Wednesday, July 26, 2006

back to the klake!

Þá er maður kominn aftur til Íslands,litla kalda Íslands. FLugið gekk áfallalaust, var samfó Tedda og Helgu á flugvöllinn í taxa, þó þau færu með flugi klukkutíma á eftir mér, en djöfull var ég með mikinn farangur. Var 10 kíló yfir það sem mátti vera með, en þurfti ekki að borga neitt, ekkert smá fegin. Já, það var skrítið að koma heim í 12 stiga hita, var víst 23 stiga hitamunur á Berlín og Reykjavík, hvað er málið með það! Fór í dag niðrí bæ og voðalega er allt lítið. Fannst það ekki fyrr, ég meina ekkert stórt, en þó ekki dvergabær. En það er gaman að vera komin aftur, ferskt loft og hitta alla, þ.á.m. littlu krílin hennar Aðalbjargar. Hef aldrei séð svona lítil börn, eins og littlir hvolpar.
Jæja, þetta er glötuð tenging og nenni ekki að skrifa meir. Bæbæ

Monday, July 24, 2006

seinasti dagurinn í berlín

jább, það er satt, ég kem heim á morgun. Satt að segja hlakkar mér mjög mikið til núna, þó ég eigi nú eftir að sakna vina minna hérna.
Helgin var skemmtileg: á föstudaginn var opnunin á Udk Rundgang í visual communication deildinni. Margt skemmtilegt að skoða og á laugardaginn hélt Andi Surprice goodbye partí fyrir mig, og það var í alvörunni surprice. Allir vinir hennar, sem eru núna vinir mínir komu og það var ótrúlega næs og gaman. EFtir það partí fór ég með Verenu og Helgu í Abrisspartí(þýðist sem rífaniðurhúspartí) hjá vini Millu í Friedrichshain. Moana var þar líka, þannig að ég fékk líka að kveðja vini mína úr skólanum almennilega.
Annars held ég að ég sé búin að finna lausn á pökkunarvanda ´mínum. Keypti svona tyrkneska innkaupatösku, sem virðist ekkert súperstór, en kemst alveg fullt í hana. Held ég hafi hana sem handfarangur og troði öllu þunga dótinu þar ;) Svo er bara að vona að ég fái ekki yfirvigt, hrikalegt stress verð ég að segja. En allavega, verð að halda áfram að pakka, sjáumst bráðlega :)

Saturday, July 22, 2006

minn sanni hæfileiki

Ég er búin að uppgötva minn sanna hæfileika:

Your true talent is spatial ability

Your ability to visualize objects in three-dimensional space gives you a unique view of the world. Because of this talent, you are much better than most people at imagining new designs including floor plans, page layouts, and three dimensional objects.

How do we know that's your true talent? While you were taking the test, we calculated your responses to each test question and rated your skills in 5 areas. You scored highest on spatial ability.

People like you are usually great when it comes to putting together assemble-it-yourself furniture or other household items — whether the items arrive with instructions or not. Your spatial skills also help you understand the finer points of how things work.


Já, þetta skemmtilega próf er hægt að taka hérna:

http://web.tickle.com/tests/talent/authorize/signin.jsp?url=%2Ftests%2Ftalent%2Findex.jsp&stay

minn sanni hæfileiki

Thursday, July 20, 2006

Flickr

Gleymdi að láta vita að ég er komin með Flickrsíðu, það er linkur undir "myndir".Enjoy!

hangsihangsihangs

Já, nú þegar skólinn er búinn, þá geri ég voða lítið. Gærdaginum eyddi ég t.d í að liggja út á svölum í 35 stiga hita að lesa. Það var bara ágætt, þó ég verði að segja að ég get ekki beðið eftir að koma heim í rigningu. Verður hressandi tilbreyting. Á morgun byrjar Rúndgangurinn(sýningin í skólanum mínum), þar mun ég sýna frímerkið mitt og fashionillustration. Því miður eru talsvert margir bekkir í myndlistardeildinni í mótmælum við skólann og ætla því ekki að sýna verkin sín og minn bekkur er þar á meðal, þannig að fallega sirkusplakatið mitt verður ekki sýnt :(. Vil þakka öll fallegu kommentin sem ég fékk um verkin mín :(
Annars er ég í pakkakrísu. Ætlaði að senda eitthvað dót heim, svo ég þurfi ekki að bera allt, eða koma því fyrir í töskunni minni. EN svo verður ekki.Hef nú ekki efni á svona lúxux! Held ég verði bara að fara á flugvöllin og brosa fallega til afgreiðslufólksins og vona að ég þurfi ekki að borga yfirvigt, virkaði seinast :D
Eldaði í gær Burrito fyrir Andi, Helgu og Lenu. Fórum svo í sving, dönsuðum ekki mikið en skemmtum okkur konunglega við að horfa á fólkið. Mjög mikið af skemmtilegum karakterum sem koma þarna. Ég bara dýrka að horfa á fólk, sérstaklega hérna, miklu fjölbreittara úrval af skrítnu fólki heldur en heima, enda fleira fólk. Jæja, hætti þessu rugli, held ég fari að gera eitthvað gagnlegt, eins og fara í sólbað ;)

Monday, July 17, 2006

frímerki og sirkusplakat

setti inn í ganni frímerkið sem ég gerði og sirkusplakatið mitt. Frímerkið gerði ég hjá Wagenbrethbekknum mínum, þetta var sent í keppni hjá þýska póstinum, veit enn ekki úrslitin. Þemað var dánarafmæli Karl Valentine sem var grínisti frá Munchen in the 20s.
Sirkusplakatið gerði ég við þemað-texti sem mynd, og eins og glöggir menn sjá, þá eru rendurnar á tígranum stafirnir :)


fótóbúttið


Hvað gera tvær ungar dömur sem leiðist á laugardagskveldi í Berlínarborg? Ja, í mínu og Andiar tilfelli, þá dressuðum við okkur upp og fórum í myndakassann. Við máluðum okkur, ég var með hárkollu og tókum með okkur veggfóður, tebolla og naggrísinn Oscar. Hér sést árangurinn :)

Friday, July 14, 2006

Aðalbjörg mamma!!!

Jább, Aðalbjörg og Svenni eignuðust tvíburastelpur í morgun, 7 og 9 merkur :) Hún náði víst ekki að halda þeim lengur inni fyrir mig, en það er allt í lagi. Get ekki beðið eftir að koma heim og hitta hana og krílin :)

Annars var gærdagurinn annasamur. Mætti galvösk niðrí skóla kl 10 um morguninn til að hjálpa til við tískusýninguna sem m.a annars Helga tók þátt í. Ég gerði þetta auðvitað í algjörglega sjálfselskulegum tilgangi, því þannig fékk ég ókeypis inn á sýninguna sjálfa. Þurfti bara að setja upp bekki og svona, en svo fékk ég önnur verkefni á sýingunni sjálfri. Annað verkefnið var létt, þurfti bara að taka við míkrafóninum af kynninum og passa að kapallinn væri ekki á runwayinu. En hitt verkefnið var vandasamara. Kannski ekki vandasamt, heldur asnalegt. Þurfti að vera inn í VIP partinum og sitja þar og bíða eftir því þegar eitt outfittið kæmi. Málið er að módelið var í jakka yfir kjól, og á kjólinum voru perlur. Svo átti módelið að stoppa og fara úr jakkanum og perlurnar myndu hrinja á runwayið. Ég átti svo að koma með lítinn sóp og sópa þeim út á grasið, svo að næsta módel myndi ekki fljúga á hausinn. Auðvitað gekk þetta ekki svona vel. Módelið var sett vitlaust í jakkann, þannig að þegar hún fór úr honum þá flugu perlurnar út um allt, ég hleyp inn á til að sópa og þá fara náttúrulega allir að hlægja, því auðvitað leit þetta ótrúlega asnalega út. Svo kemur næsta módel, fer úr sínum jakka og hennar perlur dreifast út um allt. Og sama hvað ég sópaði þá komu glerperlurnar alltaf til baka. Hrikalegt!!! Held ég hafi hlaupið þarna inn á ca 6 sinnum. Skelfilegt alveg hreint. Líka sérstaklega asnalegt, því eina fólkið sem sá þetta var allt "merkilega" fólkið, þ.e tískuelítan í Berlín, eins og Bernhard Vilhelm sem sat á fremsta bekk. Já, alltaf gaman að vera trúðurinn ;).
Annars var þetta mjög flott sýning og Helgu föt voru mjög flott. Líka gaman að Sylvie var eitt af módelunum í sýningunni.
Annars fórum við Helga í fyrsta skiptið á KurfursterDamm, aðalverslunargötuna í Vesturhlutanum. Höfum ekkert mikið verið að hangsa þar, en rosalega er allt stórt þar. Þetta er svona túristaparadísin, með öllum hugsanlegum verslunarkeðjum sem hægt er að ímynda sér. Fórum líka í Ka De Ve sem er stærsta mollið á meginlandinu, alveg hægt að týna sér þar, þó það væri ansi dýrt. Skemmtilegast var held ég nammideildin, sem var geeeeðveik. Fann í fyrsta skiptið saltlakkrís síðan ég kom hingað. Svo var sauma og föndurdeildin ótrúlega flott. Allavega, held ég geri ekki neitt í kvöld, er dauðþreytt. bæbæ

Wednesday, July 12, 2006

shöne abend

en hvað gærkveldið var yndislegt. Við Andi fórum við Verdu í Mauerpark að grilla. Maturinn okkar var yndislega góður og stemmingin svo skemtmileg. Seinna kom Gösta til að éta afgangana okkar, stundum verður maður að gefa þessum ósjálfbjarga drengjum að éta. Eftir að hafa setið í garðinum í nokkra klukkutíma, þá fórum við að kaffihús í nágrenninu og drukkum sambúkka og beilís blandað saman, mæli eindregið með því, og spiluðum fótboltaspilið. Verð að segja að ég hafi nú alveg slegið í gegn, enda nokkuð mikill sérfræðingur eftir að hafa æft mig tvö sumur í hólmaseli :)
Annars var seinasti þýskutíminn í morgun, að vanda vorum við Lauren bara einar mættar ásamt kennaranum. Hann gaf okkur þýska bók í kveðjugjöf, mjög fallegt af honum :). Held ég reyni að halda áfram í þýskukennslu þegar ég kem heim, vil ekki missa niður það sem ég kann, og held það sé ekki vitlaust að geta talað þýsku ef ég fer til Póllands. Þeir tala oft betri þýsku en ensku þar. Jæja, er eiginlega drulluþreytt eftir að hafa sofið ansi litið, kannski ekki alltaf sniðugast að vaka til 4 á þriðjudagskvöldi. Held ég leggi mig, svo eg verði hress í partíinu sem ég er að fara í í kvöld. Helga bauð mér með sér í útgáfupartí á nýju tískutímariti, má búast við mikið af snobbuðu og óþolandi tískuhönnuðum, get ekki beðið ;)

Monday, July 10, 2006

afsakið bloggleysið

Hef ekki komist á netið í nokkra daga, hann Gísli Marteinn vírusvörnin mín eitthvað að angra mig, bara svona eins og Gísli Marteinn gerir.
Annars hefur ekkert merkilegt gerst þannig séð. Hjálpaði Helgu að sauma á föstudag og laugardag. Ekki að ég gæti gert mikið gagn, en hjálpaði henni þó að falda og setja tölur og fyrst og fremst að halda henni félagsskap.
Annars var laugardagskvöldið ansi skemmtilegt. Fór fyrst að hitta Tedda og Helgu og var eitthvað að hangsa með þeim, en ég fór heim snemma. Síðan hringdi Andi í mig óvænt og vildi að ég hitti hana og vinkonur hennar Lenu og Verdu á Weinerea, þar sátum við svo og drukkum afbragðsgott vín. Þegar þar lokaði ákváðum við að fara á Kaffi Burger og dansa, en ég leiðinni þangað fundum við annan stað með nafn sem hægt er að þýða sem "klúbbur pólskra failera". Fórum þangað inn og þar var allt fullt af vinstrisinnuðu fólki að dansa við rússneska tónlist og píanó. Svaka stuð þar á bæ. Kl 4 fóru Verda og Lena heim, en auðvitað var partíið bara að byrja hjá mér og Andi. Kíktum á 8mm og sátum þar í rólegheitum. Þar komu tveir plebbalegir menn sem vildu endilega tala við okkur. Byrjum að spjalla við þá á ensku, en komumst svo auðvitað að að þetta voru íslendingar. Orri og Orri. KOmst svo seinna um kvöldið að annar þeirra er sonur Helga Björns. en hinn er forstjóri hjá Símanum, útskrifaður úr Harvard Buisnessschool(prófaði að googla því seinna og hann var ekki að ljúga) Mér fannst þetta svo ótrúlega fyndið. Þetta eru svona manneskjur sem ég myndi aldrei hitta neins staðar á djamminu í Rvík, hvað þá tala við. En í Berlín, þar er þetta annað mál. Þeir voru þarna komnir til að horfa á úrslitaleikinn í HM, hvað annað! Þeim fannst við svo ótrúlega skemmtilegar að þeir buðu okkur til Rio, skemmtistaðarins, ekki borgarinnar og borguðu fyrir okkur inn og drykki. Ekki slæmt það. Við týndum þeim svo "óvart", en það var allt í lagi, þar sem þarna var fullt af íslendingum sem gátu haldið þeim félagsskap. Við Andi vorum svo ekki komnar heim fyrr en 8 um morguninn. Mjög óvænt og skemmtilegt kvöld.
Annars spjallaði ég við Jianping plakatakennarann minn og sagði honum frá plönum mínum að fara til Póllands í masterinn. Honum fannst þetta ótrúlega sniðugt og sagði að ég ætti frekar að fara til Varsjá heldur en Kraká. Svo vill svo heppilega til að hann er góður vinur grafískhönnunarkennaranna þar og hann ætlar að skrifa meðmælabréf handa mér, jibbí!
Jæja, þetta er komið nóg í bili, bless bless

Tuesday, July 04, 2006

hí á þjóðverja

Fór og sótti Tedda og Helgu á flugvöllinn í dag, fluginu var seinkað þannig að ég þurfti að hanga dáldið á flugvellinum. En það skipti ekki máli, gaman að fá þau. Fórum svo áðan að horfa á leikinn- Þýskaland vs Ítalía. Hélt í byrjun með þjóðverjum að sjálfsögðu, en þegar þeir höfðu klúðrað hverju færinu á eftir öðru, þá verð ég að segja að pirringurinn fór að segja til sín. Vandamálið er að Þjóðverjar hugsa of mikið! Alveg sama hvað það er, hönnun eða fótbolti, þeir missa einhvern veginn alla tilfinningu fyrir hlutunum, með því að reikna og pæla. Þarna, voru þeir með þessi góðu færi, en þeir voru svo lengi að koma sér að því að skjóta, eins og þeir væru að reikna í huganum út líkurnar hvort þeir skoruðu frá þessu færi á þessum tíma, og þegar þeir skutu þá skutu þeir langt yfir. Þannig að mér var eiginlega bara alveg sama þegar Ítalarnir unnu. Líka einstaklega gaman að fylgjast með viðbrögðum fólks og líka Andi þegar ég kom heim. Hún virkilega þolir ekki fótbolta og er líka einstaklega hamingjusöm núna. Jæja, er eiginlega bara mjög þreytt, held ég fari og láti mig dreyma eitthvað skemmtilegt. góða nótt.

Sunday, July 02, 2006

yndisleg helgi

Fór í gær með Andi og Gösta í garðinn hjá Charlottenburg höllinni. Þetta er voðalega fín höll, þó við færum nú ekki inn, og garðurinn er svona ekta 17.aldar fínerí. Vorum þar allan daginn í picknick og frisbee, sem ég er reyndar með harðsperrur eftir, aulalegast í heimi :) Set inn myndir frá deginum seinna, nenni því ekki alveg strax. Í dag fór ég svo með Helgu í skóleit. Brjálæðingarnir sem kenna henni í tískusýningaráfanganum, finnst ekki nóg að hún sé að sauma 3 outfit á mettíma, heldur verður hún líka að kaupa 3 pör af risahæluðum skóm. Auðvitað hjálpaði ég henni, og eftir að hafa farið í gegnum allan Mauerpark og svo í secondhandbúð í Kreuzberg, þá fann hún 3 góð pör. Var búin að finna fullt af fínum skóm, en þau voru alltaf of lítil, því hávaxin módel þurfa auðvitað stærri skó. Ég hjálpaði henni auðvitað að prútta, og hún fékk þrenn pör a 35 evrur(3500) en upphaflega hefði þetta átt að vera 42 evrur! Jább, held ég ætti að flytja til Tyrklands eða eitthvað! En núna ætlum við að fara að teikna, þurfum að gera einhver meistaraverk fyrir tískuteikningu, bæbæ
web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker