Tuesday, February 27, 2007

komin aftur heim


Jæja, þá er Berlínarferðinni lokið. Hún var fín, þó hún væri nú ekki eins og ég ætlaði mér. Óvænti parturinn var að ég varð fárveik á miðvikudagskvöldið og því fóru fimmtudagurinn og föstudagurinn til spillis. Fékk í framhaldinu aftur þetta óþolandi kinnholuslímógeðiskvef sem ég var með fyrir mánuði síðan, þannig að ég er komin með óþolandi hósta og bólginn háls. Fyrir utan þetta, þá var gaman í Berlín. Eyddi samt mestum tíma í að hanga á veitingahúsum og kaffihúsum með vinum mínum og kjafta. En þannig átti það líka að vera, hitta skemmtilegt fólk og fara á uppáhaldsstaðina mína í Berlín. Annars hefur voðalega lítið breyst, fann það þegar ég kom. Leið svolítið eins og ég hafi aldrei farið frá Berlín og dálítið eins og ég væri að fara heim. Vissi ekki að ég hugsaði þannig um Berlín, en veit það núna.
Ráðgáta ferðarinnar er hvernig í ósköpunum ég fór að því að sofa á þessari ömurlegu dýnu í 4 mánuði. Dáist að fortíðarsjálfri mér. Voru ekki beint góðir endurfundir þar. Keypti ekkert rosalega mikið úti en ég keypti hönnunarbók febrúarmánaðar. Ákvað að splæsa á mig bók í dýrari kantinum, þar sem sú bók yrði óneitanlega ódýrari í Berlín heldur en ég hérna. Bókin heitir "New Masters of Poster Design". Stór og fín bók með fullt af fínum hönnuðum. Reyndar er einn kennarinn minn frá Berlín, Jianping He, í henni, kom skemmtilega á óvart. En hérna fyrir ofan er mynd af bókinni. Jæja, ætla að hanga heima í dag og horfa á alla þættina sem ég missti af í seinustu viku ;)

Sunday, February 18, 2007

Berlín og bollur

Jæja, þá fer ég til Berlínar á morgun, við hæfi að það sé á bolludaginn, þó það séu nú ekki berlínarbollur sem við Íslendingar hámum í okkur á þessum tiltekna degi. Annars var þetta bara mjög afslöppuð helgi. Horfði nú á Eurovision í gær, að sjálfsögðu. Var þó nokkuð sama hver færi í ár, var ekkert sérlega hrifin af neinu laganna. En Eiríkur er nú alltaf svo svalur, þannig að ég var ágætlega sátt.

Annars er ég alltaf jafn ósátt hversu fáir nenna að commenta á mig. Vil nú alveg breytingar þar. Veit að einhver les þetta blogg, ´því ég er með svona tracker sem er alveg stórskemmtilegur. Get meira að segja séð hvaða leitarorð fólk notaði sem lét þau enda á síðunni minni. Eitt orð, sem kemur trekk í trekk er "fatalitun". Greynilega að fólk vantar upplýsingar um það efni. Get því svarað þessu fólki að hægt er að kaupa svona fatalit fyrir þvottavélar í búsáhaldarbúðinni á skólavörustígnum og í árbæ. Þá er það komið á hreint.

Jæja, blogga sennilega ekkert fyrr en eftir Berlín. Eigiði góða viku.

Saturday, February 17, 2007

FÍT

Í gær fór ég á FÍT verðlaunin, þar sem ég fékk eitt stykki viðurkenningun í nemendaflokki. Ómar í bekknum mínum fékk líka viðurkenningu en einhver akureyrarstelpa vann. Annars fékk ég það scoop frá einum dómaranna að ef ég hefði sent "the fish funeral" í myndskreyingarflokkinn, þá hefði ég rústað honum.
En hvað hef ég að gera með einhverja styttu af drukknandi manni, sem er ekki einu sinni nógu þung til að notast sem bókastoð.

Wednesday, February 14, 2007

bleyjur og garamond

Um daginn þegar ég var að hanga á Google, datt mér í hug að það gæti verið sniðugt að athuga hvort að "garamond-fetish" væri algengt. En þegar ég var að gera ritgerðina mína, þá stóð ég oft sjálfa mig að því að fá unaðshroll þegar ég sá hvað Garamond fer einstaklega vel í miklum texta. Fyrir þá sem ekki vita, þá er Garamond letur hannað af frakkanum Claude Garamond á 16.öld. Þetta er eitt uppáhaldsletrið mitt og nota ég það alltaf þegar ég geri ritgerðir og núna seinast þegar ég gerði heimasíðuna mína. Allavega, ég fann ekkert um "garamond-fetish" á netinu, en aftur á móti fann ég einkar áhugaverða grein um "diaper lovers" eða "diaper fetish", en á íslensku væri það bleyjufetish. Hægt er að lesa meira um þetta á wikipediu og hér er partur úr greininni:

"A central practice to AB/DL is wearing a diaper. Many AB/DLs like to "wet" or urinate diapers, and a smaller number[8] like to "mess" or defecate in them. Others do not because they find such practices disgusting, do not enjoy it, do not want to go through the cleanup afterward, or wouldn't be able to without being obvious. Some AB/DLs have difficulty wetting their diapers when they want to, as the result of overtrained bladders or paruresis.

A common compromise between wanting to wear diapers and needing to go about daily life is to wear diapers under normal clothing. When diaper lovers do so, it is in their everyday mindset, as opposed to an infantile one. A few adult babies wear diapers all the time, and may seek to develop enuresis or urinary incontinence. The level of enjoyment in wearing diapers all the time is mixed, and it may have lasting effects; some adult babies have found that the enjoyment diminishes rapidly when the need to wear diapers is always present.[9] Other AB/DLs enjoy wearing diapers intermittently more than they would enjoy wearing them all the time."

Ég verð að segja að ég elska internetið. Hvar annar staðar fengi maður svona upplýsingar. Mér finnst ég bara nokkuð eðlileg núna með mína garamondfetish.

Tuesday, February 13, 2007

Ekki

Ótrúlegt hvað orðið "ekki" breytir ótrúlega miklu í setningu. Í gær eftir að hafa verið í miklu stressi allan daginn við að fara að skila ritgeðrinni, og búin að skila. Þá fatta ég að það er "ekki" í setningu þar sem það átti ekki að vera. EKki gott. En fékk að koma í morgun og skipta út blaðsíðum, skipti reyndar út öllum blaðsíðunum því prentarinn prentaði svo illa í gær, og gat því líka breytt ýmsum formlegheitum sem ég gleymdi og hefðu dregið mig niður. Smáatriði eins og efnisyfirlit og númeraðar blaðsíður,hmm. EN allavega, nú er hún orðin fín og vonandi bara að ritgerðin sé glimrandi góð.

Saturday, February 10, 2007

sögur úr bakaríinu

Þegar ég fór í bakaríið um daginn, þá var ég afgreidd af hobbita. Hann var ljúfur og góður í afgreiðslu og var eitthvað undarlega heimilislegt að fá brauðið sitt afgreitt af hobbita. Er ég ekki frá því að brauðið hafi jafnvel smakkast betur. Áðan fór ég í bakaríið og sá að hobbitinn var að vinna. Var ég að sjálfsögðu gífurlega ánægð, enda handviss um að fá einstaklega gott brauð. En nei, í staðinn kom til mín stórvaxinn ljóska og afgreiddi hún mig á stuttarlegan hátt. Hún meira að segja lét mig frá brauðið í bréfpoka, en þá harðnar brauðið miklu fyrr. Svo skammaði hún hobbitann fyrir eitthvað smávægilegt með sínum austurevrópska hreim. En þegar ég hugsa um það, þá gæti hreimurinn alveg eins verið frá Mordor...

Friday, February 09, 2007

kaffiboði ógurlega afstaðið

Svo var það alls ekkert svo ógurlegt, enda ekkert gífurleg mæting. En þetta var samt ágætis dagur og gaman að láta "yngri" krakkana af 1. og 2. ári í grafík dást af verkunum okkar, en þau komu í hrönnum til að sníkja kleinur og kaffi.
Annars er ég bara ótrúlega þreytt. Komin með portfólíu og komin með vefsíðu, sem ég vona að allir hafi skoðað :) Nú er það bara BA ritgerðin sem er alveg að klárast. 2 verk af 3 komin. Get ekki beðið eftir að fara til berlín þann 19. til að anda og slaka á.

Thursday, February 08, 2007

heimasíða!

Finnst ég svo important. www.fanneysizemore.com er komin í loftið. Ætla að vera dugleg að fylla á síðuna og ekki virkar allt ennþá sem skildi, en eitthvað er þarna. Góða skemmtun.

Saturday, February 03, 2007

Dæmd til að læra

Þessa daganna á orðið "lær-dómur" mjög vel við. Næsta vikan fer í ekkert annað en ritgerðarsmíð, portfólíugerð og stress.
web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker