Saturday, October 27, 2007

dansidansi

Loksins fann ég góðan stað að dansa á. Fór með bretunum þremur: Gabrielle, Dan og Lorettu í leit að stað sem spilaði almennilega tónlist. Þau voru líka komin með ógeð af öllum píkupoppteknóógeðisstöðunum sem eru út um allt hérna. Fundum góðan stað sem spilaði þvílíkt skemmtilega tónlist og við dönsuðum endalaust mikið. Hef saknað þess að dansa síðan ég kom hingað, og eins og Kristín veit, þá er það vont fyrir sálina ;) Þar sem að ég held að þrjár Kristínar lesi bloggið mitt, þá er ég að sjálfsögðu að tala um dansgúrúinn sjálfan Kristíni Sigríði. Allavega, Dan greyið var svo hamingjusamur yfir að þetta væri í fyrsta skiptið sem hann fengi ekki illt augnaráð og hótanir um að vera barinn fyrir að vera í þröngum gallabuxum og með perlufesti um hálsinn. Þannig að þetta var góður staður :) En jæja, partíið heldur áfram í kvöld þar sem ég fer í tvöfalt afmæli sem verður án efa skemmtilegt. Núna fer ég aftur á móti í ævintýraleiðangur við að reyna að finna vindsæng fyrir Lundúnarferðina, gangi mér vel :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker