Tuesday, May 27, 2008

blogg

"Bloggaðu stelpa"! Segir Elín. En sannleikurinn er sá að ég hef ekkert að segja. Hver dagur rennur út í eitt, og það eina sem gerist er ekki eitthvað sem ég vil deila með öllum heiminum. Sumarið er komið í Kraká, já, veðrið, það er alltaf svo gaman að tala um það. Veðrið jú, það var voða gott í dag. Sól og sumar. Ég eyddi sumardeginum í góðum skugga fyrir utan Alchemiu þar sem ég skrifaði bréf til sjálfrar míns á íslensku og talaði við góða vini. Get sagt að ég sé komin með vinnu í sumar. Mun eyða sumrinu ofurhress ALLTAF hjá ÍTR í fellahverfi. Vona að þeir séu með gott legó... hmmm Eurovision, horfði ekki á það, sá þó íslenska atriðið í forkeppninni. Ferlega ömurlegt, en auðvitað hefðum við átt að vinna eins og alltaf. Nei, held ekki að það sé austurevrópskt samsæri að Rússar unnu. Held það séu bara tapsárir bjánar sem halda það. Pólskunámið-enn jafn ógeðslega leiðinlegt, en samt sem áður er ég komin með ferlega góðan hreim (samkvæmt pólverjum) og á auðveldara með að tala, þökk sé alltof miklu barrölti ;)

2 Comments:

Blogger Sölvinn said...

Frakkar áttu samt eina alvöru lagið. Allt annað sem ég heyrði, og það var að vísu ekki allt, hljómaði eins og brandari við hliðina á franska laginu.

28 May, 2008  
Anonymous Anonymous said...

er hjartanlega sammála sölva. allt var ömurlegt nema franska lagið. reyndar fannst mér spænska lagið svoldið fönkí.
kv. elín

28 May, 2008  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker