Sunday, October 14, 2007

Alchemia

Jæja, þá kom að því að ég fann bar að mínu skapi. Við Hebbi ákváðum að fara í gær á stað í Kazimierz sem heitir Alchemia. Nafnið veldur ekki vonbrigðum, því að staðurinn er ótrúlega skemmtilega innréttaður, ótrúlega hrár, með fullt af skemmtilegum og skrítnum hlutum. Hann var um kvöldið nánast bara lýstur upp með kertum í gömlum og voldugum stjökum. En þessi staður náði samt að vera bara kósí og ekki of kitchí. Mjög fínn og þægilegt andrúmsloft. Svo var ekki verra að það var mikið af myndarlegu og áhugaverðu fólki sem leit út fyrir að vera með heila.
Við Hebbi erum svo bara búin að vera í hangsgírnum í dag, eiginlega ekki búin að gera neitt nema að borða og labba og sitja. Gæti svosum verið verra. Það er farið að kólna úti en veðrið er samt sem áður mjög fallegt. Já, svo má ekki gleyma, við Hebbi fórum í bíó í gær, um daginn, nánar tiltekið kl 1, þ.e 11 á íslenskum tíma. Fórum á myndina Stardust eftir sögu Neil Gaiman. Svona týpísk fantasíumynd með súrrealísku ívafi. Okkur fannst hún bara skemmtileg. Líka svo gaman að fara í bíó í útlöndum. Og þetta var sko rosalega flott og gott bíó. Og talsvert ódýrara en heima. Miðinn kostaði 13 zloty með stúdentaafslætti(afhverju er ekki svoleiðis á íslandi?), sem eru hvað um 300 kall. Svo var poppið gott, og það var saltað, en ekki sykrað eins og í Berlín. En það viljum við ekki...

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þú getur þá farið 3sinnum oftar í bíó fyrir sama pening:)Þér finnst það örugglega ekki verra;)
kv,Gunni og Guðbjörg

14 October, 2007  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker