Monday, June 02, 2008

saga af dúfu

Stian vinur minn og nágranni er held ég ein besta manneskja sem ég þekki. Um daginn þegar við vorum að labba út úr húsinu, sýndi hann mér forljótan dúfuunga sem lá í portinu hjá okkur. Það vantaði á hann eitt auga og það leit út fyrir að hann gæti dáið á næstu mínútu. Afskaplega sorglegt.
Næsta dag sá ég að unginn var horfinn. "Æi, það hefur einhver drepið hann", hugsaði ég með mér, enda það kannski fyrir bestu fyrir vesalinginn.
En nei, þegar ég minnist á það við Stian, þá komst ég að því að þegar hann hafði komið drukkin heim um kvöldið, þá hafði hann fundið svo mikið til með dúfuræflinum, að hann tók hann og setti í baðkarið sitt og reyndi að gefa honum að borða en unginn vildi ekki borða neitt.
Þá opnar Stian eldhúsgluggann sinn, þar sem var dúfumamma með eitt egg. Þegar Stian opnaði, flaug hún í burtu og hann skipti á egginu og ungaræflinum. Þess má geta að unginn var ekkert rosalega lítill, eiginlega hálfgerður unglingur. En allavega, dúfur eru ekki klárustu verur í heiminum, og þegar dúfumamman kemur aftur, þá heldur hún að eggið hafi klakkst út og nú er hún búin að ættleiða ungann og hann er allur að braggast. Ótrúlegt! og Stian virkilega þolir ekki dúfur...

Annars er hér sól og sumar alla daga. Búin að uppgötva ótrúlega staði rétt utan við centrumið þar sem er hrein náttúra. Eyddum laugardagskvöldinu við stöðuvatn í náttúrunni og bjuggum til varðeld. Súpernæs :)

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Stóra spurningin er:HVAÐ GERÐI HANN VIÐ EGGIÐ?:o

kv,Gunni

02 June, 2008  
Blogger Esther said...

Nákvæmlega það sem ég ætlaði að segja!

03 June, 2008  
Anonymous Anonymous said...

ja, við hugsuðum um miniommilettu...eða bara a spila pingpong!

Fanney

03 June, 2008  
Anonymous Anonymous said...

Sem sagt hann drap annann unga til að bjarga hinum...usss
kveðja Guðbjörg

04 June, 2008  
Anonymous Anonymous said...

ja hitt eggið var alveg glænýtt, þannig meira eins og fóstureyðing.
fanney

04 June, 2008  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker