Wednesday, November 29, 2006

of mikill nóvember

Alveg er skammdegisþunglyndið að fara með mann. Ég, sem yfirleitt er ungfrú morgunhani á í stórkostlegum erfileikum með að vakna á morgnana. Langar bara að leggjast í dvala og sofa svona fram að mars, þ.e án þess að sleppa úr jólunum.
Eina leiðin til að þrauka daga er að skreppa til Seattle, þar sem ég sker upp fólk og bjarga lífi þess. Jábbs, er orðin algjört Grey´s anatomy fan. Hrikalega húkt á þessum þætti, er búin að horfa á alla 1.seríu og hálfa 2. á einni viku, sad I know. Jæja, þarf samt að drífa mig í sund, afrek að ég skuli þó meika það, en vona að það gefi mér smá rush, bæ í bili

Sunday, November 26, 2006

explorerklúður!!!

ÞEtta er hrikalegt. Ólíkt mörgum internetnotendum, þá hef ég alltaf verið alveg fullkomlega sátt við internet explorer, er búin að venjast honum, ég skil hann, hann skilur mig- sem sé ekkert vesen. Áðan er mér tilkynnt að það séu komin ný updates fyrir explorer og ég, svo glær, installa því. NEI!!! er ekki komin ný version af explorer og hún er svo hrikaleg, er ekki að fíla þetta nýja krapp!!! ER villt í minni eigin tölvu, hrikalegt. Þarf virkilega að hugsa mig um, þegar ég er að fara að heimsækja einhverja vefsíðu, svo erfitt er að finna hlutina. ÞEtta er sorgardagur :(

Saturday, November 25, 2006

vænn kvenkostur

Já, ég held að ég sé bara að verða hinn vænasti kvenkostur. Svo er mál með vexti að ég er að verða algjört bakstursfrík. Yfirleitt hef ég ekki mikið nennt að baka, sökum leti og miklað það alltaf svo fyrir mér. En ekki lengur. Núna er ég alltaf bakandi og í dag byrjaði ég á jólabakstrinum. Bakaði ég dropakökur og svo eina súkkulaðiköku. Alveg þvílíkt kósí hjá mér, ein heima, með jólaljós og Bill Crosby og Connie Francis jólaplötur á fóninum. Gæti ekki verið betra. Nú verður bara fólk að drífa sig í heimsókn, svona loksins þegar maður á eitthvað með kaffinu ;)

Wednesday, November 22, 2006

mótmæli slyddu-upp(niður) með snjóinn

Eins og held ég flest alla daga, þá gerist ekkert hjá mér nema skóli og stöku djamm. Erum að fara að gera video núna, held það verði bara ágætt, þó mér finnist nú yfirleitt skemmtilegra að vinna með prent. Er komin með leiðbeinanda fyrir BA ritgerðina mína: Pólski plakatastíllinn og hvernig pólítískt umhverfi hafði áhrif á hann. Leiðbeinandinn heitir Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur og rithöfundur. Þekki ekki mikið til hans, þó mér skiljist að þetta eigi að vera nokkuð öflugur kall og góður penni. Vona bara að hann sé ekki leiðindapúki með prik upp í rassinum, og hafi þolinmæði fyrir fólk sem er ekkert alltaf að skrifa ritgerðir ;)
Fór á bekkjarskemmtun hjá Eyju á mánudaginn, krúttlegast í heimi. Þau voru búin að undirbúa söng og svona. Svo voru einhver skemmtiatriði sem voru geðveikt fyndin, þó þau ættu ekki að vera það, muhahaha. Neinei, þau voru voðalega dúllur. Jæja, ekkert meira svosum að segja, bæ í bili, fanney

Sunday, November 19, 2006

ég virðist vera á réttri hillu

Þar sem prófið er á ensku, þá kemur enska í númer 2, ætli það myndi ekki frekar gilda sem íslenska, sem er líka skrítið. Allavega, ætla hvort eð er að halda mig á listasviðinu ;)
You scored as Art. You should be an Art major! How bohemian!

Art

100%

English

92%

Sociology

92%

Dance

83%

Theater

75%

Journalism

75%

Mathematics

58%

Engineering

58%

Philosophy

50%

Biology

50%

Psychology

42%

Anthropology

42%

Linguistics

42%

Chemistry

33%

What is your Perfect Major? (PLEASE RATE ME!!<3)
created with QuizFarm.com

Tuesday, November 14, 2006

nýr póster


Hérna kemur enn eitt verkefnið. Þetta er plakat sem ég gerði fyrir skólann. Pupperetto er plat strengjabrúðuópera og fyrsta sýningin er La Divina Commedia.

Annars er ég bara að gera synopsis fyrir BA ritgerðina mína. Ég ætla að skrifa um pólska plakatastílinn, hvað annað ;). Ákvað bara að skrifa um það sem ég hef mestan áhugan á, hætta að hugsa um hvað ég geri í lokaverkefninu, því þetta tvennt þarf að tengjast. Ef maður skrifar um aðal áhugamál sitt, þá ætti að vera auðvelt að tengja það við lokaverkefnið í endann.

Friday, November 10, 2006

ótrúlegt

li>frétt af mbl

finnst þetta nokkuð merkilegt. Pæliði að eyða svona miklum tíma og sennilega peningum í stef sem á eftir að fara í taugarnar á flestum eftir að hafa heyrt það oftar ein einu sinni. Þeim væri nær að eyða peningunum í eitthvað gagnlegra en það!

Wednesday, November 08, 2006

Baywatch



Pæliðið ef það væri búinn til Baywatch söngleikur. Sé það alveg fyrir mér. Hægt væri að gera fullt af flottum dansatriðum með stelpum með stór brjóst í rauðum sundbolum, á venjulegum hraða og í slowmotion, og flotholtin væru mjög gott propps. Þetta myndi auðvitað vera rosalega visual sterkt, alveg eins og þættirnir voru, ekkert að flækja þetta með of flóknum söguþræði. Já, held þetta væri bara nokkuð gott.

Tuesday, November 07, 2006

nýjir linkar

Setti inn nokkra nýja linka í afþreying. Rene Wanner´s posterpage, er mjög skemmtileg síða þar sem hægt er að fylgjast með pósteragerð víðsvegar um lönd. Sjónvarpsefni er með glás af þáttum sem hægt er að horfa á online. Enjoy.

Monday, November 06, 2006

fallegt video

Sunday, November 05, 2006

leti og lambakjöt

Skrítið hvernig maður virkar. Því meira frí og tíma sem maður hefur því minna gerir mann. Það er allavega reynsla mín af þessu vikufríi mínu í skólanum, hef held ég gert allt annað heldur en að læra. Afleiðingar þessarar leti mun ég væntanlega finna fyrir í vikunni, það verður nóg að gera. Bæði er ný lota að byrja- og í þessari lotu er ég í ansi mörgum kúrsum, plús að það eru ritgerðarskil á miðvikudag og stór yfirferð á föstudag. Er farin að kvíða bærilega fyrir þessari viku. Gærkvöldinu eyddi ég í að gera ekkert- ætlaði að passa mig á að djamma ekkert svo ég gæti lært í dag. Held ég hefði frekar átt að eyða deginum í þynnku-held það hefði verið betri afsökun fyrir að byrja ekki á ritgerðinni. En var boðið áðan í mat til Kristínar, alvöru sunnudagssteik-lamb og kartöflur og allur pakkinn. Ekki oft sem maður fær svoleiðis. Jú, fæ reyndar nóg af kartöflum- lifi nánast á þeim, en einhver skortur er á lambinu. Gerði samt heiðarlega tilraun áðan til að reyna að gúgla einhverju fyrir áhrif miðla-ritgerðina. Ég ætla að skrifa um ljósritunarvélar sem miðil í grafískri hönnun. Rakst þá á þessa skemmtilegu mynd- verð að segja að ég myndi gefa mikið fyrir svona maskínu-ljósritunaráhugamanneskjan sem ég er. Sennilega geðveikt flott áferð á þessu.

Friday, November 03, 2006

crépes og borat

Ákvað að taka mig til áðan og elda crépes handa meðleigjendum mínum. Reynum að hafa "fjölskyldumat" einu sinni í viku, og komið að mér að elda eitthvað sniðugt. Crépesin heppnuðust bara ansi vel, þó þær væru ekki sem best útlítandi, þá bjargaði sósan því, namminamm. Hebbi var svo heppin að droppa í heimsókn einmitt þegar ég var að elda, þannig að hann fékk líka að gæða sér á kræsingunum. Við Hebbi fórum svo í bíó áðan, á myndina Borat. Það er bara ein fyndnasta mynd sem ég hef séð. Hlógum allan tíman. Rosaleg. Mæli eindreigið með henni. Allavega, hef svosum ekkert merkilegt að segja, bara rólegt og skemmtilegt kvöld. Góða nótt.
web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker