Monday, December 31, 2007

ogedsleg ferd

Eg helt ad ekki vaeri haegt ad toppa bidina i kaupmannahofn fyrr i manudinum, hvad ogedsleg ferdalog vardar. En ju, tad var haegt. Maetti stundvislega a flugvellinn i gaer kl 6, 2 timum fyrir brottfor. Hafdi bara sofid i 1 tima, af stressi yfir tvi ad lenda i stormi og ollu yrdi seinkad. En nei, textavarpid var jakvaett og allt leit ut fyrir ad vera i lagi. kl 7:45 var eg maett ad hlidinu asamt odrum fartegum og beid, og mjog jakvaed um ad allt yrdi i lagi, enda vissi eg ad onnur flugvel var farin. En nei, kl 8:00 er sagt ad tad verdi sma seinkun. Og tannig helt tad afram til 14:45 tegar vid nadum loksins ad fljuga. Hafdi bedid serstaklega um gluggasaeti, tar sem eg aetladi ad nyta mer flugid til ad sofa. En nei, ta hofdu teir notad minni vel, og tvi var saetid mitt nr 39A ekki til i tessari flugvel. Tvi turfti eg ad sitja vid ganginn og hlidna a einhverjum otolandi gaur sem vildi fara a klostid rett eftir ad vid fengum matinn. Jebb, imyndid ykkur vesenid. Svo i hvert skipti sem eg var alveg ad sofna, ta rakst einhver fartegi eda flugfreyja i mig, enda sat eg vid ganginn. En tegar vid lentum loksins i koben, ta hofst naesta vesen. Ad finna farangurinn minn, enda hrikalegt kaos a flugvellinum. Taskan min var a einhverju allt odru faeribandi, en eg komst ad tvi eftir ad hafa hlaupid ut um allan voll i von um upplysingar. Enda fekk eg vaegt modursykiskast og hringdi i mommu gratandi, enda var eg ogedslega treytt og enn eftir ad finna ut hvad eg myndi gera hvad vardadi flug til berlin. Enda hafdi eg misst af minu, tar sem tad hafdi verid kl 3 um daginn. En eg herti mig upp, og fann Sterling skrifstofuna. Komst ad tvi ad eg fengi ekki trygginguna sem var a fluginu ekki borgada fyrr en seinna, tannig ad eg turfti bara ad gjora svo vel ad kaupa nytt flug a stadnum. Fyrir betur var Easyjet ad fljuga seinna um kvoldid, en mer fannst tad ansi blodugt ad turfa ad reyda ut 12000 kall fyrir 45 minutna flug, og tad med laggjaldaflugfelagi. Man ad eg borgadi einu sinni 500 kr fyrir sama flug. En eg komst to loksins til berlin, tar sem eg lenti i sama ferdatoskukaosi og i kaupmannahofn. En fann to loksins toskuna mina, og komst loksin heim til Andi. Held eg hafi aldrei sofid svona vel a aevi minni, og tad a hryllingssvampdynunni fra tvi ad eg bjo herna. En nuna erum vid ad undirbua gamlarskvold matarbodid sem verdur herna i kvold. Verdum med Fondue og kjukling og eitthvad fleira. Svo er eg buin ad kaupa 80 stjornuljos! Gledilegt nytt ar!!!

Monday, December 24, 2007

Gleðileg Jól

Sunday, December 23, 2007

Þorláksmessukvöld

og ég er ekki að rölta í bænum. Fór í dag að upplifa laugarvegs-jólastemminguna, þannig að í kvöld ákvað ég að hjúfra mig heima með mömmu fyrir framan jólatréð með bolla af krydduðu rauðvíni. Eiginlega bara ferlega jólalegt. Núna er ég bara að vona að það fari að snjóa glás í nótt og þá er ég fullkomnlega sátt. Hef eiginlega voðalega lítið að segja, hef eytt seinustu dögum í að vera aðstoðar-jólainnkaupamanneskja. Ég er sérlega góð í að láta annað fólk eyða peningum,það á sérstaklega við í fatainnkaupum. Fólk endar alltaf með að kaupa meira af fötum en það ætlar sér, en hei, það þakkar mér seinna! En já, ætla að klára að búa til jólakortið mitt. bæbæ.

Thursday, December 20, 2007

ljúfa líf

Dagar mínir á heimaslóðum hafa nú bara verið ansi ljúfir, þrátt fyrir þetta viðbjóðslega veður. Var búin að gleyma hvað það er dimmt á daginn hérna á Íslandi, og hversu klikkuð rigningin er. Bardzo intensewny pada deszsz, myndu pólverjarnir segja, en sennilegast skrifa það öðruvísi ;) Er búin að hitta flesta vini mína held ég, en aftur á móti eytt minni tíma með fjölskyldunni, en hei, þau eiga mig öll jólin! Hef eytt miklum tíma í að hjálpa öðru fólki að velja jólagjafir, enda er ég sérlega góður jólagjafaráðgjafi. Þó ég gefi nú ekkert merkilegar gjafir sjálf í ár. Svo er ég búin að ná að sjá Abbababb, Mary Higgins Clark og Nix Noltes í búðunum. Nix Noltes kom einmitt út í fyrradag, mæli með því að allir kaupi þennan frábæra disk! En já, svosum ekkert merkilegt að segja, ég nýt þess bara að sofa til 11 og hangsa...

Monday, December 17, 2007

back in iceland

Ferðalagið frá Köben var eitt það hræðilegasta sem ég veit um. Endaði með því að fluginu var seinkað um 14 tíma, og ég var í 11 tíma á flugvellinum. Var orðin svo einhverf í endann að ég eyddi 1 og hálfum tíma við að gera origami fugla. En núna er ég úthvíld og ánægð með að vera komin aftur á klakann. Fór á kaffibarinn með Kristínu og fleirum á laugardaginn og dönsuðum fram á nótt. Mjög gaman. Fannst samt allir vera óvenju fullir, en fattaði svo að það er bara langt síðan ég hef djammað á Íslandi! En já, núna er bara að finna tíma til að hitta ALLA! Því miður týndust öll símanúmer af kortinu mínu, frekar glatað, þannig að fólk verður bara að hafa samband við mig. Er með númerið sem ég fékk mér eftir að símanum mínum var stolið.

Friday, December 14, 2007

föst i köben

Samkvæmt áætlun hefði ég átt að vera að labba inn í flugvélina sem myndi flytja mig heim. En nei, haldið þið ekki að íslensk náttúruöfl hafi ákveðið að hleypa mér ekkert heim strax. Fékk sms snemma í morgun, um að áætluðu flugi hafi verið seinkað um 3 tíma, og svo kíktum við á netið og það stendur núna að ég fljúgi ekki fyrr en kl 5 í kvöld. þannig að við vonum að ég komist heim í dag. Eina góða, er að ég fæ að slappa af og hangsa með Rögnu, því hún þarf ekki að fara að vinna fyrr en kl 3 í dag. Annars bara búið að vera gaman hérna, Kaupmannahöfn er skemmtilegri heldur en ég hafði ímyndað mér. Fórum út að borða í gær með fleira fólki, því miður var maturinn ekkert sérstakur, og alltof lítið af honum, og allt overpriced. En þetta var experience í anda Völu Matt. Því hún hefur víst fjallað um þennan stað. Jább, hann var það tilgerðarlegur. En núna erum við glorhungraðar og ætlum að finna okkur eitthvað almennilegt æti, með fleiri en 3 bitum á disknum!

Wednesday, December 12, 2007

pakketípakk

Er loksins farin að pakka eftir að hafa eytt kvöldinu í ótrúlega góðan mat. Fór með nokkrum skólafélögum og fengum okkur sushi. Ég hef aldrei smakkað sushi áður, alltaf verið pínku hrædd við það, enda hræðir artificial looking matur mig alltaf dáldið. En maturinn var ferlega góður og veitingastaðurinn skemmtilega hannaður. Höfðum okkar eigið japanskt herbergi, og sátum á púðum á gólfinu. Þannig bara svaka stemming. Lokuðum því svo af og lágum eins og klessur á gólfinu eftir matinn. Fórum svo á annan stað til að fá okkur desert. Að sjálfsögðu! Staðurinn sem við fórum á, selur bara ís og deserta. Fékk mér cremé brulé, og endaði í einhverju sykursjokki! En þetta var allt rosa skemmtilegt, og verður ennþá skemmtilegra á morgun, þegar ég heimsæki Rögnu í Köben. Verst er að hún var að byrja í nýrri vinnu, þannig að ég þarf að bjarga mér sjálf frá 12-6, en ég ætti að geta fundið mér eitthvað til dundurs. Þannig að sennilegast verður næsta færsla bara á íslandi! Jeiiii

Monday, December 10, 2007

Carbonarakvöld

Við vinirnir ákváðum að elda saman, eða réttara sagt Francesco, ítalinn ákvað að elda fyrir okkur alvöru pasta carbonara. Þetta var alveg fáránlega gott pasta, og ég fylgdist vel með, þannig að núna get ég galdrað fram gott carbonara. Ekki slæmt. Þetta var svo ótrúlega gaman, að á næsta ári(skrítið að geta sagt það! tíminn líður) ætlum við að bjóða hvort öðru í mat, einu sinni í viku. Ágætt að gera eitthvað svona á virkum dögum, enda flestir komnir með ógeð á herbergjunum sínum. Annars er skólinn búinn að vera ágætur undanfarið, því að kennarnir eru komnir í jólaskap og farnir að slaka aðeins á. T.d eyddum við löngum tíma í dag, bara í að syngja pólsk jólalög, svo förum við á einhverja jólasýningu á miðvikudaginn. Já, skólinn minn er á grunnskólastigi! En ég kvarta ekki, enda get ég ekki beðið eftir því að koma heim til Íslands og ekki tala pólsku í heilar tvær vikur!!! Fyrir utan sennilega öll skiptin sem fólk á eftir að biðja mig um að segja eitthvað á pólsku...

Sunday, December 09, 2007

tískusýning ASP

Fór áðan með Mögdu á tískusýningu sem vöruhönnunardeild listakademíunnar hélt. Það er ekki fatahönnunardeild þar, en vöruhönnunin er samt sem áður að gera föt, og ekki góð föt. VIl ekki vera leiðinleg, en þetta er án efa lélegasta tískusýning sem ég hef farið á. Bæði voru fötin óspennandi, ófrumleg og leiðinleg, þá voru módelin ótrúlega léleg líka. Enginn þeirra gat labbað almennilega og voru of mikið að dilla mjöðmunum og reyna að vera sexí, en urðu eiginlega bara hlægilegar í staðinn. En þetta var samt sem áður hin besta skemmtun. Annars bjóst ég svosum ekki við mjög spennandi fötum, miðað við hvað Krakábúar eru leiðinlegir í fatavali. Hef samt tekið eftir því hvað konur eru rosalega vel stíliseraðar frá toppi til táar, allt passar rosalega vel saman. En mér finnst tískan samt sem áður ekkert sérstök, meira lagt upp úr því að vera sexí heldur en kúl, og verður þar af leiðandi oft dálítill eurotrash fílingur í þessu. Eeeeen,pólskar konur mega eiga það að vera ekki hræddar við að vera með flottar klippingar! En annars er mig farið að hlakka rosalega til að koma heim, hitta alla og fá að tala íslensku og ekki læra neina pólsku í tvær vikur!

Wednesday, December 05, 2007

jólagjafir

Jólagjafainnkaupin verða sífellt flóknari. Seinustu árin hefur vandinn aðalega verið að finna réttar gjafir fyrir lítinn pening. Í ár er það að finna ekki of dýrar gjafir, sem eru léttar, ekki brothættar, má taka með í flugvél og taka ekki of mikið pláss í farangrinum. Held ég hafi fundið ágæta lausn...BLÖÐRUR! nei, bara að plata. Gef engar vísbendingar...

gangadrama

Hafði hugsað mér að þrauka kannski á stúdentagörðunum fram á vor, en ég held að ég reyni að finna mér eitthvað nýtt snemma á næsta ári. Ástæðan er tvíþætt, annars vegar er ég komin með algjört ógeð af strákunum sem búa á hæðinni minni. Þetta er hópur af strákum, greinilega nýfluttir að heiman og þeir gera fátt annað en að dópa, reykja og drekka fram á gangi, langt fram á hverja einustu nótt. Þeir eru með ótrúlega mikinn hávaða og bara ógeðslega subbulegir. Þrátt fyrir að ég og Ilona höfum kvartað undan þeim, þá virðist ekkert gert í málunum. Tek það fram að ég þarf að deila elhúsi og baði, sem ekki voru í frábæru ástandi fyrir, með þessum gaurum. Hin ástæðan er að Ilona er komin jafnvel með enn meira ógeð af þeim en ég, og hún er að hugsa um að finna sér eitthvað nýtt líka. Þannig að það þýðir annar herbergisfélagi handa mér, sem er algjört happ og glapp. Þannig...
Kannski ég býði samt með að flytja þar til í enda febrúar, því að þá er ég í 2 vikna fríi í skólanum, og langar að ferðast þá. Myndi spara mér peninginn að búa hérna þangað til...

Sunday, December 02, 2007

lærdómur og bakstur

Er að fara í sögupróf á morgun, þannig að auðvitað fór ég að baka áðan. Hlustaði á jólastjarnan.net og bakaði chocolatechip-peanutbutter cookies. Voru bara nokkuð góðar sko. Og uppskriftin er einföld:

2 1/4 bolli hveiti
2 og hálfur bolli sykur
2 egg
3/4 bolli smjör
2/4 bolli hnetusmjör
brytjað súkkulaði
og svo setti ég í ganni salthnetur líka, sem er rosa gott!

-öllu blandað saman einhvern veginn og búið til deig....

Núna get ég því helt mér i pólska sögu og ég er viss um að allt festist miklu betur...

Saturday, December 01, 2007

Zakopane

Fór út í gærkveldi með krökkunum. Fórum á stað sem heitir Kitch, þar sem við dönsuðum eins og brálæðingar. Staðurinn er með nokkuð fína electro-tónlist, en þó aðeins of mikil meatmarket-stemming fyrir minn smekk. Fór heim kl 3 þar sem ég fékk að sofa í fjóra tíma áður en ég þurfti að rífa mig upp til að taka rútuna upp í Zakopane. En það var þess virði, enda bærinn ótrúlega fallegur. Það var allt á kafi í snjó þar, enda bærinn staðsettur upp í fjöllunum. Við vorum þó bara í 4 tíma, þannig að dagurinn fór að mestu í hangs og labb. Keypti þó nokkrar jólagjafr...En ég ætla pottþétt að fara þangað aftur, og þá jafnvel yfir eina helgi. En núna er ég bara ótrúlega þreytt, þannig að kvöldið fer bara í rólegheit og sjónvarpsgláp, enda þarf ég að læra fyrir sögupróf á morgun.
web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker