Saturday, October 20, 2007

Massolit Books & Café

Þegar maður flytur á nýjan og ókunnugan stað, þá tekur tíma að sanka að sér góðum stöðum til að hanga á. Var svo heppin í Berlín að þetta var allt svo auðvelt, því ég kynntist Andi og hún sýndi mér allt það skemmtilegasta. Eins og Kraká er nú æðisleg borg, þá hef ég samt verið í stökustu vandræðum með að finna kaffihús og bari sem mér líkar. En nú er þetta allt að gerast. Fann áðan bókabúð sem sérhæfir sig í bókum á ensku. Þeir selja bæði notaðar og nýjar bækur, og vá, hvað það er yndislegt andrúmsloft þarna inni. Allr bækurnar eru í háum, dökkbrúnum hillum. Svo háum að maður þarf stiga til að ná í hæstu hillurnar. Svo er þetta kaffihús líka, þannig að inn á milli eru borð og hægindastólar. Undir var spiluð þægileg klassísk tónlist, og já, það voru alveg nokkrir sætir bókaormar þarna inni. Sé mig í anda, hanga þarna, þegar kólnar í veðri. Svo voru bækurnar líka frekar ódýrar. Ekki amalegt!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker