Sunday, October 21, 2007

hönnunarbók októbermánaðar

Fór áðan á sýningu með plakötum Mieczyslaw Górowski, sem er einn uppáhalds pólskiplakatagerðarmaðurinn minn. Þetta var ótrúlega skemmtileg sýning, og mörg plaköt sem ég hafði ekki séð áður. Líka mikið af nýjum plakötum, sem eru líka mjög góð. Hann gerði m.a þetta plakat, sem er bara eitt flottasta plakat sem ég veit um:



Allavega, þar sem safnið var líka með til sölu doðrant fullan af plakötum eftir hann, þá þótti mér vel við hæfi að gera þá bók að hönnunarbók októbermánaðar. Því miður fann ég ekki mynd af bókinni.
Annars má þess geta að ég komst að því að hann lærði í skólanum sem ég fer í á næsta ári, ásamt Franciszek Starowieyski, sem er líka í uppáhaldi hjá mér. Þannig að ég valdi greinilega rétta skólann. Get ekki beðið eftir að byrja þar!

1 Comments:

Blogger Thorunn Arnadottir said...

vúha. Þessi er þunglynd. Flott samt.

27 October, 2007  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker