Sunday, October 07, 2007

þynnkurövl

jæja, sit hérna í þynnkunni eftir veigar gærdagsins. Drakk ansi mikið af "zazanka" eða hvernig sem það er skrifað, en það er Zubrowka wodka og eplasafi. Hættuleg blanda sem klikkar ekki. Fór með hópi af stelpum á einhvern bar, sem var fullur af túristum, en vínið ódýrt. Ekki að það skipti mig einhverju máli hérna, því vínið er alltaf ódýrt. Seinna komu fleira fólk, og þar á meðal kærasta eins stráksins, sem er pólsk. Hún er ferlega hress og dró okkur á annan stað. Sem mér leist miklu betur á, og langaði að vera þar, en hinar stelpurnar vildu fara annað, því það voru ekki sæti. What, hver býst við sæti kl 1 að nóttu til á bar. Maður er orðinn svo vanur kaffibarnum og sirkus, að maður er löngu hættur að láta svona smáatriði buga sig. þannig að við fórum á einhvern annan stað, þar sem voru sæti, en hann var líka hundleiðinlegur, því það var enginn þar inni. En ég og ein stelpan sem heitir Nelly vorum þá orðnar ansi drukknar(við vorum mest í vodkanu), þannig að við ákváðum að rölta saman heim. Það er víst almenn regla hér að vera ekki að þvælast einn á nóttunni, þannig að það er ágætt að búa á Zazcek hvað það varðar, því það er alltaf einhver annar sem býr þar líka.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Æ hvað er gaman hvað þú bloggar oft, bara skemmtilegt að fylgjast með því hvernig lífið gegnur fyrir sig í Kraká, kveðjur hérna frá okkur
Guðbjörg og Gunnar

07 October, 2007  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker