Friday, December 29, 2006

nóg komið, farin að sofa

ok, hættu þessu Fanney, farðu að sofa. Þegar maður er farin að lesa sitt eigið blogg spjaldana á milli, þá er eitthvað að!!! Hvað þá þegar maður fer að blogga um það. Góða nótt!!!

um svefn og internetið

Eitt það skemmtilegasta og þægilegasta og yndislegasta sem ég geri er að sofa. Ég á yndislega þægilegt rúm með tveimur sængum og 3 koddum og það er vel staðsett undir glugga(því ég vil hafa ískalt og ótrúlega ferskt loft í herberginu mínu). Samt er ég svo oft að þrjóskast við það að fara að sofa. Það eru alltaf öfgar í þessu, annaðhvort sef ég alltof mikið, eða ég hangi langt fram á nótt við að, hvað, hanga á netinu! Hvers konar lúði er ég? Ekki það að ég hafi neitt sérstakt að gera, ég tékka bara á meilinu og myspace á klukkutíma fresti, þó ég eigi ekki von á neinu meili eða skilaboðum. Ég skoða öll blogg hjá öllu mögulegu fólki sem ég þekki, þó ég hafi engan áhuga á því hvað er að gerast hjá þeim. Og ef illa fer fer ég að gúgla öllu sem mér dettur í hug eða les eitthvað rugl á wikipediu. Er þetta dæmi um að vera internetfíkill, eða hef ég bara alltof mikinn tíma í þessu jólafríi?

Tuesday, December 26, 2006

jólin

Þessi jól eru nú ekki lengi að líða, er asnalegt að segja að ég hafi komist í jólaskap þegar ég opnaði pakkana? En það er samt satt, fékk satt að segja dáldið mikið af pökkum í ár og nánast allt sem ég bað um :) Þakka fyrir mig. Þess má geta að Hebbi og mamma gáfu mér 5000 kr inneign hjá icelandexpress, þannig að nú er ég komin með langt upp í fargjaldið fyrir bakaleiðina. Þetta virðist ætla að verða ódýrasta utanlandsferð sem sögur fara af, eða allavega mín saga fer af ;) Annars finn ég að ég má ekki taka mér frí, upp á slappleika og kvef að gera. Um leið og ég þarf ekki að vakna kl 7 á hverjum morgni, þá fer ég að verða veik. Hrikalegt að skemma fríin manns svona, en samt skárra en að missa úr skóla eða vinnu fyrir veikindi. Þoli það ekki. En ég hrissti þetta af mér. Jæja, nenni ekki að tala meira, vildi bara segja gleðileg jól,hér kemur það: GLEÐILEG JÓL!!!

Saturday, December 23, 2006

þorláksmessa

Í dag hefði ég átt, samkvæmt hefðinni að vera hoppandi og skoppandi af jólaskapi. En eitthvað gerðist þetta árið, sem veldur því að jólin voru allt í einu komin og ég fann ekki fyrir því. Yfirleitt hefur það að labba niður laugaveginn á þorláksmessu og hlustað á lúðrasveitir og fengið tár í augun af hamingju gert útslagið, en ekki í þetta skipti. Ég snéri bara upp klapparstíginn og lét alla jeppana úr grafarvoginum sem skyndilega gerðu innrás í miðbæinn fara í taugarnar á mér. Kannski er ég að verða fullorðin? Eða er ég kannski bara orðinn fýlupúki?

Wednesday, December 20, 2006

timing is everything

Komst loksins á msn í fyrsta skiptið í tvo og hálfan dag. Er búin að vera að reyna að laga þetta, en ekkert virtist virka. Kom bara eitthvað error og að ég ætti að prófa að laga eitthvað proxy dót og firewall og allt þetta óþolandi drasl. Prófaði að uninstalla messenger og fá mér nýjan, en það skipti ekki neinu máli hvaða anskotans stillingum ég breytti, ekkert virkaði. Svo prófaði ég að googla errrornúmerinu. Vildi að ég hefði gert það fyrr, því ég komst að því, að því ég hafði verið að skoða dagatalið í tölvunni minni, þá hafði ég óvart stillt á febrúar í stað desember, og hvað haldiði en að það hafi skipt svona miklu máli. Msn er komið í lag!!! Er alveg óhemju ánægð að hafa lagað þetta, en verð að viðurkennast að ég er dáldið pirruð...

ja hérna

Ekki það að ég byggist við einhverju, en bjóst eiginlega ekki við þessu:

You scored as Goth. Your A Goth!

Goth

65%

Prepy

40%

Trendy

35%

Emo

30%

Rocker, Mosher

25%

Chav, Townie, Rude Boy, Ned, Kev

15%

Skater

10%

What Group Are You? Chav, Rocker, Skater, Emo, Goth, Trendy, Prepy Ect
created with QuizFarm.com

allt að verða vitlaust

Veit ekki hvað gengur á, held að tölvan mín og internetið eigi í stríði. Þessi nýji server, sem ég var nú farin að sætta mig við er að gera mig geðveika, og vírusvörnin mín hann Gísli Marteinn er líka að gera mig geðveika. Allar síður á internetinu virðast vera stórhættulegar og núna virkar msn-ið ekki heldur. Held það eigi að eyðileggja fyrir mér jólin :(
Annars ákvað ég að vera súper spontant í gær og pantaði mér flug til Berlínarborgar 19.febrúar. Stóðst ekki heita pottinn hjá Express, enda fékk ég flugið aðra leiðina á 6000 kr með sköttum og forfallatryggingu og þar sem ég átti 5000 kr ferðaávísun, þá má segja að ég hafi fengið flugið frítt. Þarf því bara að bíða í 2 mánuði eftir að komast í frí frá klakanum. 2 mánuðir sem verða leeeeengi að líða, eða ekki þar sem ég hef alltof mikið að gera í skólanum. Annars má þess geta að ég skilaði því sem skila þurfti fyrir BA ritgerðina núna, og vonandi bara að hann Aðalsteinn verði alveg 2 vikur að fara yfir þetta, svo ég geti slappað af í jólafríinu.

Tuesday, December 19, 2006

lærdómsleti

Ég ætti að vera að læra, á að skila 2 bls góðri grind fyrir BA ritgerðina mína á morgun, en ég er ekki byrjuð. Að vísu er ég búin að lesa slatta af þessu efni, en á eitthvað svo erfitt með að byrja. Enda er ég búin að gera allt sem ég get í dag, til að læra ekki. Fyrst kom Elín í heimsókn, svo lagaði ég ótrúlega vel til í herberginu mínu og endurraðaði öllum bókunum. Svo fór ég að hangsa með Rögnu, svo þegar ég kom heim bakaði ég pizzu fyrir mig og Jeppe og horfði svo á Veronicu Mars. Veit ekki hvað ég gæti gert meira, fyrir utan að læra! Kannski ég sleppi því bara í kvöld og vakna snemma á morgun og vinn undir pressu. Hef komist að því að það virðist henta mér þegar kemur að ritgerðum ;)

Monday, December 18, 2006

líffræðilega grafískur hönnuður

Skrítið hvernig mannslíkaminn fer að aðlaga sig að breyttu umhverfi. Ég sem tilvonandi grafískur hönnuður er komnin með hart skinn hjá olnboganum, þá er ég ekki að tala um olnbogann sjálfan eins og flestir eru með, heldur á ca 6x6 cm svæði fyrir neðan olnbogann þar sem ég kvíli hendurnar þegar ég er í tölvunni. Pínku krípí verð ég að segja. Ætli einhver önnur áhrif af vinnu minni eigi eftir að hafa áhrif, fyrir utan kíttar herðar og starandi augnaráð. Kemur í ljós.

Sunday, December 17, 2006

pökkum drasli

helgin er búin að vera skemmtileg, fór með Kristínu á Sirkus á föstudaginn þar sem ég dansaði allt kvöldið, mjög gaman og skemmtileg tónlist. Í gær fór ég svo og hitti pabba og Elínu og um kvöldið eldaði ég fyrir meðleigjendur mína og fór svo á Trabant tónleika. Hef aldrei séð Trabant áður á tónleikum, þeir voru bara nokkuð skemmtilegir. Við Jeppe, mættum þó svo snemma að við þurftum að hlusta á nokkrar misvondar hljómsveitir á undan, þar á meðal hryllingshljómsveitina Steedlord, sem ég á mjög erfitt með að skilja afhverju er svona vinsæl. En það virðist almennt viðurkennt að drasl í flottum, glansandi umbúðum sé gott. Munum það fyrir jólin ;)

Monday, December 11, 2006

steinakökur

Eins og áður hefur komið fram, þá er ég búin að vera ansi dugleg að baka undanfarið. En verð að segja að baksturinn hefur tekist misvel. Gleymi ekki ógeðslegasta súkkulaðikremi sem nokkur manneskja hefur búið til, og svo í dag bjó ég til steinakökur. Reyndar áttu þetta að vera mjúkar og girnilegar súkkulaðibitakökur, en enduðu sem grjótharðir sykurklumpar, voru nákvæmlega eins og kökurnar sem Hagrid bakaði alltaf og tróð ofan í Harry Potter og félaga.
Annars er ég búin að eyða helginni í "rugl", rall bæði á föstudag og laugardag, kolaport og bókasafn(þ.e ekki ritgerðarbækur,hehe) og kökuát hjá mömmu í gær og svo deginum í dag eyddi ég í hangs með Aðalbjörgu. Verst er að ég á að skila 1800 orða ritgerð fyrir siðfræði á morgun kl 3 og er ekki byrjuð, vúpsí. EKki að það sé neitt nýtt hjá mér að gera ritgerðirnar á seinustu stundu og alltaf reddast þetta einhver vegin. Aðal atriðið að ég nái kúrsinum. Annars er það svo skrítið að mig hlakkar til að gera hina ritgerðina sem ég á að skila fyrir heimspeki og hönnun á fimmtudag. Er búin að vera að hugsa um hana í meira en viku, en samt ekki byrjuð því að ég ætlaði að gera hina ritgerðina fyrst, haha, alltaf er maður jafn bjartsýn. En ég hef ekki áhyggjur af henni, geri hana bara á miðvikudag og svo fæ ég nokkurn veginn frí, jibbí.

Saturday, December 09, 2006

Endurheimt 105

Í gær var partí í skólanum, í 105, sem var gaman. Höfum ekki mátt halda partí þar þennan vetur, en í gær var gerð undantekning, sem þýddi talsvert meiri mætingu, heldur en hefur verið þennan vetur. Fórum svo í bæinn, nánar tiltekið á kaffibarinn, og var bara mjög gaman. Helga var þar líka, en hún var orðin dáldið óstöðug um 3 leitið, þannig að ég krafðist þess að labba með hana heim, þess má geta að hún á heima í skipholti hjá Pítunni, þannig að ef ég er ekki besta vinkona í heimi, þá veit ég ekki hvað. Labbaði með hana heim, svo labbaði ég til baka, og ég var ekki komin heim fyrr en að verða 5! ÞEss má geta að það tók ekki nema 20 mín að labba til baka frá Helgu.
Í gær hitti ég leiðbeinandann minn, hann Aðalstein INgólfsson í fyrsa skiptið. Kom mér skemmtilega á óvart, að hann er mikill áhugamaður um pólsk plaköt og veit bara ansi mikið um þau. Enda var hann ekkert smá spenntur að einhver skildi ákveða að skrifa um það BA ritgerð. Í dag, hefst "jólafríið" mitt, og hyggst ég eyða helginni í algjört rugl, og láta alvöru lífsins, þ.e ritgerðarskrif hefjast á mánudaginn. Það er það minnsta sem maður getur gert :)

Monday, December 04, 2006

bjartari dagar

Eftir alltof langan nóvember, þá virðist ég vera að vakna á ný. Ástæða, kannski kæruleysi og mikið fyllerí um helgina, desember og jólaskreytingar, kannski allt tvinnað saman. Fór í sund áðan, ótrúlega hressandi og róandi í senn. Skrítið hvernig maður er allt í einu í öðrum heimi, svona ofan í vatninu, svo mikil þögn og birtan svo falleg, svo kemur maður upp aftur, og maður finnur aftur fyrir raunveruleikanum. Er full af hugsunum um óraunveruleikann í raunveruleikanum, held ég skrifi um það ritgerð fyrir heimspeki og hönnun. Eins og ég hata ritgerðir, þá hlakkar mig til að skrifa þessa. Videoið mitt virðist vera að koma saman, held það verði nokkuð fallegt, kannski maður pósti því á youtube og öðlist frægð og frama, eða bara pósti því á youtube. Kemur í ljós. Er farin að þrá að fara til Berlín, bara í viku, slaka á, hitti vini mína, komast af Íslandi. því meiri tíma sem maður eyðir frá Íslandi, því meira þráir maður að fara frá því. Sakna samt alltaf Íslands þegar ég er búin að vera lengi úti. En það endist yfirleitt ekki lengi. Ætla að reyna að fara út í Febrúaar, eftir BA ritgerðarskilin, þrátt fyrir að hafa ekki efni á því. Reload, svo ég geti gert flott lokaverkefni. bæ í bili.

Sunday, December 03, 2006

skemmtilegt próf

er ekki frá því að það sé ýmislegt til í þessu

Your Power Color Is Indigo

At Your Highest:

You are on a fast track to success - and others believe in you.

At Your Lowest:

You require a lot of attention and praise.

In Love:

You see people as how you want them to be, not as how they are.

How You're Attractive:

You're dramatic flair makes others see you as mysterious and romantic.

Your Eternal Question:

"Does This Work Into My Future Plans?"

kæruleysi

ákvað að slá helginni upp í kæruleysi, þannig að það var ekkert lært en mikið drukkið, kannski of mikið á köflum, allavega frekar ónýt í dag. Þessi vika er sú seinasta fyrir "jólafrí", get þó hlakkað til að fá að sofa út, jeiii. Þetta verður þó erfið vika, þarf að klára video fyrir föstudaginn, úff, er svo engan vegin búin að vera nógu dugleg, vona bara að þetta komi nógu vel út. allavega, bæbæ
web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker