Wednesday, October 10, 2007

friðarsúlan 2

Eruð þið ekki að grínast, verður kveikt á þessari súlu stanslaust í 2 mánuði á ári! Er ég eina manneskjan sem er ekki vitund hrifin af þessu og finnst þetta bara helvítis ljósmengun. Gott að vera ekki á íslandi til að horfa á óskapnaðinn. Og ég sá generalprufuna, þannig að það er ekki hægt að segja að ég hafi ekki séð þetta. Hvað finnst fólki?

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Súlan góða, uss þetta er svo lítið ljós að þetta sést varla nema sé heiðskírt og svartamyrkur, mig langar bara að vita hver borgar orkuna í þetta ljós!
kveðja Guðbjörg

10 October, 2007  
Blogger Esther said...

Ég er sammála þér. Er algjörlega á móti svona óþarfa ljósmengun. Nóg er nú samt.

10 October, 2007  
Anonymous Anonymous said...

orkuveitan og reykjarvíkurborg borgar þetta. þetta ljós eru 9 kastarar og hver um sig 7000W!!!!!
þetta er allt í lagi, gæti verið ágætlega flott í heiðskíru veðri...en ljósamengun samt sem áður..

10 October, 2007  
Blogger kristin said...

ég verð að segja að eftir að hafa séð þetta núna nokkrum sinnum þá finnst mér þetta eiginlega bara flott, eins og Guðmundur Oddur sagði, þá hafði ég efasemdir í byrjun en núna.. Þetta er rosalega fallegt og það er ekki mikil ljósmnengun af þessu, ég sá alveg jafnmargar stjörnur og á venjulega kvöldi hérna í Reykjavík.. Og svo er hugsunin á bakvið þetta mjög fallegt consept í sjálfu sér, þannig að ég er eiginlega ósáttust við að hafa ekki hitt hann Sean Lennon meðan hann var hérna..

10 October, 2007  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker