Sunday, September 30, 2007

íslenskir stafir

Takið eftir, bloggfærsla með íslenskum stöfum. Já, það er sko ótrúlega hentugt að deila herbergi með tilvonandi tölvunarfræðingi. Annars er ég farin að venjast hryllingsbælinu, það er vont en það venst. Líka svo mikið betra eftir að internetið er komið í hús. Ótrúlegt hvað það gerir mikið, maður verður ekki jafn einmana, einn lengst í burtu í útlöndum. Mér finnst ég svo miklu nær. Annars er Ilona(ekki Anna eða Alana) bara mjög fín stelpa. Erum farnar að kynnast, og hún hefur búið á Zazek áðr, þannig að hún veit hvernig allt virkar. Hún og vinir hennar hafa líka verið dugleg að kenna mér pólsk blótsyrði. Það er ansi flott að blóta á pólsku, maður hljómar svo miklu reiðari heldur en maður er. Sem er gott, sérstaklega þegar maður er að labba yfir götu. Umferðin hérna er svo stórhættuleg, ég myndi aldrei þora að hjóla eða keyra hérna. Nógu svakalegt að vera labbandi. Bílarnir stoppa ekki á gangbrautum, varla þegar það er grænn karl. Þannig að maður þarf að bíða eftir að fleira fólk sé að reyna að komast yfir götuna og þá geta margir í einu arkað yfir. Erfiðara fyrir bílana að ignora það. En fyrir betur fer er ansi mikið af labbandi fólki hérna. Mikið af nemendum. Þegar ég kom hérna í júlí þá voru göturnar fullar af miðaldra túristum, en núna hefur meðalaldurinn lækkað um helming. Svo mikið af háskólum hérna. Það er talað um að í Kraká séu um 800.000 manns, en á veturnar fer fjöldinn upp í ca 900.000 út af öllu háskólafólkinu. Það verður pottþétt rosa gaman hérna í vetur. Já, ég er talsvert jákvæðari í dag, enda er skólinn að fara að byrja á morgun...spennó! Og svo er ég að skila því seinasta fyrir Abbababb. Þurfti að laga nokkrar myndir betur að textanum og gera kápuna og svona. EN þetta er að verða búið, bara núna!

Saturday, September 29, 2007

herbergisfelaginn

haehae, sit herna i herberginu minu, takid eftir, i herberginu minu, a netinu. Er ad visu ekki i minni tolvu, en tetta ma takka nyja herbergisfelaganum minum. Hun heitir Anna, eda Alana eda eitthvad tannig. Rett ad verda tvitug og klaedir sig i svaka push up brjostahaldara og trongar mjadmabuxur. En fin stelpa samt sem adur, og hun haekkadi sko i aliti, tegar eg komst ad tvi ad vid erum med netid tvi ad hun og vinur hennar hokkudu sig inn i kerfid. Hun er ad laera svona tolvudot. Nokkud kul. Er buin ad vera ad reyna ad finna annad herbergi, tar sem eg er ein og svona, en eg nenni tvi ekki lengur. Aetla bara ad gera tetta i rolegheitunum. Svo margir ad leita nuna, ad madur lendir i svona audition pakkanum, tar sem madur tarf ad leika hinn fullkomna medleigjanda. For adan ad kaupa mer svona prentaraljosritunarskannamaskinu. Mjog kul. Og a ansi godum pris. Allavega, faid sennilegast blogg med islenskum stofum a morgun. Kvedjur fra Kraka.

Friday, September 28, 2007

PEST CONTROL

Tar sem eg hata heimavistina, ta er eg farin ad leita ad odru. For i gaer kl 10 um morgunin til ad skoda herbergi, sem leit mjog vel ut, vona ad eg fai tad. En svo fer eg heim, og ta er allt laest. Og ta hafdi eg ekki tekid eftir tilkynningu um pest control, og madur matti ekki fara inn til sin tvi tad vaeri lifshaettulegt, og eg komst ekki heim fyrr en 8 um kvoldid. Tar sem tolvan min var inn i herbergi, turfti eg ad drepa timann einhvern veginn, og fann tessa verslunarmidstod sem eg hafdi ekki sed adur, og vaaaa, hvad tad er gaman ad versla herna. Allt of mikid af flottum budum og allt a svo finu verdi. Fann lika ameriska bokabud, svo ad eg gat keypt honnunarbok manadarins

Keypti lika svona pinku sma af fotum...og svo for eg inn i risaraftaekjabud og ef eg a ekki eftir ad verda taekjanord eda eitthvad, ta veit eg ekki hvad. Fann svona skanna, ljosritunar prentara taeki a 150 slotti, sem er ca 3000 kall. Fer a eftir eda morgun ad kaupa, nennti ekki ad rolta med tad ut um allan bae i gaer. Turfti svo lika ad henda matnum sem var i herberginu minu, tar sem eg tordi ekki ad borda eitthvad sem hafdi stadid opid undir einhverjum eiturgufum. Missti mig samt sma i prins polo deildinni um daginn. Tad hefur samt verid miskilningur, tad er ekki til prinsessupolo eins og Ingunn sagdi, heldur sukkuladi sem heitir prinsessa, og er fra odru fyrirtaeki. Tad er samt rosa gott og til i skrilljon tegundum. Svo smakkadi eg eitthvad odruvisi prins polo, sem var svona i fjorum bitum og med einhverju inni, rosa gott. Allavega, nog bladur i bili. baebae

Wednesday, September 26, 2007

Zazek

Flutti inn a dormid i morgun. Verd ad segja ad tetta eru alveg hraedilegar adstaedur, er strax byrjud ad skima eftir odru. EKki ad eg hafi buist vid miklu fyrir 6000 kall a manudi. Fyrir utan tad ad herbergid er ekki nema um 12 fm, og tveir sem sofa i tvi, a hrikalega otaegilegum rumum. Ta er tetta allt svo nidurdrepandi eitthvad, i svona hvitgulgraum litartonum. Daldid eins og ad bua i matsalnum i FB. Klostin eru sameiginleg a haedinni, og tad var enginn klosettpappir neinsstadar og pissufyla. Svo akvad eg nu ad kikja a eldhusid. Tad er um 8 fm gluggalaus kompa, med eldavel og bordi, og ojj, frekar subbulegt allt saman. Ekki einu sinni isskapur. En hei, litum a bjortu hlidarnar, tetta er odyrt, a allt i lagi stad og tad er mjog audvelt ad slita samningnum ef eitthvad betra finnst. Vonum bara ad herbergisfelaginn verdi skemmtilegur lika.

Annars aetla eg ad reyna ad vinna daldid i dag, kikti samt i ganni inn i Jagiellonian haskola, og vaaa, eg vildi ad eg vaeri ad laera tar. Soldid eins og ad labba inn i Hogwarts. Hef oft ofundad folk sem hefur farid boklegu leidina i nami ad eiga kost a ad vera i svona fallegum skolum. Humboldt i Berlin, var lika gedveikt flottur, en to ekki eins finn og tessi. Annars minnir tad mig a bokina sem eg las a leidinni til Berlin, nykomin ut a islensku> Maeling heimsins eftir Daniel Kehlman. Storskemmtileg bok. Jaeja, best ad gera eitthvad af viti. knusknus til allra

Tuesday, September 25, 2007

nowy post

uss, sjaid ad eg er bara byrjud ad sla um mig polskunni. Allavega, hef fullt ad segja, tetta er helst.
A flugvellinum var eg svo heppin ad rekast a Danna kennara sem var lika a leid til berlin, tannig ad eg do ekki ur leidindum og fekk far af flugvellinum med vini hans. jeii. kom samt rosalega seint til berlin, tannig ad eg komst ekki ad sja Andi spila.
A laugardeginum hongsudum mikid, enda vedrid hid besta og eg bara hamingjusom yfir ad fa ad anda, end ekki gert mikid af tvi seinustu vikurnar. Forum medal annars i nytt moll hja alexanderplatz sem heitir Alexia og er risastort. Tar er medal annars staersta raftaekjaverslun i Evropu og hun var gedveikt ognvekjandi. Adalega ut af ollu brjalada kaupsjuka folkinu og omurlegu technotonlistinni sem var alltof hatt stillt. Forum svo a 8mm um kvoldid og drukkum fuuuuulllt. jeiii.
A sunnudeginum forum vid adeins ut i jadar berlinar ad vatni, tar sem var strond, ja tad var svo heitt. Atti samt pinku erfitt med ad venjast ollum noktu feitu kollunum sem lagu, a bakinu, a strondinni, en hei,tyskaland er tyskaland. Fannst tad furdulegra tegar eg sa naktan gamlan kall spranga um syninguna i Udk i sumar, og hann var ekki hluti af neinu verki, heldur bara gestur. Er samt med hrikalega stort moskitobit a loppinni eftir strandarferdina, sem klaegjar rosalega mikid. Sunnudagurinn for nu bara i lestarferdina, tad var agaett og fljotara ad lida en eg helt. Ahugavert ad keyra um polsku sveitirnar. Eins og ad koma i annan heim, svo hrorlegir margir baejirnir. Mer finnst tad nokkud spennandi, enda ofurtreytt a alltaf snyrtilegum husum i reykjavik, en eg skil samt ad tetta geti ordid treytandi til lengdar. Kom svo a hostelid, sem er studentagardur a veturnar. Er i 8 fm herbergi, sem er med otrulega hordu rumi, svaf ekkert i nott. Tad var verra heldur en dynan i Berlin! Tetta er algjor sovetblokk, og ef madur aetlar a internetid, ta tarf madur ad fara nidri kjallara sem er otrulega langur graenblamaladur gangur med glas af dyrum. Alveg eins og i skipi! Og svo labbar madur inn i setustofuna, sem er innrettud eins og i skipi. Otrulegt. Ekki internet a herberjum eins og var sagt. En eg get verid tar einni nott minna, tvi eg er buin ad fa lykilinn af herberginu sem eg mun bua. Tad er lika pinkulitid, og vid erum tvo i tvi. Adeins skarra rum samt, og mikil birta, en oggulitid skrifbord. En get farid tangad strax ef eg finn eitthvad annad, tannig ad tad er gott. Lika agaetis stadsetning. Buin ad sja tungumalaskolann, sem er alveg i midbaenum og beint a moti kastalanum i gomlu fallegu husi, very nice. hinn skolinn er heldur ekki sem verstur. Allavega, laet heyra i mer betur tegar meira skyrist.kvedjur fra kraka.

Friday, September 21, 2007

á flugvellinum

Já, þá er komið að því, er í ferlinu að flytja af klakanum. Fluginu var seinkað, þannig að ég er núna upp a flugvelli að drepa tímann. Seinustu dagar hafa verið alltof stressandi. Bæði við að klára verkefni, sem eru nú ekki alveg búin, en þó að mestu. Fór í starfsmannapartí á miðvikudagskvöldið og það var ljómandi skemmtilegt. Enda mikið af yndislegu fólk að vinna í Eymundsson. Fékk svo þessa fínu kassa þar, og drattaðist með þá heim til mín klukkan þrjú um nóttina. Vaknaði svo þunn klukkan 7 um morguninn þar sem ég hamaðist með seinustu myndina fyrir Abbababb(lenti smá í vandræðum með að teikna kveikþráð sem var búið að slökkva, heimskulegt I know!). Fékk svo far með Hebba til að ganga frá bankamálum og fara svo á fund í sambandi við uppsetningu á Abbababb bókinni. Líst vel á konuna sem setur hana upp, þannig að ég held ég geti andað léttar. Fæ samt alveg að fylgjast með og hafa puttana í þessu. Svo komst ég að því að nafnið mitt verður á forsíðunni líka,dáldið gaman. Hef aldrei verið á forsíðu áður. En svo eftir fundinn klukkan 11. Þá hófst maraþonið við að PAKKA niður herberginu mínu. Jebb, byrjaði ekki á því fyrr en í gær. Átti eftir að setja allt í kassa, og sortera fötin mín, sem eru alltof mörg. Svo hafði ég líka trassað þvottinn, þannig að ég þvoði 4 vélar í gær! En fyrir betur fer tekur Elín flest öll húsgögnin mín, plús að við gerðum svona fínan díl að hún myndi þrífa herbergð mitt í skiptum fyrir rúmið. Þannig að ég þurfti ekki að hafa áhyggjur af því.Annars var dáldið erfitt að kveðja alla, sérstaklega Ellu littlu sem fór meira að segja að gráta. En það er stutt í að ég komi í heimsókn, kem nú í jólafríinu, þannig að það eru bara þrír mánuðir. Allavega, ef einhver er ennþá að lesa, þá bara: leiðinlegt að hafa ekki náð að kveðja alla!

Tuesday, September 18, 2007

mmm

Það er yndisleg tilhugsun að í dag er 26 gráðu hiti í Kraká.

Monday, September 17, 2007

dæmon

Ég get ekki beðið eftir þessu: www.goldencompassmovie.com
Held ég fari að lesa bækurnar aftur.
Tók prófið, dæmoninn (fylgjan) mín er Kráka.

nóg að gera

Jeiii, ég er búin með myndirnar. Líklegast verða einhverjar lagfæringar, en í heildina, þá er ég búin með myndirnar fyrir Abbababb. Nú á ég bara eftir að teikna kápuna á hana, og svo er Nix Noltes enn eftir. Er að vísu búin með myndina fyrir plötucoverið, og langt komin með myndina á cd coverið, þannig að allt að gerast. En nú hef ég örfá daga eftir til að:
-klára öll verkefnin alveg.
-fara í mótefnissprautur
-Ganga frá bankamálum
-Pakka niður, hvað ég tek með, hvað ég geymi og hvað ég læt senda mér
-Þrífa herbergið súpervel
-Fara í starfsmannapartí á miðvikudagskvöldið
-Hitta ALLA!!!

Dísös, er ég sú eina en eru ekki of fáir tímar í sólarhringnum.

Sunday, September 16, 2007

Fransmenn

Tók mér frí frá teikniríinu um daginn til að...teikna mynd af hljómsveitinni Reykjavík! Þeir voru með svona teiknikeppni á myspace, þar sem að maður átti að teikna mynd af þeim og pósta sem commenti á síðuna þeirra, og flottasta myndin fengi miða á Frans Ferdinand á Organ. Þar sem við vorum bara þrjú sem tókum þátt, þá voru sigurlíkurnar ansi góðar, enda vann ég. Hérna er myndin:



Ragna og vinkona hennar Ragna komu því til mín í gærkveldi og fórum við svo saman á tónleikana. Þar hittum við Kristínu og Heiðu og aðra Kristínu(það er svo þægilegt þegar það eru svona fá nöfn í gangi). Tónleikarnir voru stórskemmtilegir, þó ég myndi vilja sjá meira, en dansaði bara meira í staðinn fyrir að vera að glápa dáleidd. Eins og fólk gerir oft á tónleikum. Allavega, svo var KGB að dj-ast á eftir, þannig að það var mikið dansað þetta kvöld. Líka svo mikið gólfpláss á Organ, sem er svo skemmtilegt. En núna er ég bara þunn, að reyna að klára þessar myndir fyrir morgundaginn.

Thursday, September 13, 2007

ýmislegt

Fór niðrí L.Í.N áðan til að sækja um námslán. Gerir allt eitthvað svo alvöru! Ég er í alvörunni bara að fara eftir 8 daga. Verð að viðurkenna að það er líka bara ansi þægileg tilhugsun að vita að ég sé komin með húsnæði úti. Þá er mamma heldur ekki eins áhyggjufull, sem er gott, því hún hefur lag á að gera mann áhyggjufullan. Að vísu er hún einhverra hluta vegna ferlega hrædd um að ég verði rænd í lestinni frá Berlín til Kraká. Ég hef nú engar rosalegar áhyggjur af því. En já, þrátt fyrir mikið annríki þessa dagana, þá finnst mér að ég verði að gera eitthvað skemmtilegt um helgina. Seinasta djammið í Reykjavík fram að jólum. Er nú ekkert rosalega stutt þangað til ég kem í heimsókn, tæplega 3 mánuðir.

Wednesday, September 12, 2007

Fanney

Á vefbókum Eddu er hægt að finna mjög ítarlegar upplýsingar um nöfn. Fann þar einmitt upplýsingar um Fanneyjar-nafnið sem ég hef ekki heyrt áður:

"Nafnið kemur fram seint á 19. öld. Samkvæmt manntali 1910 báru 46 konur það, þar af 17 sem síðara nafn. Ekki er ólíklegt að hið vinsæla unglingatímarit Fanney hafi átt sinn þátt í vinsældum nafnsins. Það kom út á árunum 1905-1909. Nafnið átti að minna á Ísland, þ.e. "hin snævi þakta eyja"."

UNGLINGATÍMARITIÐ FANNEY!!! hahahaha, vá hvað ég vildi komast yfir eintak af þessu blaði! Get vel ímyndað mér að það sé stórskemmtilegt.

Monday, September 10, 2007

og það var ljós

Hringdi í tungumálaskólann, og svo virðist sem að fólk sé ekki að flykkjast þangað í stórum hópum eins og ég hélt, þannig að ég á vísan stað. Fæ sendar betri upplýsingar í vikunni, einnig um hvort ég hafi fengið húsnæði. Er fegin, bæði nenni ég ekki að finna annan skóla, og svo líst mér bara vel á þennan. ÞEtta er eitthvað center fyrir pólsku og pólska menningu í gegnum háskólann: Jagiellonian university, sem er by the way næstelsti skólinn í mið evrópu, frá 1300 og eitthvað. Þangað koma bæði útlendingar sem vilja læra málið, og líka pólverjar sem eru að stúdera allt pólskt voða mikið og jafnvel þeir sem ætla að verða kennarar í því. Þannig að örugglega ágætis staður. Líka í gegnum háskólann, þannig að það er möguleiki á góðu félagslífi-ég er einföld.
Annars halda teikniþrælabúðirnar áfram, tók mér þó smá frí frá því í gær og fór að sjá Abbababb. Sem sé ekki beint frí heldur research ;) ELín kom með mér og við skemmtum okkur ljómandi vel. Finnst samt yfirleitt frekar ógeðslegt að sjá fullorðið fólk leika börn, en skil samt sem áður tilganginn í því. Held að þessi bók eigi eftir að seljast ansi vel, allavega voru krakkarnir ferlega spenntir á leikritinu. Hvet alla til að kaupa sér eintak og finna barnið í sjálfum sér( ég fæ líka helminginn af höfundarlaununum, þannig að þetta væri fyrir góðum málstað).
Annars er skuggalega stutt þangað til ég fer, um ein og hálf vika. Veit ekki hvernig ég á að ná á þeim tíma að teikna glás af myndum, flytja og hitta fjölskyldu og vini. En það tekst einhvern veginn.

Saturday, September 08, 2007

Afköst

Var rosalega dugleg í dag. Var að enda við að skila af mér þremur myndum fyrir Abbababb. Sem er mikið, fyrir þennan stíl sem ég er að vinna þetta í. En forlaginu finnst ég sennilega hafa verið ennþá afkastameiri í dag, því í morgun skilaði ég af mér tveimur myndum sem ég vann í gær, þannig alls fimm myndir yfir daginn. En það er gott, því að ég held að ég sé að stressa alla. Deadlinið er eftir rúmlega viku. Lots to do. Er bara búin að vera í svo miklu veseni fyrir Mary Higgins Clark kápuna, en því er öllu lokið núna. Á að vera á leiðinni til Finnlands í prentun as I speak.

Fólk áttar sig ekki alltaf á því hvað það er mikið álag að þurfa að vera skapandi alla daga. Sumir halda að þetta sé bara eitthvað dúllerí, dunda sér við að lita og teikna. En þetta er ferlega stressandi, að þurfa að vera alltaf í stuði til að teikna og fá hugmyndir og gera það vel. Fyrir utan stressið við að gera þetta nógu vel til að það seljist. Allavega, er búin að skrifa orðið stress ansi oft í þessari færslu, finn líka stresshnútana í öxlunum við það að skrifa þetta. En ég fæ þó smá pásu á morgun. Það er verið að "frumsýna" Abbababb aftur og mér er boðið. Verður örugglega gaman því að ég er búin að hlusta svo mikið á diskinn, þannig að ég kann öll lögin utan að. En jæja, ætla að verðlauna mig með einhverjum sjónvarpsþætti fyrir svefninn.

Wednesday, September 05, 2007

update

hæhó. Fór á Prikið á sunnudaginn og fékk töskuna mína aftur. Að vísu var síminn horfinn og öll kort og nafnspjöld úr veskinu mínu. Og glossið mitt. En fékk lyklana og töskuna mína yndislegu aftur. Annars lítið gerst, bara að teikna. Búin að panta flugið. Fer 21. til berlínar, og svo fer ég 24. með lest frá Berlín til Kraká. Lestarmiðinn var fáránlega ódýr, bara 30 evrur. Hef á tilfinningunni að ég verði dugleg að heimsækja Berlín næsta veturinn. Jæja, best að halda áfram. Já, nýtt númer:8573530
og þið verðið að horfa á þessa þætti:

Sunday, September 02, 2007

töskustuldur

Ákvað að taka mér aðeins frí frá vinnunni og skella mér út í gærkveldi. Fór með Kristínu og Hörpu á Prikið og þar var mikið dansað. Svo mikið dansað, að einhver náði að stela töskunni minni! Ég varð bara dáldið miður mín, ekki það að það sé eitthvað óbætanlegt í töskunni- síminn minn er hálfónýtur en öll númerin mín eru þar að sjálfsögðu. Það var ekki mikill peningur í veskinu og ég lokaði kortinu mínu strax, en þar er fullt af nafnspjöldum og hlutum sem ég nota. Og svo voru það náttla allir lyklarnir mínir. Vona bara að manneskjan sem stal töskunni minni fari ekki að ræna heimili mitt líka, því það er frekar einfalt að finna út heimilisfangið manns með netinu. Svo er það taskan mín, sem er slitin og drusluleg, en mér þykir gífurlega vænt um hana og hef varla tekið hana af mér i 6 ár. Þannig að manneskjan græddi ekkert, en ég tapaði nánast líkamspart. Ömurlegt að einhver skuli gera annari manneskju þetta! Stundum hata ég fólk.

Saturday, September 01, 2007

teikniteikn

Ég hef ekki mikið bloggað seinustu daga, því það er ekki frá neinu að segja. Bara búin að vera að teikna á fullu og horfa á stöku þátt til að halda geðheilsunni í lagi. Hluti af mér trúir ekki að ég eigi eftir að ná að skila þessum verkefnum á réttum tíma, en hei, verð bara. Það verður þá bara engin svefn seinustu dagana. En allavega, hef eins og ég segi ekkert að segja, þannig að ég segi bara bless. Vildi bara láta vita að ég væri á lífi, svona nokkurn veginn allavega.
web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker