Thursday, January 31, 2008

Feitur fimmtudagur

eða Tłusty czwartek eins og það kallast á pólsku er í dag. Þetta er seinasti "villti" matardagurinn fyrir Carnivalið sem er að nálgast. Í dag á maður að borða fullt af paczki, sem eru littlar bollur búnar til úr hálfgerðu kleinuhringjadeigi, með sultu inn í og glassúr utan á. Paczki fást nú allt árið um kring, en ég var nú bara að smakka þetta í fyrsta skiptið í vikunni og namminamm, verð að segja að þessi dagur fer bara ekkert í taugarnar á mér :)

Monday, January 28, 2008

komin með herbergi

Fann óvænt herbergi í dag. Hafði hugsað um að finna kannski íbúð með Miriu, en það er dáldið dýrt. En allavega, herbergið sem ég fæ, er á ótrúlega góðum stað, rétt hjá Rynekinu, og í ótrúlega skrítinni og gamalli íbúð. Hún er mjög hrá og fáránlega skipulögð, en herbergið sem ég fæ er mjög kúl, stórt og hálfur hringur, með tveimur stórum gluggum. Það góða, er að út af því hvað þetta er hrátt, þá má maður gera allt, mála og svona. Mjög fyndið er að baðkarið er í eldhúsinu. Klóstið er annars staðar þó. Og það er hægt að loka eldhúsinu :)
Hérna er hægt að sjá myndir sem einhver gaur tók einu sinni. Þetta er þó ekki fólkið sme ég mun búa með. Fleiri myndir eru UNDIR stóru myndinni, sumum fannst það flókið(hósthóst sölvi...).
http://www.sakiewicz.com/komuna/komuna.htm

Sunday, January 27, 2008

helgarfréttir

Ég lærði ótrúlega mikið um helgina...nei, reyndar ekki. En ég er búin að læra fullt af nýjum pólskum orðum meðfram húsnæðisleitinni minni. Ég og Miria fórum í gær að skoða 2 herergi í íbúð á besta stað í bænum. Leit mjög vel út, baðherbergið og eldhúsið rosa fínt. Eini gallinn er skortur á interneti. Ætlum að hringja morgun og spyrja betur út í það, því að mörg gömul hús hérna eru ekki með tengi fyrir það. Þannig að internetið er rosa hægt og lélegt. En kemur annars vel til greina. Förum svo annað kvöld að skoða íbúð. Annars var helgin bara mjög fin, föstudagurinn fór í sjónvarpsgláp og í gærkvöldi var partí i mínu herbergi, þar sem við spiluðum drykkjuleiki og hlustuðum á gömul íslensk sjómannalög, sem by the way féllu mjög í kramið. Dagurinn í dag fór bara í rólegheit, horfði á Chocolat og borðaði súkkulaði og svo bauð Dan okkur áðan heim til sín í te og köku og minitónleika. Hann syngur og spilar á gítar, og er nú bara nokkuð góður. En núna ætla ég að fara að sofa, dobranoc!

Thursday, January 24, 2008

húsnæðisleit og rucolaleit.

Ég hef verið á fullu í húsnæðisleitinni þessa dagana. Fór og skoðaði eitt herbergi í gær sem var rosalega vel staðsett, en það var frekar depressing. Brúnir veggir og alltof mikið af húsgögnum, og þetta var eiginlega allt mjög ömmulegt á vondan hátt, frekar en retró. Eeeen, er rosa stolt hvað ég er farin að skilja vel húsnæðisauglýsingarnar. Er komin með húsnæðis-orðaforðann á hreinu, sem gerir þetta allt mikið auðveldara. Við Miria erum að fara að skoða 2 herbergi í íbúð á laugardaginn.Hljómar rosa vel, 2 herbergi sem eru samtengd, með aðgang að eldhúsi, baði, þvottaaðstöðu og öllu. Herbergin eru samtals um 50 fm, og mjög stutt frá skólanum okkar og Wawel. Hljómar vel. Erum rosa spenntar.
Eeen, annað mikilvægt atriði. Fann rucolakál í fyrsta skiptið í Kraká. Og ferskt spínat og cherrytómata. Fann nefnilega þennan risa grænmetismarkað sem er rosa spennó. Getið ímyndað ykkur hversu hamingjusöm ég er. Búin að borða draumasalatið hennar Rögnu 2 daga í röð. Það er einn uppáhaldsmaturinn minn sem ég hef ekki borðað síðan í sumar, þannig að ég er glöð.

Tuesday, January 22, 2008

Þjófnaður

Þegar ég kom heim áðan, þá hékk bútur af klósettrúllunni minni út um dyrnar. Kem inn og sé að klósettrúllan mín var ekki þar sem hún átti að vera. Þá hafði hún sem sé rúllað hálf út um dyrnar, þegar ég fór út í morgun, og einhver hefur virkilega haft fyrir því að draga hana út...þess má geta að svona rúlla kostar heilt zloty eða um 24kr íslenskar. Já, nágrannar mínir eru fávitar.
Annars er ég oggu pínku pirruð af Póllandi í augnablikinu, það verður gott að heimsækja Ingunni í Amsterdam. Fer ekki til Berlín núna. Það var ferlega erfitt að finna gott flug þangað, öll svo dýr. Fór í gær að athuga með lestarferðir og ég verð að segja að þjónustulundin á lestarstöðinni er alveg að drepa fólk. Þó ég geti alveg talað smá á pólsku, þá skil ég ekki alltaf hvað fólk segir við mig. Þannig að ég ákvað að nota bara ensku þarna, til að fá réttar upplýsingar. Einu upplýsingarnar sem ég vildi fá, var hversu langan tíma það tæki að fara til Amsterdam, og hvað það kostaði. Fór fyrst í miðasöluna, og hún benti mér á að fara í international miðasöluna. Fer þangað, og konan gat nú eitthvað bjagað á ensku. En hún benti mér að fara í information, og koma svo að kaupa miða. Þar talar kerlingin enga ensku og er heldur ekkert sérlega þolinmóð þegar ég reyni að spyrjast fyrir á pólsku. Sendir mig því aftur í international miðasöluna. Bið konuna þar um að hjálpa mér, hún fer eitthvað aðeins í tölvuna á bak við og segir svo "Ég veit það ekki", og segir mér að fara á kassa 22, en þegar ég fer þangað þá er enginn þar. Var svona oggupínku pirruð og fór út. En fyrir betur fer þá hef ég fundið flug frá Katowice til Eindhoven. Það verður því 2 tíma lest héðan til Katowice og svo 1 og hálfur tími frá Eindhoven til Amsterdam. Maður fer létt með það.

Wednesday, January 16, 2008

blabla

Janúar er búinn að vera ótrúlega fljótur að líða, eiginlega of fljótur, því það þýðir að það styttist í prófin og að flestir bestu vinir mínir hérna eru að fara aftur heim. Því höfum við eytt seinustu viku að mestu í fyllerí og rugl, svona til að sletta úr klaufunum fyrir prófin. Margir í skólanum eru bara eina önn hérna, vildi að það væri þannig farið með mig... Neinei, ekkert að Kraká, er bara komin upp í háls af pólskunáminu. En kannski breytist þetta eitthvað á næstu önn. Finnst ég samt vera farin að vera fljótari að læra, það er eins og heilinn hafi þurft einhverja aðlögun í að læra tungumál, enda ekkert smá mikið magn af upplýsingum sem maður er að meðtaka á hverjum degi. Önninni líkur 7.febrúar, og þá fer ég í 2 vikna frí. Ætla ekki að láta þetta frí fara til spillis, og fer sennilegast til Amsterdam og Berlín. jeiiii. Það verður pottþétt rosa skemmtó. Er samt kannski að fara í stutta ferð til Zakopane um helgina, kemur betur í ljós...

Thursday, January 10, 2008

pizza og myndir

Trúið þið því að mér tókst að panta pizzu SJÁLF og á pólsku. Var alltaf í vandræðum með það, því ég gat ekki einu sinni borið fram nafnið á húsinu sem ég bý í. Þess vegna hringdi Ilona alltaf fyrir mig, en núna er hún ekki hér, þannig að maður verður að bjarga sér. Annars er ég búin að finna leið fyrir-ekkifacebúkara til að sjá myndirnar mínar. Hérna eru linkar á albúmin mín:

http://www.facebook.com/album.php?aid=35617&l=0417f&id=612436205

http://www.facebook.com/album.php?aid=33333&l=5cf3f&id=612436205

http://www.facebook.com/album.php?aid=33331&l=9cfee&id=612436205

http://www.facebook.com/album.php?aid=30605&l=a1f1b&id=612436205

http://www.facebook.com/album.php?aid=30604&l=1f11f&id=612436205

Wednesday, January 09, 2008

nóanóa

Úff, ekki gaman að vera byrjuð í skólanum aftur. Enn verra er að vita að prófin byrji eftir 3 vikur, og að flestir bestu vinir mínir hérna eru að fara frá Póllandi. Því þarf að nýta næstu 2 vikur vel. Fórum út í gær og drukkum allt of mikið. En það var rosa gaman. Bitnaði heldur ekki á náminu, því ég þurfti ekki að mæta fyrr en 12. Vaknaði meira að segja kl 10(enn full reyndar...) til að fara á pólsku wikipediu til að búa til fyrirlestur um Ísland. Fannst þetta helvíti sniðug leið ;)
Fór svo áðan í bíó á Nóa Albínóa með pólskum texta. Eins og þið sjáið, þá er ég dugleg að læra pólsku á vettvangi í frítíma mínum líka...
Las líka alveg textann, sá t.d að Malt var þýtt sem bjór,sem er ógeðslega hallærislegt, því þá kemur það út eins og amman sé að taka pillurnar sínar inn með bjór á morgnana. Frekar glatað. En jæja, rólegt kvöld í kvöld, bæbæ

Sunday, January 06, 2008

Across the universe

er æðislegasta mynd í heimi.

Friday, January 04, 2008

tiltekt

Ilona flutti út í gær, þannig að ég ákvað að taka daginn í að gera herbergið að mínu. Breytti uppröðuninni á húsgögnunum og skyndilega virðist herbergið helmingi stærra. Hengdi líka upp myndir og herbergið mitt er eiginlega bara orðið ferlega kósí, áreiðanlega flottasta herbergið í Zazcek, eða eitthvað...
Vona að ég fái ekki annan herbergisfélaga, langar að vera hérna ein, þangað til ég finn mér eitthvað annað fyrir mars eða apríl. Annars er ég eiginlega ekki búin að gera neitt í dag, nema að koma mér fyrir og njóta þess að vera ALEIN! Ferlega góð tilfinning svona annaðs lagið, og munaður sem ég hef ekki getað leyft mér lengi.

Wednesday, January 02, 2008

kraká-kráka

Gamlárskvöld var frábært. Ekkert skaup, horfi kannski á það seinna, og get þá SPÓLAÐ ÁFRAM! Vorum um 7 manns heima hjá Andi og borðuðum fondue og kjúkling og salöt, og maturinn og andrúmsloftið var bara frábært. Upp úr 11 bættist fleira fólk í hópinn og svo var farið út að skjóta flugeldum. Raketturnar er í talsvert lægri gæðaflokki en heima á Íslandi, en who cares. Það var samt stemming og fjör. Dönsuðum svo heima til 4, fórum svo á stað í Kreuzberg sem heitir West Germany, en einn vinur Andi var að spila. Það var gaman. Fórum svo á 8mm bar þar sem við vorum til 9:30. Ótrúlega skemmtilegt kvöld. Tók svo lestina í morgun kl 10, fór óvart í vitlaust sæti á 1.farrími, hélt ég væri á réttum stað. Var þar í 4 tíma, eða þar til vörðurinn kom að skoða miðanna. Þurfti þá að færa mig. En hei, náði þó ágætis svefni. Náði líka að lesa mikið í Óraplágunni, sem er stórskemmtileg. Var svo að komast að því að Ilona herbergisfélagi minn er að flytja annað á morgun! Hún er komin með algjört ógeð af ógeðisgaurunum á hæðinni. Don´t blame her, enda prófin í nánd. Ég fer örugglega að leita mér að einhverju bráðlega, fyrir næsta eða þarnæsta mánuð. Spurning hvað gerist þá í herbergisfélagadæminu hjá mér. Stundum er fólk óvart eitt í herbergi í nokkra mánuði, en svo gæti alveg eins verið að ég fái nýjan herbergisfélaga strax. Vona að það sé þá einhver almennileg manneskja.
web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker