Friday, October 19, 2007

Wieliczka


Dagurinn var ótrúlega langur hjá mér. Vaknaði um 9 með dúndrandi hausverk eftir alltof mikla vodkadrykkju í gærkveldi. Fór í partí á hinni heimavistinni Piast. Það var eins og gefur til að kynna mjög gaman, svo gaman að þegar ég ætlaði að labba heim, þá fór ég í vitlausa átt og þurfti að taka leigubíl heim. Allavega, vaknaði eins og ég sagði kl 9 og skellti mér á kaffihús þar sem ég borðaði hádegismat og rissaði upp heimaverkefnin. Fór svo í skólann og var til 3, en þá fórum við Sara, Amelie og vinkona Söru, Anne í smá ferðalag. Fórum að skoða saltnámurnar í Wieliczka, sem er lítill bær fyrir utan Kraká. Og þessar námur eru sko algjört ævintýri. Þær eru búnar að vera til frá því á 13.öld og eru fullar af þvílíkt fallegum álmum. Eiginlega eins og risastór útskorin höll, en bara neðanjarðar. Það dýpsta sem við fórum niður er 300 metrar. Get sagt ykkur að það var ansi mikið af stigum, en alltaf niður í móti. Tókum lyftu þegar við fórum upp. En verð að segja, að eftir að hafa farið þarna, þá verður Moria í Lord of the rings, eitthvað svo minna ótrúleg, fyrir utan nokkra goblina. Tók glás af myndum, en set þær inn seinna. Myndinni stal ég af vikipediu, en hún sýnir stærsta salinn, sem er líka kirkja(já, þeir troða kirkjum allstaðar þessir pólverjar).

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

segji bara VÁÁÁ
Keðja Guðbjörg ben

20 October, 2007  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker