Tuesday, March 28, 2006

brjálað barnaafmæli.

Sit hérna inn í herbergi í smá einangrun, þar sem það er brjálað krakkaafmæli frammi. Eyja er sem sagt 6 ára í dag, og hægt er að orða það þannig að vinir hennar eru ansi fjörugir. Líður stundum eins og ég sé stödd á hraðbraut, þar sem ég þarf sífellt að vera að stökkva til hliðar, ef ég á ekki að vera keyrð niður. Annars líður á það að ég fari út. Nú er aðeins vika þangað til ég og Helga fljúgum út. Fékk eitthvað pínku stresskast í gær þar sem helltist yfir mig kvíði yfir að vera ekki komin með húsnæði, en það leið hjá. Þetta reddast, er það ekki ágætis mottó...

Sunday, March 26, 2006

Árshátíð og Glitnir

Já, fór á árshátíð listaháskólans á föstudaginn og var það bara hin besta skemmtun. Fórum með rútu til Kjalarness, og var árshátíðin haldin í félagsheimilinu þar. Þetta var mjög fyndið allt saman, þar sem ég fékk svo mikið flassbakk frá því ég var í grunnskóla fyrir austan. Þar fórum við alltaf í rútu til annara fjarða til að fara á ball, og voru þau iðulega haldin í einhverju ljótu félagsheimili sem öll líta eins út. En árshátíðin var stórskemmtileg, og fín tilhögun að halda hana " út úr bænum" þar sem allir fóru og komu á sama tíma.

En yfir í allt aðra sálma: Glitnir. Nú er þetta risastórt fyrirtæki og það sem mér finnst ferlega skrítið er hvað allar auglýsingar, lógó og bara allt prentefni frá þessu fyrirtæki virðist svo illa og fljótfærnislega unnið. Lógóið er alveg hrikalegt, gamla íslandsbankatvirlið og þessi leturtegund passa bara engan vegin saman, svo þessar hrikalegu auglýsingar með grafið á augabrúninni og munnvikinu, ótrúlega hallærislegt, og svo á það að vera stolið í þokkabót frá einhverjum norskum banka. Hver fer að stela þessari hugmynd af öllu. Er heldur ekki nógu ánægð með þennan rauða lit, finnst hann aðeins of aggresívur, hefði mátt vera aðeins dekkri. Er eiginlega fegin að vera ekki í þessum banka, því þá hefði ég skipt. Myndi ekki treysta banka með þessari ímynd, banki sem stelur...

Árshátíð og Glitnir

Já, fór á árshátíð listaháskólans á föstudaginn og var það bara hin besta skemmtun. Fórum með rútu til Kjalarness, og var árshátíðin haldin í félagsheimilinu þar. Þetta var mjög fyndið allt saman, þar sem ég fékk svo mikið flassbakk frá því ég var í grunnskóla fyrir austan. Þar fórum við alltaf í rútu til annara fjarða til að fara á ball, og voru þau iðulega haldin í einhverju ljótu félagsheimili sem öll líta eins út. En árshátíðin var stórskemmtileg, og fín tilhögun að halda hana " út úr bænum" þar sem allir fóru og komu á sama tíma.

En yfir í allt aðra sálma: Glitnir. Nú er þetta risastórt fyrirtæki og það sem mér finnst ferlega skrítið er hvað allar auglýsingar, lógó og bara allt prentefni frá þessu fyrirtæki virðist svo illa og fljótfærnislega unnið. Lógóið er alveg hrikalegt, gamla íslandsbankatvirlið og þessi leturtegund passa bara engan vegin saman, svo þessar hrikalegu auglýsingar með grafið á augabrúninni og munnvikinu, ótrúlega hallærislegt, og svo á það að vera stolið í þokkabót frá einhverjum norskum banka. Hver fer að stela þessari hugmynd af öllu. Er heldur ekki nógu ánægð með þennan rauða lit, finnst hann aðeins of aggresívur, hefði mátt vera aðeins dekkri. Er eiginlega fegin að vera ekki í þessum banka, því þá hefði ég skipt. Myndi ekki treysta banka með þessari ímynd, banki sem stelur...

Thursday, March 23, 2006

hár og fatalitun

Dagurinn er búinn að fara að mestu í bjútítrítment, þ.e. geystist út um allan bæ að reyna að finna mér kjól fyrir árshátíð Lhí á morgun, en nei, fann engan. Svo fór ég til Elínar og lét hana lita á mér hárið. Er það nú orðið kolsvart, alveg eins og ég vil hafa það. En ekki er nóg að lita bara hárið á einum degi, er núna að bíða eftir þvottavélinni. Ákvað að fara í smá tilraunastarfsemi og lita gamlan jakka sem ég átti með þvottalit. Verst að mér finnst þetta vera svo hrikalega riskí eitthvað. Maður hellir litnum(sem lítur út eins og aska af dauðri manneskju) yfir fötin manns í vélina, og stráir svo hálfu kílói af salti yfir. Svo ýtir maður bara á start takkann. Núna er vélin að vinda og ég er svo hrædd um að ég hafi eyðilagt þvottavélina eða eitthvað. Mjög ólíklegt, en samt týpískt. Já, það verður væntanlega svaka stuð á árshátíðinni á morgun, er hrikalega fegin að hún var haldin áður en ég fer út, gott tækifæri að djamma hressilega með skólafélögunum áður en ég legg á vit ævintýranna...
Annars voru skemmtilegir endurfundir í dag, rambaði á Kristíni Guð og Fríðu þar sem þær sátu á Te og Kaffi í dag, virðist ríjúníon vera í uppsiglingu hjá mdl, en spurning hvort það verði áður en ég fer út, kemur í ljós...Jæja, ætla að tékka á jakkanum mínum, vona bara það besta...

Monday, March 20, 2006

ferningar eru bara ferningar...

Jæja, eftir alveg stórskemmtilegan kúrs hjá Karlssonwilker, þá er ég aftur komin í ógeðis ferningsverkefnið. Deildarstjórinn í Lhí, er að kenna mér þennan áfanga, og ég bara skil ekki hvernig er hægt að vera svo hrifinn af ferningum. Maðurinn gjörsamlega elskar ferninga( enda arkitekt) og talar um að ég ætti að reyna finna nýjar leiðir til að vinna með ferninga og ég veit ekki hvað. Gallinn er sá að ég er ekkert svona hrifin af ferningum. Reyndar á ég erfitt með að segja að ég sé hrifnari af einhverjum formum frekar en öðrum. Þetta vinnur allt best saman að mínu mati. Pæli miklu meira í áferð og litum heldur en ferningum eða kössum. Held ekki að ég sé með neitt svona fetish fyrir einhverju. Ef eitthvað, þá veit ég frekar hvað ég vil ekki. T.d þá hata ég gradienta, bara þoli þá ekki. Finnst þeir hrikalegir. Svo alltof smoooooth og bara væmnir og hallærislegir og ég bara veit ekki hvað. Á líka erfitt með að þola ljósmyndir treisaðar í illustrator. Það er líka svo eitthvað smoooth og tilfinningalaust. Vantar allan karakter í þannig teikningar að mínu mati. Já, þá er ég búin að koma því frá mér. Jú, kannski er ég búin að finna fetishið mitt. Ljósritunarvélin niðrá skrifstofu í skólanum. Ég gjörsamlega elska þessa ljósritunarvél. Hún er frekar gömul og ljósritar frekar "illa", en áferðin er geeeðveik. Nota hana óspart. Já, deildarstjórinn má eiga sína ferninga í friði á meðan ég stel ljósritunarvélinni.

Monday, March 13, 2006

vikufrí frá ferningum!

Já, ég er komin með vikufrí frá ferningsverkefninu. Ástæðan er sú að Karlssonwilker teymið er komið til að kenna grafíkinni í eina viku og maður lætur ekki þannig tækifæri sleppa. Verkefnið er líka nokkuð spennandi, þó ég sé ekki komin með hugmyndir ennþá, en þær koma á morgun. 2.árið var að koma úr ferðinni frá Portó í dag, eru búin að vera í viku og ég er ótrúlega fegin að allir séu komnir aftur. Komst ekki með í ferðina vegna peningaleysis, en ég fer bráðum til Berlín þannig að ég ætti að lifa það af. Það er þó svona bittersweat tilfinning að fá alla aftur, gott að því leiti að ég sit ekki nánast ein á vinnusvæðinu að drepast úr leiðindum, en leiðinlegt, því auðvitað fær maður að heyra allt um hvað það var frábært í Portó. En maður getur ekki gert allt.
En ótrúlegt hvað lífið getur verið leiðinlegt einn daginn og skemmtilegt þann næsta. Var í gær nánast þunglynd yfir að þurfa að vera í heilar 3 vikur í þessu tilgangslausa ferningsresearch, en í dag er ég í skýjunum yfir að vera komin í eitthvað annað og það eru bara 3 vikur þar til ég fer út...já, er bara glöð núna.

Saturday, March 11, 2006

1.þáttur

Þetta er nú ekki mín fyrsta tilraun til bloggs, en í stað þess að halda áfram með gamla bloggið, þá ætla ég að byrja upp á nýtt á nýjum stað. Að sjálfsögðu er það af tilefni þess að ég fer sem skiptinemi til Berlínar eftir 3 vikur og þá vonandi að ég hafi eitthvað merkilegra að segja.
Það er eitthvað við svona byrjanir, best að gera hlutina alveg upp á nýtt. Eins og þegar ég tek mig til og ætla að hætta einhverju, þá verð ég alltaf að byrja annað hvort á 1.degi mánaðar eða á mánudegi. Þá einhvern vegin ganga hlutirnir betur, eða maður heldur allavega að þeir geri það.
Já, það má segja að ég hlakki mikið til að fara út. Þjáist núna af svokölluðu pre-berlinsyndrom, dagarnir virðast einhvern vegin lengri og leiðinlegri. Kannski það sé að hluta til verkefninu sem ég er að gera í skólanum að þakka. Er að gera research á þremur hönnuðum sem allir unnu mikið með ferninga í verkum sínum- Max Bill, Josef Albers og Louis Kahn. Allt mjög klárir karlar, en verkefnið mitt virðist einvern veginn svo pointless og ég næ einhvern veginn ekki að leggja allan minn metnað í þetta. Vildi að ég fengi bara að hanna eitthvað skemmtilegt. En allavega, þetta á að vera skemmtilegt blogg, ekkert rövl, eða allavega ekki í miklu magni. Ég er bara þreytt núna og kveð því að sinni.
web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker