Tuesday, October 02, 2007

enduropnun Flickr

Ákvað að skella mér á eitt stykki myndavél í morgun. Hún er fín. Tók nokkrar myndir á leiðinni úr skólanum, ekkert merkilegt, en það er þó hægt að sjá leiðina mína úr skólanum og herbergið mitt, sem lítur reyndar betur út á myndum heldur en í alvörunni. Myndirnar má nálgast á Flickr-tenglinum hér til hliðar.
Annars var alveg ágætt í skólanum í morgun, fengum stundatöfluna. Ég verð í 24 tímum á viku, og þá mun ég öðlast diploma, hvorki meira né minna. Ég held að ég sé fyrsti Íslendingurinn í þessum skóla, allavega virðast kennararnir alveg misssa legvatnið, þegar ég segi hvaðan ég er. Fórum svo og skoðuðum háskólasafnið, sem var alveg stórskemmtilegt. Mikið af skemmtilegum dýrgripum þar. Er nýbúin að lesa bókina "Mæling heimsins" og því var gaman að sjá öll tækin og tólin sem þeir notuðu við að "mæla heiminn". Maðurinn sem var að sýna okkur safnið var líka ótrúlega steiktur og gerði þetta allt ennþá skemmtilegra. Annars held ég að hápunktur dagsins sé að þvottahúsið var að opna, og núna eru fötin mín í þvottavélinni. Vá, hvað það verður æðislegt að fá hrein föt. Hef ekki náð að þvo í tvær vikur!

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

ég skil þig svo vel fanney, þó eru örugglega aðeins færri íslendingar að læra pólsku en hollensku, en hollenskukennarinn minn þreytist ekki á að spyrja mig hvernig ég segi hitt og þetta á íslensku. Og þetta með hljóðin er eins og talað út úr mínum munni. Ég er samt viss um að þetta venst. Þetta hefur allaveganna vanist hjá mér, þó að mér finnist hollenske ekkert fara mér sérstaklega vel ennþá!

03 October, 2007  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker