Wednesday, February 27, 2008

ammli

Ákvað að challenga sjálfri mér smá og prófaði nýjan bekk í þessari viku. Málið er að eftir prófin var okkur raðað í bekki eftir getu. Ég var sett í A2-1 sem er næsta level á eftir A1 sem ég var í. En sumir voru settir í A2-3 sem er aðeins hraðara farið yfir efnið. Málið er að mér finnst A2-1 bara alltof hægur, þannig að ég prófaði hinn bekkinn sem mér lýst rosa vel á. Leiðist ekki eins mikið, því ég læri svo mikið nýtt, og farið mikið hraðar yfir efnið. Vona að ég fái að halda áfram í þeim bekk, því að þó ég þurfi að vinna meira, þá á ég eftir að læra mikið meira á því. Fer samt allt eftir kennurunum, eru eitthvað efins um okkur, þó ég skilji ekki afhverju, finnst hitt fólkið ekkert klárara.
Allavega, í gær átti Miria afmæli. Af því tilefni var haldin smá "samkoma" heima hjá mér, drukkum vodka og ég bakaði köku. Þetta er án efa ljótasta kaka sem ég hef á ævi minni bakað, en vá, hún var bara rosalega góð. Gerði skúffukökubotninn hennar mömmu, setti svo rjóma og perur og svo marengs á toppinn. Svo bjó ég til eitthvað fáránlega gott súkkulaðikrem úr marsi, súkkulaði, smjöri, eggjarauðum og mjólk. Namminamm. SLó bara í gegn, þó ég segi sjálf frá.
Piotrek er svo ekkert að kvarta yfir okkur Agnieszku þar sem við erum báðar með bökunaræði. Hún er alltaf að baka þessi fáránlega góðu rúnstykki, og ég búin að vera í sætabrauðinu. Er svo ótrúlega ánægð með þau bæði sem meðleigjendur, erum að verða rosa góðir vinir. Piotrek er frá Wroslaw og jazzbandið hans er að spila um helgina, þannig að hann bauð mér að koma í heimsókn. Fer því til Wroslaw á föstudaginn, verð samt sennilegast bara eina nótt. En það verður gaman að prófa að fara til einhverjar aðrar borgar. Hef svo lítið séð af Póllandi. En jæja, ætla að leggja mig smá fyrir leikhústímann minn í kvöld :)

Sunday, February 24, 2008

Undur og stórmerki

Fór í gær í partí með Agnieszku og ótrúlegt en satt, þá hitti ég virkilega kúl pólskt fólk. Var hætt að halda að það væri til. En segi svona, partíið var haldið í 4ra hæða húsi þar sem margir leigja herbergi og eiga þau til að halda stór partí þar sem allir bjóða vinum sínum og kunningjum. Það var því mjög fjölskrúðugur hópur og alvöru dj-ar, sem spiluðu meira að segja fína tónlist. Bara mjög skemmtilegt kvöld.
Annars er ég bara búin að vera ferlega löt um helgina og legið mikið í rúminu og horft á project catwalk. Jeiii. Alltaf svo gaman að því.
Alex hringdi aftur í mig í dag. Hún gefst ekkert upp stelpan. FInnst ég svo vond, en ég nenni bara ekki að hanga með henni. Laug upp einhverju verkefni sem ég væri að vinna að... En núna er ég búin að seiva númerið hennar, þannig að ég get bara sleppt því að svara næst. Bara svo óþægilegt, afhverju á ég að vera að eyða mínum frítíma með fólki sem fer í taugarnar á mér? Það er einhver handa öllum, hún hlýtur að geta fundið sér aðra vini.
Í tilefni konudagsins fór ég með Miriu og Ewelinu á mega chick-flick- 27 dresses. Eiginlega bara mjög sæt og skemmtileg mynd :) En jæja, ætla að halda letinni áfram. pa pa

Saturday, February 23, 2008

zzzzzz

Ég eeeeelska nýja rúmið mitt. Sef alveg ótrúlega vel í því. Er líka búin að gera herbergið mitt svo fínt. Vaknaði samt við pirrandi símhringingu á föstudagsmorguninn, mína fyrstu nótt í nýja rúminu mínu. Málið var að bekkurinn minn átti frí í skólanum á föstudaginn, þannig að mér fannst nú tilvalið að sofa út og njóta rúmsins míns sem best. Vakna ég ekki við það kl 8 að Alex ein stelpan í bekknum mínum hringir. Og ég get ekki sagt að við séum neinar vinkonur. Samtalið var svona(og takið inn í að Alex talar með mjög kanadískum hreim)
Alex: uhhhh....hi.....did I wake you?
ég: yes...who is it?
Alex: ohhhh...(þögn) It´s Alex
svo segir hún bara ekki neitt, þannig að ég segi:was it something special?
Alex: uuuhhhhh, ohhhhhh, what are you doing today?
ég:(reyna að finna ástæðu) hmmm, I'm just gonna stay at home and make my room look nice.
Alex:(þögn)..ohh, that sounds interesting.(svo kemur mjöööög löng þögn)
ég: hmm, I´m going back to sleep now. Bye

Þessi stelpa er alveg ótrúleg! Auðvitað sofnaði ég ekkert aftur. Greyið, pínku clueless satt að segja. Spurði mig einu sinni hvort við hefðum gras á Íslandi, þið vitið á jörðinni! Svo var hún einu sinni ótrúlega hissa yfir því að þeir grilluðu með kolum hérna, vissi ekki að það væri hefðbundna leiðin fyrir gasið. Var svo rosa hissa að við virkilega grilluðum á Íslandi. Jamm, hvað get ég sagt, svona fólk dregst að mér. Þarf að fá mér flugnaspaða.

Annars var ég bara í húsmóðurleik í gær. Byrjaði á því að baka vínarbrauð og snúða sem slógu svona aldeilis í gegn. Bauð svo Söru, Agnieszku og vini Söru í lasagne um kvöldið. Spiluðum svo scrabble á pólsku. Vorum í liðum, einn pólverji í hverju liði :) Ég náði samt ótrúlega oft að búa til einhver bullorð sem voru svo alvöru pólsk orð. Held ég hafi bara ágætis tílfinningu fyrir þessu tungumáli :) Fórum svo á B-side. Það var mjög gaman en ekki það sama án Dans og Gaby :(

Í dag hef ég bara verið að horfa á Project Catwalk 3, jeiii. Fer svo í partí með Agnieszku í kvöld. Er víst heill stigagangur sem heldur þessi brjáluðu partí saman. Verður örugglega fjör.

Wednesday, February 20, 2008

amsterdam, skóli og ikea

Komin heim frá Amsterdam. Rosa skemmtileg og notaleg ferð. Leigði mér hjól, þannig að ég hjólaði ótrúlega mikið, ásamt þvi að kíkja á stöku söfn og fullt af mörkuðum. Keypti smá, bara pínku...eða kannski aðeins meira en ég ætlaði mér. En hei, sumir skór eru bara of flottir!
Fór svo í skólann í dag. Mér til mikillar óánægju þá er ég með nánast sama fólkinu í bekk. Fyrir utan bestu vinkonu mína í bekknum, Sarah, en hún er í aðeins klárari bekk. Sérstaklega fannst mér pirrandi að þær tvær manneskjur sem fara mest í taugarnar á mér í bekknum, eru með mér aftur núna. Eru eitthvað svo óendanlega lengi að svara öllu, fæ alveg gæsahúð af pirringi. Ekki gott.
Annars fór ég í Ikea í dag og keypti mér rúm. Því miður er það ekki sent til mín fyrr en í fyrramálið, en ég veit að ég á eftir að sofa betur í nótt, vitandi að það sé seinasta nóttin í hryllingsrúminu. Keypti mér æðislegt rúm, boxdínu með yfirdínu, 160cm. Draumur í dós, og það á tæplegan 15000 kall. Sá að það var talsverður munur á verði, í Ikea í Póllandi og heima. Munaði 10000 kr, bara á boxdínunni. Sjálfsagt talsvert meira, ef ég bæti öllu hinu við. Keypti smá meira líka í Ikea...hei, nenni ekki alltaf að vera að fara þangað!
En allavega, ætla að horfa á fyrsta þáttinn af nýju seríunni í Skins. Þætti sem eru ooooof góðir og fáránlega fyndnir. Mæli með þeim.

Thursday, February 14, 2008

Amsterdam 1

Búin að vera 2 daga í Amsterdam og mig langar nú bara að búa hérna. Allavega einhvern timan. Svo ótrúlega fallegt, en samt rólegt og næs. Líka fullt af skemmtilega skrítnum húsum og búðum. Svaka gaman.
Ferðalagið frá Krakow gekk bara vel, fyrir utan það að ég lenti í smá kröggum í Eindhoven. Málið var að ég var svo veik nóttina áður en ég fór, að ég náði ekki að skipta zlotiunum mínum í evrur. Ætlaði þá bara að skipta þeim í Eindhoven, enda bjóst ég við því að það væri banki þar. En nei, svo var ekki, ég því peningalaus í Eindhoven og LÍN ekki búnir að borga inn á debetkortið mitt og rútan að fara eftir hálftíma. Mjög gott að eiga systir á Íslandi sem var tilbúin að hlaupa út í banka til að redda mér. Því miður er búið að vera algjört rugl hjá LÍN, þannig að ég er ekki enn búin að fá pening. Að sumu leiti gott, því að ég hefði sennilega eytt um 20000 kalli í eitthvað rugl í dag. Búin að sjá svo mikið flott :)
Fór í gær í Van Gogh safnið, rosa gaman, fyrir utan endalaust mikið af túristum og nemendum sem voru búnir að planta sér fyrir framan málverkin og voru að teikna einhverjar viðvaningslegar eftirhermur. Við Ingunn og Gummi fórum svo í gærkveldi í bíó að sjá Sweenie Todd. Myndin var sýnd í bíói sem er það langflottasta sem ég hef séð á ævi minni. Alveg upprunalegt í art nouveau-stíl. Algjört ævintýri og passaði mjög vel fyrir þessa mynd, sem er mjög skemmtileg og flott. En allavega, Ingunn komin heim, þannig að við verðum að leggja á ráðin fyrir kvöldið :)

Monday, February 11, 2008

dægradvöl

Fór í gær í bíó með Miriu á myndina Atonement. Rosalega góð mynd, ofurdramatísk og sorgleg, en myndin er visually svo ógeðslega flott og vel gerð. Mæli með henni. Annars var gærdagurinn í heildina ferlega afslappandi og góður. Búið að vera svo mikið að gera hjá mér undanfarið, að ég naut þess að geta hangið bara heima og gert EKKERT. Í kvöld er ég að fara að í matarboð hjá Ewelinu í Zazcek og þá verð ég að kveðja Francesco líka. Sá seinasti sem ég þarf að kveðja í bili. Tekur alveg á, að vera alltaf sívælandi og segja bless. Fer svo á morgun til Amsterdam, þannig þetta er seinasta færslan í viku. bæbæ

Thursday, February 07, 2008

chaaangessss

Sit hérna og blogga í fyrsta skiptið frá nýja herberginu. Flutningarnir áttu sér stað í gær, en ég kláraði að þrífa herbergið mitt og skila því af mér í Zazcek í dag. Er nú bara nokkuð ánægð í nýja herberginu mínu, fyrir utan það að hlakka til að mála það og gera það fínt. Og, mig vantar nýtt rúm. Hef aldrei sofið á eins óþægilegu rúmi á ævi minni, berlínardínan var virkilega þægileg við hliðina á þessum gormaskratta. Var bara lurkum laminn og ÞREYTT eftir að sofa. Ætlaði að láta þetta duga í einn mánuð, en held ég verði að gera eitthvað í þessu.
Annars hafa seinustu 3 dagar verið ansi viðburðarríkir. Kláraði skólann, fékk fínar einkunnir, meira að segja 4 fyrir að tala(það er eins og 8 á íslandi). Í gær var seinasta kvöldið okkar vinanna allra saman, því að Dan og Gaby fóru í dag. Auðvitað var ætlunin að það yrði rosa gaman, en allir voru bara leiðir og þunglyndir. Kvaddi þau svo í dag, og auðvitað grenjaði ég úr mér augun. Því búinn að vera frekar emotional dagur, og kvíðir nú bara fyrir að þurfa að kveðja Nelly og Francesco um helgina. Annars vil ég bara segja að ég er rosa stolt af littlu syss, sem var að ná verklega prófinu í Rafvirjun! jeiiiii...

Monday, February 04, 2008

aldrei aftur Wisnówki!

Gleðilegan bolludag! Segir rjómabollulausa manneskjan í KRaká :(
Var í aðal skriflega prófinu í dag í pólsku. Held mér hafi gengið ágætlega, maður veit aldrei með svona, maður gerir stundum svo miklar klaufavillur. En ég held að þetta hafi verið í lagi. Bara eitt próf eftir, og það er munnlega prófið á morgun. Ætla ekki að fríka út af stressi eins og seinast!
Auðvitað hefði ég átt að vera að heima og læra alla helgina, en það var víst ekki þannig. Málið er að 4 bestu vinir mínir hérna eru að fara í vikunni, þannig að þetta var seinasta helgin okkar saman. Fórum á B-side á föstudaginn, og þar dansaði ég eins og brjálæðingur. Alltaf svo gaman þar.
Á laugardaginn var grímudansleikur í skólanum. Bjó mér til rosa fína fjaðragrímu. Ballið var ágætt, ekkert spes, ef ekki hefði verið fyrir mikið magn af wisnówki sem við drukkum til að þrauka. ÞEtta var svona samkvæmi fullt af pólskum samkvæmisleikjum. Er nú ekkert rosa mikið gefin fyrir það, en hei, it´s Poland. Fyndnast var þegar Dan ákvað að hann yrði að verða kóngur ballsins og dró stelpuna úr dómnefndinni með sér í brjálaðan dans. En málið er að hann kann virkilega að dansa svona samkvæmisdansa, og stelpan varð sennilega ástfanginn af honum fyrir lífstíð. Þetta var eins og eitthvað atriði í bíómynd, en hei, þetta virkaði og hann fékk glimmer kórónu. Jeiii.
Annars er ég komin með lyklana af nýju íbúðinni og flyt á morgun eða hinn. Jibbí. No more Zazcek!
web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker