Sunday, May 11, 2008

Hvítasunnuhremmingar

Ég ætlaði að vera best í heimi og baka eplaköku fyrir piknikkið sem ég er að fara í með krökkunum, verð að vona að nærvera mín og nokkrar mandarínur dugi. Ástæðan: allar búðir lokaðar vegna hvítasunnu og skortur á heimilinu af eggjum og mjólk.
Þoli ekki tilgangslausa frídaga sem koma upp á sunnudegi. Verð að viðurkenna að ég hef aldrei skilið hvað Hvítasunna gengur út á, nema það að sofa út á mánudegi, eða allavega þegar ég er á Íslandi. Fór því í smá research og komst að þessu:

"Kristnir menn minnast á hvítasunnu einnig hins nýja sáttmála náðar og kærleika, þegar heilagur andi er sendur kristnum lýð."

Takið eftir, heilagi andinn er bara sendur kristnum lýð, það gustar því ekki einu sinni um mig og mandarínurnar mínar í dag.

Annars er að myndast óhugnalega stór marblettur á upphandleggnum mínum. Missti mig aðeins í dansinum í gær og dansaði á borð...
Svo týndi ég lyklunum mínum líka, gleðilega hvítasunnu!!!

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

bloggaðu stelpa :D

kveðja Elín

27 May, 2008  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker