Saturday, June 28, 2008

komin til íslands

Kom til Íslands á miðnætti á fimmtudaginn eftir ansar hrakfarir. Flaug fyrst frá Kraká til Kaupmannahafnar, þaðan átti ég svo að taka flug til Íslands. Eeeen, hálvitinn ég hafði verið að flýta mér þegar ég pantaði, og pantaði óvart flug frá Reykjavík til Kaupmannahafnar. Þurfti því að breyta miðanum, og borga ansi mikið á milli. Plús að ég þurfti að eyða 8 tímum á flugvellinum. Virkilega hata þennan flugvöll. Lendi alltaf í að hanga þar alltof lengi.
Annars er hálffurðulegt að vera komin heim. Er núna hjá Ellu systur á Akranesi, en kem í bæinn í kvöld til að sjá tónleikana. Byrja svo að vinna á þriðjudaginn.
Annars er það eina sem ég hugsa um í augnablikinu eru hjól. Langar alveg ótrúlega að hafa hjól í sumar, þannig að ef einhver er með hjól í geymslunni sem er aldrei notað og vill leyfa mér að viðra, þá endilega hafið samband. Eða ef einhver getur bent mér á leiðir til að fá ókeypis eða mjög ódýr hjól. Þarf ekki að vera neitt fínt, bara þannig að það virki.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

það er nú svoldið langt síðan þú komst til íslands, svo ertu meira segja farin:S kominn tími á blogg vinan! sakna þin strax dúllan min :)
kveðja elin

25 September, 2008  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker