Friday, November 30, 2007

Andrzejki

Í dag er nafnadagur Andrzej og seinasti dagur partístands fyrir jól. Deginum fylgja ýmsar skemmtilegar hefðir, sem flestar tengjast því að sjá fyrir framtíðina. Samkvæmt tímanum í dag á ég að giftast á næsta ári og það einhverjum Adam. Svo vill reyndar til að ég var að tala við strák sem heitir Adam í gær, en einhverra hluta vegna held ég að við séum ekki að fara að giftast. Reyndar er næstum öll vikan búin að vera Andrzejki-vika. Fór í partí á miðvikudag, fimmtudag og svo fer ég í enn eitt partíið á eftir. Enda er það engin tilviljun að ég hafi skráð mig í grúppu á Facebook sem heitir: "I´m not an alcholic, I just live in Poland". En ég fæ ekki að sofa út á morgun, því snemma í fyrramálið er ég að fara til Zakopane, vetrarparadísar þeirra pólverja. Þetta er lítill bær, staðsettur upp í fjöllunum, í um 2 tíma keyrslu frá Krakow. Hann á víst að vera ferlega fallegur. Held það verði æðislegt að komast aðeins út úr bænum og anda að sér fersku fjallaloftinu...

Thursday, November 29, 2007

pólska frá helvíti

Ég held að það sé endalaust hvað hægt er að gera pólska málfræði ruglingslega. Eftir að hafa lært skrilljón sagnir á þessum tveimur mánuðum, þá koma þeir með það: hver sögn á sér hliðstæða sögn sem þýðir alveg það sama, en er notuð við aðrar aðstæður! Sem dæmi: czytać-przeczytać(lesa), oglądać- obejrzeć(horfa). Og svona til að toppa þetta, þá stendur í bókinni: "Unfortunately, there are no clear rules defining which prefixes form of the perfective verbs, and that is why students have to remember what is the perfective form of the known imperfective verb." jahá...
Eins og við vorum að tala um í skólanum, þegar maður hefur lært pólsku, þá getur maður ALLT! Annars var þessi tími ansi pirrandi. Erum með 3 kennaranema að fylgjast með, og svo þegar það var verkefni þar sem tveir og tveir unnu saman, þá var ég sett með einum kennaranemanum. Því miður talaði hann ferlega óskýrt og hratt, hálfpartin mumblaði bara. Finnst það lágmarkið ef þú ætlar að vera pólskukennari að þú talir hææææægt og skýrt. Svo sat hann yfir mér þegar ég var að gera eitthvað verkefni og benti á allt, og var bara íkt pirrandi. Svo þegar ég kom úr skólanum og var samfó tveimur bekkjarfélögum mínum, þá fór ég að segja þeim frá raunum mínum. Hafði passað að vera í góðri fjarlægð frá skólanum. En nei, haldiði ekki að kennaraneminn hafi verið fyrir aftan mig. Vandræðalegt! Vona bara að hann tali ekkert svo góða ensku, hafði það reyndar alveg á tilfinningunni í tímanum...

Tuesday, November 27, 2007

eplates-raus

Tiltölulega tíðindalaust síðan síðast. Bara ferlega rólegt, eiginlega of rólegt. Get þó sagt að ég hafi náð öllum prófum, jeii. Á þó söguprófið eftir. Pólsk saga er full af mikilvægum kóngum og stríðum. Gaman að leggja það á minnið...
Annars horfðum við á skemmtilega mynd í skólanum eftir Andrzej Wajda: "Czlowiek z marmuru", á íslensku myndi það vera "menn úr marmara" eða eitthvað þannig. Mjög góð mynd frá 1978. Hún var bönnuð á sínum tíma vegna gagnrýni á stjórnvöld. EN hún sýnir m.a þegar það var verið að byggja Nowa Huta og líka bara hvernig það var að vera kvikmyndagerðarmaður in the 70s. Tónlistin í myndinni er líka frekar kúl og fyndin. Very 70s. Fór svo með Amelie á georgískan veitingastað, sem er alveg fáránlega góður og ódýr. Kann betur að meta georgískan mat heldur en pólskan. Miklu kryddaðri og skemmtilegri. En við fengum alveg stóra máltíð fyrir tæplega 500 kall, og þá meina ég drykkur innifalinn í því verði. Stundum elska ég Pólland! Annars sit ég bara og drekk epla og kanel teið mitt. Er að safna orku fyrir stóra Erasmuspartíið á morgun. Á föstudaginn er Andrewsday, en samkvæmt hefðinni á það að vera seinasti dagurinn sem má djamma fyrir Aðventu. Þess vegna eru rosa stór partí í þessari viku, þó að margir haldi ekki í hefðina og drekki sig fullan í desember líka. Svo góðar þessa hefðir sem má njóta og brjóta :)

Saturday, November 24, 2007

pikktjúres

Þar sem ég er búin með fría kvótann á flickr og tími ekki að borga fyrir að uploada myndum, þá er ég farin að setja inn myndir á facebookið mitt. Ég veit, hallærislegt, þar sem ég talaði illa um facebook í haust,en núna er ég orðin mjög svo dedicated facebooknotandi. Flestir vinir mínir hérna eru þar, þannig að ég þarf að vera aktív á myspace og facebook. Tough life...Allavega, set inn link á facebookið mitt hér til hliðar. Setti inn tvö albúm, annað frá snjógönguferðinni minni um Kraká, og annað með myndum úr vodkapartíinu ógurlega í seinstu viku.
Annars komst ég að því að Nix Noltes er að koma út um jólin en ekki í febrúar. Set því hér til gamans koverið sem ég bjó til fyrir þá. Verð að segja að þetta er eitt mitt besta verk. Annars er kvöldið bara búið að fara í ógurlegt mandarínuát. Gæti verið verra.

góð fyrirhelgi

Prófin eru búin, jeii. Þessi vika var svo óendnalega stutt en samt svo ótrúlega löng. Stutt því að það var eitthvað svo lítill skóli miðað við venjulega, en löng því allir eyddu öllum kvöldum heima að læra. Ég hefði auðvitað átt að gera það sama, en ég virðist fá athyglisbrest þegar ég sé bækurnar mínar. En virðist sem að ég hafi náð þessu öllu, fékk ágætis einkunn í málfræðinni en munnlega prófið gekk ekkert sérlega vel. Rétt náði því með C. Er búin að ákveða að næst þegar ég fer í munnlegt pólskupróf, þá ætla ég að vera full, því ég virðist tala miklu betri pólsku þá. Minna stressuð. En ég þarf ekki að hugsa um þetta aftur fyrr en í febrúar. En til þess að fagna prófalokum, fórum við út bæði í gær og á fimmtudag. Virðist sem við séum komin með vikulegan vodkahitting í herberginu hennar Nelly fyrir djamm, sem er ágætt. Í gær fórum við á æðislegan stað sem heitir B-side klub. Þessi staður er svo geðveikur, ég, Dan og Gaby sem erum að fíla þennan stað mest, dönsuðum eins og brjálæðingar í 5 tíma. Dj-inn var líka svo yndislegur, leit út eins og Jarvis Cocker og var svo augljóslega að njóta þess sem hann var að gera. Þannig á það að vera! Þá er það bara spurningin hvort maður hafi orkuna í að fara út í kvöld?

Thursday, November 22, 2007

grafíkdeild Mbl

Það er einhver búinn að vera að missa sig í photoshoppinu hjá Mbl seinstu daga. Ísland í hnotskurn?



action-reaction

Fór í munnlega prófið áðan og það var vægast sagt FATALNE! eins og pólverjarnir myndu orða það. Var ferlega stressuð og gat ekki sagt hluti sem ég kann mjög vel. Frekar glatað. En þetta eru bara miðvetrarprófin og gilda bara 30%. Aðal prófin eru í febrúar. Fékk þó einkunnina úr málfræðiprófinu og hún var fín. En sem mjög einföld kona í vondu skapi, þá strunsaði ég í Galeria Krakowska og keypti mér almennilega kuldaskó. Ferlega fluffy og sætir. Alveg óþarfi að vera léleg í pólsku OG kalt á fótunum...

Wednesday, November 21, 2007

stór helgi

Næsta helgi verður ansi stór hjá mér, þ.e ef ég hefði verið á Íslandi. Á föstudaginn er svaka útgáfupartí hjá Bjarti/Veröld og á laugardaginn opnar sýningin: "Þetta vilja börnin sjá" í Gerðubergi. En það er nú dáldið kúl að komast ekki því maður er of bissí og búsettur erlendis, eða eitthvað...

Tuesday, November 20, 2007

midterms

Núna er fyrsta miðvetrarprófinu lokið. Að sjálfsögðu var ég hundlöt að læra yfir helgina, og ákvað að taka menntaskólabragðið mitt á þetta: fara snemma að sofa í gærkvöldi og vakna svo klukkan 4 og læra þangað til ég færi í prófið. Það virkaði, næstum því. Fór að sofa kl 9, en vaknaði þegar Ilona kom heim kl 11. Svo áttum við báðar erfitt með að sofna, þó við værum orðnar drulluþreyttar og vorum á tímabili að hugsa um að staupa heimabruggaða vodkað sem pabbi hennar bjó til(eru allir að brugga vodka hérna!), en eftir að hafa blaðrað endalaust mikið um háalverleg málefni eins og trúabrögð og fóstureyðingar(hvernig þetta kom til veit ég ekki), þá sofnuðum við klukkan eitt. En ótrúlegt en satt, þá vaknaði ég klukkan 4:30 og fór að læra og lærði bara fullt áður en ég fór í prófið. Vona að það hafi gengið eins vel og ég held. Held allavega að ég falli ekki, og fyrir mér er þá markmiðinu náð. En jæja, er samt pínku þreytt núna, þannig að ég ætla að leggja mig áður en hinir kúrsarnir byrja.

Monday, November 19, 2007

Fríða frænka

Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki á tilfinningunni að ég sé að missa af miklu á Íslandi þegar aðalfréttin er um verslunina Fríðu Frænku, og að búðin selji fullt af allskyns dóti. Rosalega skrítin frétt. Kannski Fríða frænka sé komin með mjög góðan PR. Annars labbaði ég yfir Rynekið áðan og sá að það er byrjað að undirbúa jólamarkaðinn. Komin lítil tréhús út um allt torgið, ferlega krúttlegt eitthvað. Heyrði að jólamarkaðurinn sé ótrúlega skemmtilegur, og mikið að fólki að versla og drekka heitan bjór og heitt, kryddað vín. Hljómar sem skemmtun að mínu skapi.

Sunday, November 18, 2007

Abbababb gagnrýni

Abbababb fékk góða gagnrýni á rás 2 í gær. En myndirnar þóttu dáldið grófar og drungalegar, en samt ekkert vont sagt um þær. En 5 ára drengur gagnrýnandans varð dáldið hræddur, sérstaklega við stóru stráka myndina. múhahahaa. En samt fyndið, ég sem lagði mig sérlega mikið fram um að gera hressar og glaðlegar og litríkar myndir.hmmm....best að ég láti ekki sama fólk gagnrýna afganginn af verkunum mínum.

flug og skot

Öll flug bókuð:
13.des Krakow-Köben, verð eina nótt hjá vinkonu minni þar.
14.des Köben-Rvík. Verð þar í 2 vikur þar sem ég hitti alla og eyði jólahátíðinni.
30.des Rvík-Köben verð í 3 tíma á flugvellinum þar sem ég geri eitthvað uppbyggilegt.
30.des Köben-Berlín, verð þar í 3 daga, þar sem ég eyði áramótunum.

og svo þarf ég bara að panta lestina frá berlín-Krakow 2.jan og svo skóli 3.jan

Annars þarf ég að eyða deginum í að læra :( Próf í næstu viku. Ákvað þó í gær að æfa pólskuna á vettvangi og fór í partí í hinni heimavistinni Piast. Þar var rosa gaman, reyndi að dansa smá við balkanskagadiskóið, en það var dáldið erfitt. Hef ekki alveg mjaðmasveifluna í það. Eyddi tímanum í staðinn við drykkju og að tala við sérlega myndarlegan og skemmtilegan strák.

Thursday, November 15, 2007

blótum

Ákvað að hella mér í smá research til að læra að blóta á pólsku. Blótið virðist einhvern veginn svo miklu verra, hentar greinilega vel tungumálinu. Allavega, fann þá þessa síðu http://www.youswear.com , sem kennir manni að blóta á fullt af tungumálum. Mæli með því að skoða íslenskudálkinn, hef einhvern veginn á tilfinningunni að þessi síða sé ekki svo nákvæm eftir allt saman.

speglahreinsivodka

Ég og föruneitið fórum í partí í herberginu hjá Nelly í gær. Það var hin besta skemmtun, en við gerðum þau afdrifaríku mistök að kaupa áfengi af gaurnum við hliðina á, þegar við kláruðum vínið okkar. Sá gaur bruggar sitt eigið vodka úr sítrónu og hunangi og einhverjum vafasömum efnum. Þetta var neongult á litinn og smakkaðist eins og ég get ímyndað mér að speglahreinsivökvi eða eitthvað smakkast. Þar sem ég er mjög einföld, þá lét ég það ekki stöðva mig, enda heyrði ég bara 54%. Fórum eftir herbergishittinginn á einhvern bar þar sem Erasmus partí var í gangi. Þar dvöldum við alltof lengi og ég kom ekki heim fyrr en upp úr 3. Þess má geta að þegar ég vaknaði kl 7 til að mæta í skólann, þá gat ég ekki staðið beint og var ennþá full, þannig að ég skreið bara aftur upp í rúm og fór að sofa. Dagurinn hefur því bara farið í að næra þynnkuna, fór á einhverja chickflick í bíó og borðaði popp og drakk kók í lítratali.

Tuesday, November 13, 2007

hugshugs

Ég var að koma úr tíma í “Contemporary Poland” þar sem við ræddum um sögu kommúnismans í Póllandi, og hin mismunandi tímabil. Kennarinn er ferlega neikvæður gagnvart kommúnisma, eins og flestir Pólverjar. Á kommúnismatímabilinu var stranglega bannað að andmæla honum, en núna er maður litinn hornauga ef maður gerir það ekki. Að sjálfsögðu skil ég pólverjana vel að mörgu leiti, ef maður þarf að standa í röð frá kl 4 um nóttina til að kaupa vöru sem er sögð vera til í búðinni, sem by the way opnar ekki fyrr en 10. Og fá vöruna svo ekki því hún var ekki til, til að byrja með. Þá hefur maður sennilegast kaldar tilfinningar gagnvart kommúnisma. En því má ekki neita að hugmyndin er falleg, bara ferlega illa framkvæmd. En Pólverjar eru á því stigi núna að þeir líta á vesturlöndin í einhverjum rósrauðum bjarma, kapítalisma sem einhvern lykil að hamingju. En fólk verður aldrei algjörlega frjálst, þegar það ja...lifir í samfélagi. Það eru alltaf einhverjar hömlur og eitthvað sem fer í taugarnar á manni. En ef ekkert færi í taugarnar á manni, væri þá ekki leiðinlegt að lifa? Hvað gerðu uppreisnarseggirnir þá?
Allavega, nóg af alvarleika, ég gerði heiðarlega tilraun til að elda pierogi sem ég keypti í búðinni. Þvílík mistök, þó ég sé ekki fullkomnlega sátt við hvernig þeir elda þetta á veitingastöðunum(þakið í fitu og lauk), þá er það talsvert betra en óskapnaðurinn sem ég keypti núna. Jakk! Ætla að fara í bíó, eða ekki beint bíó, einhver nemendasamtök eru svo sæt að sýna pólskar kvikmyndir eða kvikmyndir tengdar Póllandi einu sinni í viku á þessum bar. Í kvöld er sýnd myndin KANAł eftir pólska leikstjórann: Andrzej Wajda, en hann á víst að vera rosa klár.

Monday, November 12, 2007

Bardzo lubie snieg!!!

Verð með í sýningunni "Hvað vilja börnin sjá" sem er í Gerðubergi um hver jól. Þar eru sýndar illustrationir úr nýútgefnum barnabókum. Þar sem ég fékk að vita þetta með mjög littlum fyrirvara, þá fór gærdagurinn í að plögga þetta. Þökk sé yndislegum systkinum mínum sem eru að prenta og finna ramma fyrir mig, þá tekst þetta. Er búin að senda skýrar leiðbeiningar um hvernig þetta á að vera. Verst er að ég get ekki verið með á opnuninni, en ég næ þó að sjá sýninguna, sem er alltaf gaman. Er búin að fara á þessa sýningu seinstu fjögur, fimm ár held ég. Hluti af jólunum. Því enn skemmtilegra að fá að vera með.
Annars er snjórinn bara yndislegur og Kraká sérlega falleg í dag. Það eru töfrarnir við snjóinn er að hann nær að gera allt svo fallegt og draumi líkast. Veit ég hljóma ferlega væmnislega, en hei, þetta er satt!!! Elska hvað kunnuglegt umhverfi verður ólíkt, öll skynfærin skynja allt svo öðruvísi, hljóðin dempast,jörðin sem maður labbar á er mýkri, eða sleipari eða blautari...og kalt loftið lyktar svo yndislega vel. En að öðru brýnu málefni. Pólsk súkkulaði er ótrúlega gott. Er búin að uppgötva súkkulaði sem er eins gott og að horfa á myndina Chocolat. Kannski maður laumi því með í jólapakkana í ár...

Saturday, November 10, 2007

æðislegur dagur

Miria dró mig út kl 1 og byrjuðum við á að fara á ljósmyndasýningu sem sýnir daglegt líf gyðinga í Kraká fyrir stríð. Myndirnar voru ótrúlega skemmtilegar, en svo var líka mikið af blaðaauglýsingum og fleira með afskaplega fallegri týpógrafíu. Í uppáhaldi var samt video sem sýndi bara fólk í Kazimierz, gamla gyðingahverfinu, við sýna daglegu iðju. Fórum eftir sýninguna, í Kazimierz, auðvitað og borðuðum bestu naleśniki í heimi. Það eru svona crepés með fyllingu. Fórum svo í bíó og lékum okkur síðan í snjónum. En enginn nennir út í kvöld, þannig rólegt laugardagskvöld hjá mér. Fór líka á Pausa í gærkveldi, þannig að það er í lagi.

jibbí!

ÞAÐ ER FARIÐ AÐ SNJÓA!!!

Abbababb!


Abbababb! kemur út í dag. Þeir sem vilja áritað eintak geta farið í Mál og Menningu, hitt Dr Gunna og já, líka keypt bókina. Svo fer fólk ekki nógu mikið í Bókabúðir!
Annars vildi ég að ég gæti séð bókina, fæ hana senda þegar ég man eftir því að registera mig. Á það til að gleyma þannig hlutum. Registeraði mig aldrei þegar ég bjó í Berlín, en núna hef ég þó ástæðu. En pólsk skriffinska er bara svo ferlega gamaldags, getum sagt það að ef það kviknaði í, þó væri ég ekki hissa þó að ÖLL skjöl myndu tapast.

Wednesday, November 07, 2007

veikindadagur2

Fór ekki í skólann í dag. Ákvað að láta mér batna almennilega. Er líka búin að vera að vinna í Nix Noltes koverinu. Er búin að skemmta mér alveg stórkostlega við það í dag. Ilona var í skólanum í allan dag, þannig að ég hafði herbergið alveg út af fyrir mig. Bara gott að vera farin að gera eitthvað kreatívt aftur. Er búin að vera svo lömuð í þeirri deild síðasta mánuðinn. Ekki gott. Vona bara að ég verði dugleg eftir að ég klára þetta verkefni. Jafnvel, enn betra, ef einhver myndi gefa mér verkefni...
Annars kíkti ég aðeins á B2 í dag, og sá afskaplega skrítna sögu. Læt hana fylgja með, ef einhver hefur misst af henni :)

Tuesday, November 06, 2007

hósthóst

Fór til læknis í dag út af hóstanum frá helvíti. Nokkuð góð heilbrigðisþjónustan hérna, fór á sér heilsugæslu fyrir nemendur. Þar þurfti ég ekki að borga neitt, því ég geng í skóla hérna og er með evprópska sjúkratryggingaskírteinið. Þurfti aftur á móti að bíða í röð í tvo tíma. En hei, var með skemmtilega bók. Er að lesa Norwegian Wood eftir Murakami. Er nýbúin að uppgötva hann, þannig að það er skemmtilegt. Svo er ég bara búin að vera að hangsa í dag, vinna í Nix Noltes og horfa á My so called life. Ekkert betra en unglingadrama þegar maður er slappur :)

Monday, November 05, 2007

Komin heim

Hélt ekki að ég gæti séð herbergið mitt hérna í hyllingum, en jú, það gerði ég. Ætli það þýði að ég sé búin að venjast þessu húsnæði mínu? Þar sem ég var svo vitlaus að panta flug kl 6 um morguninn, þá byrjaði mesta hryllingsferðalag í heimi kl 2. Hafði upphaflega ætlað mér að taka Stanstead express á flugvöllinn, en fattaði svo í gærkveldi að lestin gengur ekki á nóttinni. Þá þurfti ég að finna annan ferðamáta, og sá að National express er með rútur frá Viktoria station á nóttunni. Því var það svo að ég var komin þangað kl 2, hálftíma fyrir áætlaða brottför til að finna hvar þessi blessaða rúta færi. Fór fyrst vitlausum megin, og rútubílstjóri benti mér á einmana skilti hinum megin við götuna. Þangað fer ég og býð...og býð....og býð, og engin rúta kemur. Nema hvað að einhver rúta á leiðinni til Luton kemur og segir mér að líklega þurfi ég að bíða handan við hornið. Þar sem ég var með óendanlega mikinn hósta, ískalt og dauðþreytt, þá var ég pínku örvæntingafull, og fór því að leita að hinni stoppustöðinni. Býð þar í dágóðan tíma, og enn birtist enginn rúta. Klukkan var orðin langt gengin í þrjú, og ég sá fram á að ég kæmist ekkert upp á flugvöll. En greinilegt er að einn leigubílstjórinn hefur tekið eftir vandræðum mínum þar sem ég arka á milli stöðva, því hann stoppar og spyr mig hverju ég sé að leita að. Hann bendir mér þá á annað fyrirtæki, sem væri rétt hjá, og þeir voru bara að leggja af stað bráðlega. Þannig að ég komst á flugvöllinn að lokum, og á réttum tíma. Þegar flugvélin átti svo að fara að leggja af stað, þá kemur í ljós að einn hreyfillinn var bilaður. Því komumst við að sjálfsögðu ekki á loft, og þurftum að bíða í 2 tíma í flugvélinni eftir því að við fengum aðra vél, og þá loksins komumst við af stað. Verð að segja að þurrt flugvélaloftið er ekki gott þegar maður er með svona mikinn hósta, þannig að ferðin var hreint út sagt ógeðsleg. Því er ég loksins komin heim, upp úr 13:00, hvað er það, samtals 11 eða 12 tíma ferðlag?
Annars var lundúnarferðin bara góð. Á laugardaginn breyttust plönin og eyddum við deginum í Camden í staðinn. Þar fórum við á markaði og létum lesa í lófa okkar, því okkur fannst það of fyndið til að gera það ekki. Svo var reyndar lófalesarinn helvíti naskur og las karakterinn okkar algjörlega út. Samkvæmt honum er ég mjög einbeitt eða ákveðin(determined) og get verið óþolinmóð og vil gera hlutina strax. Sem ég held að sé nokkuð rétt. Hann sagði að ég væri kreatív og að ég gæti verið góð hjúkka eða healer því ég væri með svo hlýjar hendur. Held persónulega að ég hefði aldrei þolinmæðina í það, en eins og Helga sagði: hvað væri ég að gera ef ég væri ekki kreatív? Get ekki svarað því. Allavega, lófalesarinn sagði að ég ætti eftir að ferðast mikið, og aðalega á milli þriggja landa. Honum fannst endilega að ég ætti eftir að fara til Nýja Sjálands eða Ástralíu. Ég myndi þó alltaf snúa aftur heim til Íslands. Ég ætti eftir að vera með mikið af verkefnum, eins og ég væri að vinna sjálfstætt, og einhvern tíman á ferlinum myndi ég breyta til og fara yfir í eitthvað annað. Ég væri eitthvað leið núna, og ég mætti ekki láta það koma í veg fyrir sköpun mína. Mér fannst þetta sérlega fríkí, því ég er búin að vera svo uninspired síðan ég kom hingað og ekki getað gert neitt. Svo á ég eftir að eignast eitt barn og einhver sérstakur ætti eftir að birtast bráðlega...hmm, það er sem sé enn von! En allavega, gaman að því. Já, allavega, áfram með ferðasöguna, á laugardagskvöldið fórum við bara út að borða og í bíó. Ég ekki beint partífær. Og á sunnudaginn röltum við um Notting Hill og skoðuðum Buckingham höll. Gleymdi að segja ykkur að við sáum ref á föstudagsnóttinni inn í miðri London. Geðveikt skrítið. Jæja, allavega, þetta er sennilega lengsta færsla í heimi. Er farin að sofa, dobranoc!

Saturday, November 03, 2007

I luuuuv london

Jæja, þá er ég búin að vera í london í hmm, 2 og hálfan dag. Helga tók á móti ér á liverpool street á fimmtudaginn. Við vorum rólegar það kvöld, þar sem ég var dáldið þreytt eftir flugið, en fórum þó og fengum okkur að borða og röltum um hverfið hennar. Hún býr á ferlega góðum stað, rétt hjá Waterloo station og London Eye. Herbergið hennar á heimavistinni er eins og 5 stjörnu hótel miðað við herbergið mitt. Hún er með sérherbergi(sem er svipað stórt og það sem ég deili með Ilonu) og eigið baðherbergi og aðgang að frábæru eldhúsi. Við erum að sjálfsögðu búnar að blaðra óendanlega mikið, og búið að vera rosa gaman. Fórum í gær í Soho og svo í Topshop, þar sem við eyddum 3 tímum! Þetta er bara of stór og skemmtileg búð. Ég náði samt að kaupa bara einn bol. Ótrúlegt en satt! Helga keypti aðeins meira :) Fórum um kvöldið á indverskan veitingastað í Shoreditch, sem er aðal tískuhverfið hérna núna. Maturinn var óendanlega góður og fórum svo á tvo skemmtistaði sem voru ótrúlega skemmtilegir og kúl. Við fórum þó snemma heim, en misstum af lestinni og þurftum að taka næturstrætóinn heim, sem var svona alvöru rauður lundúnastrætó. Vorum svo heppnar að fá sæti fremst á efri hæðinni, þannig að þetta var bara skemmtilegt sightseeing. Ég er búin að vera hrikalega kvefuð og með leiðindar hósta, þannig að ég vona að ég verði ekki meira veik. Þetta er ennþá á hor og hóstastiginu, þannig að við vonum að það verði ekkert meira. Heyrði í Óla úr Nix Noltes, og Kristján sem var að vinna verkefnið með mér var að eignast barn, þannig að ég þarf að rimpa cd coverinu af fyrir föstudaginn. Fæ að gera þetta algjörlega eins og ég vil, þannig að ég held að þetta verði lítið mál. Er búin að vera svo unispired og ekki getað gert rass í þessu verkefni, þar sem mér finnst það mjög hamlandi þegar ég er að vinna með öðrum, og þeir gera hlutina ekki eins og ég vil. Allavega, kveð að sinni, ætlum hugsanlega að fara í the London eye, og jafnvel kíkja í Notting hill og fara á Starwars sýningu sem við sáum auglýsta. Okkur fannst það dáldið of nördalegt til að sleppa því. blessbless

Thursday, November 01, 2007

lon og don

Núna sit ég bara og bíð eftir því að fara til London. Er pínku hrædd um að ég sé að verða veik, því ég vaknaði með hósta í morgun. Hóstinn er í lagi, svo lengi sem að hálsinn á mér fer ekki að bólgna út eins og hann hefur gert í seinustu þrjú skipti sem ég varð veik. Svona er maður, tekur útlitið fram yfir heilsuna ;) Allavega, er búin að pakka, fötin mín voru orðin sæmilega þurr eftir þvottaævintýrið í gær. Hef svosum ekkert að segja, skrifa meira þegar ég kem til baka, blessbless
web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker