Tuesday, September 26, 2006

moonlights daydream

...er geðveikt lag. Allavega, var í yfirferð með leturpósterinn í gær og gekk minni ekki svo glimrandi vel. Verkefnið var að sýna letrið sem við erum búin að vera að ströglast við að gera, nafnið á letrinu er fyrirsögnin og svo formheimurinn sem passar við letrið. Hér er minn póster:

Já, vinsamlegast kommentið og segið mér hvað plakatið er flott. Fæ ekki alveg nógu mikið af því hérna, eða kommentum yfirleitt.
Annars er ekkert merkilegt að frétta, hausinn á mér er bara yfirfullur af hugmyndum fyrir næsta verkefni. Eigum að halda áframa að vinna með letrið okkar- búa til fyrirtæki sem passar við letrið-lógó og branding. Vil ekki segja alveg hvað ég ætla að gera en get nefnt nokkur stikkorð: dark, goth, mystík, marionettes, dante, o-ópera...vúúú. Verður spennó, get lofað því.
Jú, var að byrja að lesa Dýragarðsbörnin, skömm að því en ég hef víst aldrei lesið þessa bók. Er svo mikill kortalúði, sit hérna með berlínarkortabókina mína við hliðina á mér, og hef hana tilbúna til að glugga í, þegar ég sé óþekkta staði. Þetta er nefnilega helvíti magnað að hafa svona nákvæmt kort. Er yfirleitt alltaf með landakortabókina mína hjá mér þegar ég les bækur sem gerast í öðrum löndum, en hef ekki haft svona nákvæmt kort áður, anskoti gaman :)
Jæja, ætla að halda áfram að lesa, bæbæ og munið-komment!!!

Saturday, September 23, 2006

atvinna óskast

nei, ég er ekki að leita að vinnu, vil bara vera letingi í skóla og á námslánum, ekki að ég hafi ekki nóg að gera. En aftur á móti rak ég augun í þessa auglýsingu í fréttablaðinu í morgun og fannst þetta vægast sagt fyndið.Hver vill ekki ráða þessa konu í vinnu?

Sunday, September 17, 2006

Helgin

Mæli ekki með því að drekka rósavín, hvítvín, bjór og viskí sama kvöldið.

Thursday, September 14, 2006

pósterinn minn

Gerði þetta píanóplakat í kúrsinum hjá Niklaus Troxler. Það er búið til með stenslum og sprayi. Fleiri myndir af sýningunni eru á Flickr síðunni minni.

Wednesday, September 13, 2006

þreytt en hamingjusöm

Jæja, kláruðum pósterkúrsinn með sýningu í dag. Þar sem ég, Ragna, Kristín og Úlfur vorum svo afskaplega dugleg að klára okkar plaköt í gær, þá fórum við í smá hópavinnu í dag. Kennarinn vildi að við myndum nú fara og flippa smá, en þar sem við vorum öll orðin dáldið þreytt, þá ákváðum við að brjóta þetta dáldið upp og fara í svona stöðvar. HVer okkar myndi vera með einn lit, svo myndum við öll gera eitthvað á hvert plakat, fórum bara hringinn. Náðum með þessum hætti að gera 12 plaköt á mjög stuttum tíma og sum þeirra voru bara frábær. Verð ég að segja að þetta sé í fyrsta skiptið á ævi minni sem mér þykir virkilega gaman í hópavinnu.
Á sýningunni var bara ansi gaman og ótrúlegur árangur og slatti af plakötum sem var þar, miðað við 3ja daga workshop. Finnst ég hafa lært svo ótrúlega mikið af kennaranum mínum, og er ég ekki frá því að ég sæki um í Stuttgart á sama tíma og ég sæki um í Póllandi. Frábær kennari og ótrúlega hæfileikaríkur. JÆja, nú er ég þreytt og ánægð eftir þessa törn, enda búin að gera mjög mikið seinustu daga. Jæja, best að fara að horfa á Rockstar, þori samt að veðja að Magni dettur út núna og að valið verði á milli Dilönu og Toby, eða Lucas og Toby, eða eða eða, jæja, þetta kemur í ljós, erfitt að segja, góða nótt.

Monday, September 11, 2006

pósterkreisíness

3 prófessorar frá Berlín mættu í dag. EInn þeirra heitir Henning Wagenbreth, sem vill svo til að var kennarinn minn útí Berlín. Þrátt fyrir að okkur kom ekkert allt of vel saman alltaf, þá virtist hann voðalega ánægður að sjá mig. Annar þeirra heitir Niculous Troxler, og það fyndna er að ég kannaðist nú bara við hann. Hitti hann á Póstersýningu í Berlín og vorum við þá einmitt að tala um skyrtuna hans, sem er ein sú allra flottasta og skrautlegasta sem ég hef séð. Hann mundi nú bara eftir mér þegar ég minntist á það, lítill heimur. Sá þriðji Gerwin Smith, hef ég nú aldrei hitt fyrr en í dag. Þeir eru hér komnir til að halda pósterworkshop fyrir 2.og 3ja árs nema í grafískri hönnun. Þurftum við að velja einn kennara, og valdi ég Troxler enda fílaði ég verkin hans best. Er ég því komin í stenslagerð, sem er bara challenge þar sem ég hef aldrei unnið með stensla. Fór svo í dag að kaupa mér spreybrúsa, og verð ég að segja að þetta er mér heimur sem hefur verið hulinn þar til nú. Keypti tvo brúsa, og svo þurfti ég að velja tappa á brúsana, og stærðina á þeim. Meikar alveg sens, en hef bara aldrei á ævinni pælt í þessu. Mjög skemmtilegt. Allavega, er rosalega spennt yfir þessum kúrs, og held ég eigi eftir að gera geðveikt töff plakat, svo bara blessbless

Tuesday, September 05, 2006

leturkrísa

JÆja, rauða kommóðan kom vel út, en skrifborðið fékk ekki alveg litinn sem ég var að vonast eftir, en ég lét það duga. Nenni ekki að mála meira. Gat líka loksins í dag, farið að taka upp úr kössum og svona, þannig að núna er herbergið bara orðið ansi fínt. Vantar bara að setja stóru myndina mína sem ég gerði í Berlín upp á vegg, en það verður erfitt þar sem hún er ja, bara dáldið mikið stór. En athuga hvort það verði ekki hægt að troða henni einhversstaðar.
Er bara á fullu að búa til letur. Er alveg ferlega rómantísk og er að gera þvílíkt gamaldags og fallegt letur, en er samt í smá krísu, þar sem ég fékk ekkert alltof góða gagnrýni í dag, og þarf því að vinna mikið fyrir föstudaginn, við að samræma stafina og svona. Er eiginlega dáldið boring að gera letur, maður er í rauninni alltaf að teikna sömu serifina aftur og aftur, bara með smá tilfærslum, efast um að ég verði stórtækur leturgerðarmaður í framtíðinni. Verður gott að fara í vikufrí frá þessu í næstu viku, en þá koma 3 þýskir hönnuðir og verða með pósterworkshop fyrir okkur og 2.árið í viku. Þar á meðal verður minn "yndislegi" kennari frá Berlín, Professor Henning Wagenbreth. Lítill heimur. En það verður ágætt að hitta kallinn, þó hann sé ekki minn uppáhalds kennari, þá er hann ágætur maður.
Annars fékk ég hræðilegar fréttir frá Berlín. Oskar, naggrísinn hennar Andi er látinn. Ég syrgi hann mjög, enda ekki til sætari og klárari naggrís í heiminum. Einna mínútu þögn handa honum..........

Sunday, September 03, 2006

flutt!!!

Jább, flutti inn í gær. Að sjálfsögðu voru elskuleg systkinin mín til í að hjálpa, og fékk ég bílinn hjá Gunna og tvær sterkar hendur frá Hebba og Elínu. Þetta er bara orðinn vani hjá mér á þessum tíma árs....Laufin fara að falla, skólinn er að byrja....og Fanney flytur, 3ja árið í röð, og verð ég að segja að við erum orðin nokkuð góð í þessu.
Nú er samt allt í drasli í herberginu mínu, því ég fékk þá hugdettu að mála húsgögnin mín, málaði kommóðuna mína eldrauða, og verð ég að segja að sá litur er bara nokkuð ævintýralegur og fallegur á henni. Svo er skrifborðið mitt í þeim prósess að verða svarbrúnt, en ég veit ekki alveg hvernig það á eftir að takast, kemur í ljós. Annars sá ég alveg fyrir mér að þetta yrði alveg stórskemmtilegt, en satt að segja finnst mér þetta hundleiðinlegt, enda þurfti ég að grunna húsgögnin fyrst og mála svo tvær umferðir. Svo þarf ég geðveikt að passa að ekkert fari í parkettið, því ég er ekki með bílskúr, þannig að það eru svartir plastpokar út um allt. Svo er ég náttla svo heimsk að gleyma að kaupa terpentínu, þannig að ég er öll út í málningu, meira að segja með einn klístraðan lokk í hárinu, auðvitað. EN þetta verður allt voðalega fallegt þegar þetta verður tilbúið.
Annars svaf ég í nýja rúminu mínu í fyrsta skiptið. EKki laust við að ég fengi nett víðáttubrjálæði. Átti eiginlega erfitt með að sofna, því mér fannst ég ekki vera að nýta plássið nógu vel. En ég held að það venjist fljótt, eyði bara vetrinum í rúminu held ég :).
Jæja, held ég fari nú að sofa, góða nótt
web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker