Friday, October 12, 2007

lífið

Ferðin að kastalanum var fín. ÞEtta var ótrúlega gamall og fallegur kastali inn í svona skógi á hæð. Mjög fallegt. Tók fullt af myndum en set þær inn seinna, því að ég er búin að fylla kvótann minn hjá Flickr þennan mánuðinn.
Við Hebbi fórum svo með fullt af stelpum á eitthvað klúbbarölt. Það var allt í lagi, en eins og Hebbi sá strax, þá eru þessar stelpur ekki alveg á minni bylgjulengd, þó að þær séu mjög fínar. Aðeins og mikið af hár-samræðum fyrir minn smekk. EN það var ágætt að komast út, en við ákváðum að fara um eitt leitið heim og spara okkur fyrir helgina, hvernig sem hún verður. Mér finnst ég ekki alveg vera að finna mig ennþá í skemmtanalífinu í Kraká, sennilegast því ég hef ekki kynnst neinum sem hefur sama "djammsmekk" og ég. Enda alltaf á einhverjum krappí túristastöðum með ömurlegri tónlist eða svona "hressó"-stöðum. Orðið dáldið þreytandi. Það er þreytandi að djamma þegar maður er ekki glaður. Þá er þetta bara eins og vinna.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hebbi kemur þá kannski með eina Pólska heim?;)
kv,Gunni

12 October, 2007  
Blogger Unknown said...

Þú verður að finna góðan stað til að djamma á, dans er svo mikilvægur fyrir geðheilsuna :o)

12 October, 2007  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker