Thursday, August 31, 2006

make room for rúm

Í gær keypti ég mér nýtt rúm-jibbí. Þar sem ég er fátækur námsmaður, þá ákvað ég að fara þá leið að skanna mbl.is í leit að vel með förnu notuðu rúmi, og hvað haldið en að ég hafi ekki gert reyfarakaup. Rúmið virtist ónotað, 160 cm, tvær þykkar springdýnur á 5000 kall. Jebb, góð kaup þar. Eina sem ég hef áhyggjur af er að nýja herbergið mitt sem ég flyt í á laugardaginn verði dáldið troðið, en það er allt í lagi, á meðan ég hef nóg pláss til að sofa :)

Wednesday, August 30, 2006

Leoncie í Eurotrash

Viljum við ekki öll vera eins og Leoncie

Monday, August 21, 2006

frábært borð

Byrjaði í skólanum í morgun. Eftir að hafa kviðið því í 3 vikur-eða bara allt sumar að fá ótrúlega lélegt vinnustofuborð, einhvers staðar útí horni,þar sem er þungt loft og engin birta, þá mætti ég hress í morgun og nei sko, ef ég er ekki bara fyrst með Kristíni á staðinn. Ég fékk því borð sem gæti ekki verið betra, við gluggann, þannig að ég get stjórnað loftstreyminu, mikil birta, fullt af innstungum sem ég get einokað. Er samt á góðum stað, nálægt öllum í grafíkinni þannig að ég missi ekki af mikilvægum tilkynningum og svona. Þarna var sko þungu fargi af mér létt.
Þeir sem halda að ég sé að ýkja, hættið því. Þetta borðamál er nefnilega stórt mál, sérstaklega á lokaárinu. Við höfum nefnilega okkar eigið borð, sem við eigum eftir að eyða miklum tíma á, og það er ekki gott að fá vont borð.
T.d í fyrra, þá fékk ég ekkert sérstakt borð. Var við gangveginn, þannig að allir sáu auðveldlega hvað ég var að gera- þrátt fyrir skilrúm. Ég þurfti að hafa millistikki- mjög langt, því ég þarf svo mikið af innstungum og svo lengri adsl kapal, sem ég nennti aldrei að kaupa og notaði því bara wireless, sem er miklu hægara og kemur í veg fyrir mikið download. Svo voru stelpurnar sem sátu næst "mínum" glugga algjörar kuldaskræfur þannig að þær lokuðu alltaf glugganum, þannig að ég var alltaf að deyja úr hita og andrúmsloftleysi, plús að ég fékk minni birtu sem er ekki æskilegt þegar maður er að teikna. Já, gott borð gerir því lífið betra. Ekki verra að ég náði einum af tvemur góðu stólunum, sem er bara plús. Held ég verði hamingjusöm á borðinu mínu í vetur :)

Wednesday, August 16, 2006

komin með húsnæði!!!

Jebb, fékk húsnæði í gær. Verð að leigja á Þingholtsstræti með dönskum strák og íslenskri stelpu. Þar sem engin okkar þekkir hvort annað, þá held ég að þetta verði athyglisvert. Fæ stórt og bjart herbergi og hef aðgang að afgangnum af íbúðinni, baði, eldhúsi og stofu, internet fylgir með. Flyt 1.sept, get ekki beðið.
Annars er ég bara í vinnunni, aðeins 2 dagar eftir, hlakka satt að segja til að hætta og fara í skólann á mánudaginn, þó dagurinn í dag hafi verið ágætur. Fórum í sund í sólinni í morgun og fórum svo á Árbæjarsafnið og fengum að sjá diskó-pönk sýninguna þar sem er bara skemmtileg. Krakkarnir eru þó heldur brjálaðir og handóðir fyrir minn smekk, úff. Jæja, þarf að halda áfram að aga krakkaskarann, eða reyna, eða bara reyna ekki. blessbless

Sunday, August 13, 2006

húsnæðisleit

Þar sem ekkert gerist hjá mér þessa dagana, þá hef ég voða lítið nennt að skrifa. Það helsta er kannski að ég er í svakalegri húsnæðisleit. Þrátt fyrir mikið af höfnunum og púl, þá finnst mér þetta alltaf lúmskt gaman. Vera geðveikt inn í þessu og skanna allar auglýsingar. Fá adrenalínkikkið þegar ég sé auglýsingu sem gæti passað fyrir mig, jebbs, mér leiðist dáldið þessa dagana.
Annars er fólk alveg ótrúlega bjartsýnt þegar það er að leigja út herbergi. Fór nú að skoða eitt herbergi, sem átti að vera 16.fm, með eldunaraðstöðu og baði. Herbergið var ekki 16 fm, frekar svona 12, "eldunaraðstaðan" var ískápur og ein hella. Og sturtan var inn í þvottahúsinu sem var sameiginlegt fyrir allt húsið og klóstið einhver staðar lengst í burtu. Til að toppa þetta, þá var herbergið kjallaraherbergi, varla með glugga og teppi og innifalið var 2 fm skrifborð. Þetta átti að vera á 30000.
Nei, ég er ekkert sérlega pikkí, en ég þarf að búa einhvers staðar í ár, og hugsa að þetta hjálpi ekki til að halda geðheilsunni í myrkasta skammdeginu. Sá samt ótrúlegri auglýsingu á leigulistanum, einhver vill leigja út 18 fm herbergi með aðgangi að öllu á 50000, hiti og rafmagn ekki innifalið og vinnuframlag er líka krafist, því þessi 50000 kall er víst ekki nóg!!! Hvað er að fólki!

Allavega, ef einhver fréttir af herbergi í stærra lagi(20fm),í miðbænum með aðgangi að eldhúsi og baði og á ekki meira en 35000, þá látið mig vita.
email: fanneypoppins@hotmail.com, sími 8479737

Friday, August 04, 2006

Afsakið bloggleysið

Vegna ömurlegrar tengingar við internetið, þá er ég voða löt að blogga þessa dagana. Er núna í vinnunni, er sem sé byrjuð aftur hjá ÍTR. Þar sem ég er ekki búin að vinna með krökkum lengi, þá er ég ógeðslega þreytt og með stanslausan hausverk eftir börnin sem eru hávaðasamari sem aldrei fyrr. Get ekki beðið eftir að skólinn byrji, sem er geðveikt fyndið,þar sem ég er nýkomin úr skólanum. Er víst bara skólasjúk, eyði bara ævinni í skóla, líst ágætlega á það. Já,fer ekkert um verslunarmannahelgina, fínt að vera í bænum þegar fíblin hafa flúið hann, kannski maður reyni að skella sér á Innipúkann. Kemur í ljós. Allavega, vinnan er að klárast, þannig að bara blessbless.
web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker