúfu

Stian vinur minn og nágranni er held ég ein besta manneskja sem ég þekki. Um daginn þegar við vorum að labba út úr húsinu, sýndi hann mér forljótan dúfuunga sem lá í portinu hjá okkur. Það vantaði á hann eitt auga og það leit út fyrir að hann gæti dáið á næstu mínútu. Afskaplega sorglegt.
Næsta dag sá ég að unginn var horfinn. "Æi, það hefur einhver drepið hann", hugsaði ég með mér, enda það kannski fyrir bestu fyrir vesalinginn.
En nei, þegar ég minnist á það við Stian, þá komst ég að því að þegar hann hafði komið drukkin heim um kvöldið, þá hafði hann fundið svo mikið til með dúfuræflinum, að hann tók hann og setti í baðkarið sitt og reyndi að gefa honum að borða en unginn vildi ekki borða neitt.
Þá opnar Stian eldhúsgluggann sinn, þar sem var dúfumamma með eitt egg. Þegar Stian opnaði, flaug hún í burtu og hann skipti á egginu og ungaræflinum. Þess má geta að unginn var ekkert rosalega lítill, eiginlega hálfgerður unglingur. En allavega, dúfur eru ekki klárustu verur í heiminum, og þegar dúfumamman kemur aftur, þá heldur hún að eggið hafi klakkst út og nú er hún búin að ættleiða ungann og hann er allur að braggast. Ótrúlegt! og Stian virkilega þolir ekki dúfur...

Annars er hér sól og sumar alla daga. Búin að uppgötva ótrúlega staði rétt utan við centrumið þar sem er hrein náttúra. Eyddum laugardagskvöldinu við stöðuvatn í náttúrunni og bjuggum til varðeld. Súpernæs :)
web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker