Wednesday, October 17, 2007

ekkert

Sit núna við tölvuna mína, nýbúin að borða heimatilbúna máltíð, og ætla mér að gera EKKERT í kvöld. Nema ég verði plötuð í karíókíið niðri, sjáum til. Er búin að vera svo mikið úti við undanfarið, á meðan Hebbi var í heimsókn, og nánast ekkert verið heima hjá mér. Annars var verið að biðja mig um að taka íslenskukennslu að mér. Einhver norðmaður, eða kona(norðkona, hahahaha) sem er altalandi á pólsku og er að læra að vera pólskukennari vill læra íslensku. Ég á eftir að gefa svar, pínku kvíðin að fara að kenna einhverjum, en gæti verið fínt. Myndi fá borgað í enn meiri pólskukennslu, sem er svosum ekkert amarlegt. Væri til í að læra betur framburðinn, leiðinlegt að geta farið að tala smá og enginn skilur mann. Svo sögðu strákarnir í bekknum að það eru of fáir íslendingar til í heiminum, þannig að við erum "bound to spread the language". Þarf ekki að taka fram að þetta voru ameríkanar. Já, svo er ég sennilegast að fara til Lundúna í fjóra daga í byrjun nóvember. Erum í smá fríi í skólanum og er að hugsa um að heimsækja hana Helgu. Sýnist að flugið verði óhugnalega ódýrt, sé það betur á morgun, þegar það er nýtt kortatímabil ;)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker