Friday, April 25, 2008

Gleðilegt Sumar!

Já, ég hef verið afskaplega lélegur bloggari undanfarið,en það er nú bara því ég hef haft frá voða littlu að segja. Búin með prófin og skreið í gegnum þau öll. Skólinn alltaf jafn leiðinlegur, en daglega lífið er skemmtilegra heldur en áður. Er nánast aldrei heima hjá mér þessa dagana, þar sem veðrið er gott og ég alltaf úti með skemmtilegu fólki. Svo á ég afmæli á þriðjudaginn, 25 ára. Furðulegt. Finnst sá aldur alltaf vera einhverskonar fullorðinsborder. Maður eigi einhvern veginn að fullorðnast á þeim tímapunkti. En ég nenni þvi eiginlega ekki, held ég geri það bara eftir þrítugt...eða bara fimmtugt. Hvernig ætla ég svo að halda upp á herlegheitin. Það er spurning. Held ég eyði helginni í fyllerí á Singer, en svo ætla ég á mánudaginn að haga mér eins og krakki með Miriu og Ewelinu. Planið er að fara í piknik eftir skóla með blöðrum og fullt af kökum og osti og cherryvodka og láta eins og fíbl. Fer að sjálfsögðu eftir veðri, en það er spáð 20 stigum næstu daga. Svo fer ég 30. til Berlín, þar sem ég verð í nokkra daga eða viku. Veit ekki, er ekki búin að kaupa miðann til baka, fer eftir því hvenær Verena fær ógeð á að hafa mig í heimsókn :)Þannig, bara svaka stuð.

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ!!!!

kveðja Gunnar og Guðbjörg

29 April, 2008  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með afmælið sæta mín
kv. Aðalbjörg og co

29 April, 2008  
Anonymous Anonymous said...

veit að ég vakti þig í morgun...en til hamingju með afmælið enn og aftur :D gamla:P
kveðja litla systir

29 April, 2008  
Anonymous Anonymous said...

Ertu enn í berlín frk. berlín?
Já mér finnst þú nú frekar latur bloggari. Ég vil heyra meiri fréttir. Áfram með smjörið!

ingunn

07 May, 2008  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker