Thursday, November 20, 2008

á lífi

Já, ansi langt síðan ég skrifaði seinast. Ástæðan er að ég var bara að fá internet í nýju íbúðina mína fyrir 2 dögum síðan. Já, nýja íbúðin, verð að setja inn myndir bráðum. Þetta er alveg æðisleg íbúð og ég gæti ekki verið ánægðari. Vegna kreppunnar, þá neyðist ég til að deila herbergi með Miriu. Verð að segja að það gengur bara miklu betur heldur en ég vonaði. Náðum að skipta herberginu svo vel með tveimur skápum, þannig að við báðar fáum okkar pláss. Giles leigir svo annað herbergi í íbúðinni. Við erum með risastórt eldhús, um 20 fm og íbúðin er með húsgögnum og öllu. Allt nýuppgert og fallegt.
Lífið er annars bara ágætt, voða lítið gert þannig séð fyrir utan að læra og hangsa. Skólinn er ágætur, gæti verið skemmtilegri. Á dáldið erfitt með að kynnast fólkinu þar, eitthvað sem ég hef aldrei átt í vandræðum með. Kenni tungumálaörðuleikum um, get ekki talað nógu vel til að grípa inn í samræður, þannig að ég er bara þögul út í horni. LÚÐI! Annars Þá hef ég skemmtilegar og leiðinlegar fréttir. Hafði ekki efni á miða til Íslands um jólin, þannig að ég ætlaði að hanga hérna í Kraká með the grinch(giles) og einhverjum öðrum.En þá ákvað mamma Miriu að bjóða mér til þeirra um jólin í USA. Keypti bara handa mér miða! Verð því í New Jersey um jól og New York um áramót. Bara mánuður þangað til ég fer, hlakka ekkert smá til. Annars er Sölvi að koma í heimsókn til mín á laugardaginn þannig að það verður stuð. Skrifa meira seinna.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Æðislegt að þú farir til USA um jólin, kræst hvað verður gaman hjá þér!!!!

kveðja Guðbjörg

21 November, 2008  
Anonymous Anonymous said...

þú verður að skila kveðju til elsku bestustu New York og segja henni að ég sakni hennar mega mikið!

Það verður stuð hjá þér og gott þú þarft ekki að hýrast "ein" yfir jólin...

*knús*

23 November, 2008  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker