Sunday, October 05, 2008

Farin aftur :)

Eins og sjá má þá var sumarið fremur viðburðarsnautt, þar sem ég skrifaði bara eina færslu. En þar sem ég er nú komin aftur til Póllands, þá ákvað ég að skrifa nokkrar línur. Flaug sem sé til Berlínar 15.september og eyddi 9 dögum þar. Var með íbúð í láni hjá vinkonu minni mest allan tíman, sem var hreint út sagt frábært. Það var ofurnæs að hanga í Berlín. Stór partur af Kraká-vinum mínum búa í Berlín núna, þannig að það var mjög furðulegt að blanda saman Krakávinunum og Berlínarvinunum en samt fínt. Fór á tónleika með The Charlatans, sem var ótrúlega gaman. James er vinur söngvarans, og hann reddaði okkur miðunum. Fengum líka að hitta söngvarann, sem var úber næs gaur. Ég, James og Julien keyrðum svo 24. til Kraká. Það tekur ekki nema um 7 tíma, sem er talsvert betra heldur en lestin sem er 10 tíma. Það var mjög fyndið að fara yfir landamærin, þýska autobahnið er fullkomið, en um leið og maður kemur yfir til Póllands, þá líður manni eins og maður sé í þvottavél. Talandi um að finnast maður vera að yfirgefa siðmenninguna :)
Það var ótrúlega skrítið að koma aftur til Kraká, en vandist þó fljótt. Miria vinkona mín komst inn í Jagiellonski, þannig að hún býr í herberginu mínu með mér núna. Við og Giles vinur minn erum núna að leita að íbúð saman. Þrátt fyrir að ég elski herbergið mitt, þá er ég komin með ógeð af eldhúsinu. Agnieszka meðleigjandi er ekki sú hreinlegasta. Skólinn byrjar svo loksins á þriðjudaginn. Verð bara í skólanum á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum, þannig að ég verð alltaf með langa helgi :) Gott ef mér skyldi detta í hug að skreppa í ferðalag. Verð að sjálfsögðu að vinna mikið sjálf, en mér líst rosalega vel á kúrsana mína. Verð mest í plakötum að sjálfsögðu, en svo tek ég líka tréristukúrs og ljósmyndun. Svo verð ég líka að taka listasögu. Kvíðir pínku fyrir því, en Stian vinur minn segir að þeir séu mjög mellow, og ég fái sennilegast að skrifa ritgerðina á ensku. Allavega, verð svo duglegri að skrifa aftur þegar eitthvað gerist :)
web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker