Tuesday, October 31, 2006

tæknibrellur

svona er heimurinn orðinn.

Monday, October 30, 2006

skiptileikurinn

Mér finnst þessi leikur ansi skemmtilegur og vona ég ynnilega að markmiðið náist.
http://einlitillyklakippa.blogspot.com/

Sunday, October 29, 2006

halló vín

jeeeiii, fékk að vera í búning í gær, enda fór ég í halloween partí í skólanum. Ég var krípí puppet og Jeppe kom með mér og var hann þakinn skeggi og hárkollu-the sherif. Það var bara ótrúlega gaman, þó ég hafi nú drukkið meira en mér er hollt. Enda vaknaði ég kl 10, ennþá drukkin og hrikalega þunn núna. Var svo smart í gær, að þegar Birna bað mig að koma út af kaffibarnum, í portið á bak við, þá labba ég út, flýg á hausinn, hárkollan dettur af mér og skórinn minn fer í hausinn á mér. Geri aðrir betur! Fyrir betur fer er eitthvað eftir af sjálfsvirðingunni, því að enginn sá þetta nema Birna. Held þetta sé svona saga, sem gaman er að segja, en ekki svo gaman að lenda í fyrir framan aðra. Til minningar um þetta er ég með risastóran marblett á handleggnum, ekki gott :( Allavega, svona leit ég út í gærkveldi- mjög krípí. Það fyndna var að það var óvenju mikið reynt við mig, held að það sé ljósa hárið, leit út fyrir að vera heimskari heldur en venjulega ;)

Friday, October 27, 2006

The Libertine


Ákvað að vera bara róleg í kvöld og spara mig fyrir halloweenpartíið í skólanum á morgun. Við Jeppe tókum myndina "The Libertine" með Johnie Depp. Mjög skemmtileg mynd, ótrúlega falleg kvikmyndataka og litirnir eru hrikalega flottir. Svo svíkur Johnie Depp mann náttúrulega aldrei, hvorki þegar kemur að leik eða útliti....
Þetta lúkk fer honum nánast eins vel og Jack Sparrow mmmm....

Wednesday, October 25, 2006

skrópari

Jebbs,skrópaði í fyrsta skipið í vinnustofu síðan ég byrjaði í LHÍ. Fyrir utan daginn eftir að við komum frá Berlín. Svona mætir maður nú alltaf vel. Nennti ekki í morgun, því ég þurfti bara að sofa lengur, er ekki búin að sofa nóg í marga daga. Þarf líka að þrífa þessa íbúð, komið að mér, og ég þoli ekki að þrífa þegar aðrir heimilsaðilar eru á staðnum. Verð að segja að þetta eru nú bara góðar og gildar skrópafsakanir. Er að bíða eftir Ellu systir, ákvað að bjóða henni í hádegismat, í skaðabætur fyrir að hafa dregið hana inn á eiturbúlluna Café conditori. Fengum einhverjar viðbjóðslegar, rándýrar samlokur þar, og leið okkur báðum frekar illa á eftir. Mæli sem sé ekki með þeim stað.

Sunday, October 22, 2006

Airwaves Hairwaves

Já, það gæti nú alveg verið nafnið á þessari hátíð, algjör emoparadís, verð að segja að ég hef ekki séð eins mikið af flottum klippingum samankomnum á einum stað áður, fann mjög mikið til lubbans á mér, held það sé kominn tími á skærin. Allavega, annars alveg stórskemmtileg hátíð og misgóð bönd að spila. Hér er það sem ég sá og hvað mér fannst um það :):

Cynic Guru - nokkuð töff bara
The Telepathetics - þeir eru ágætir, mjög misgóð lögin þó
Noise - booooring, fékk þó góðan tíma til að pæla í airwaves 2006 lógóinu ;)
We are Scientists - fallegra band hef ég ekki séð lengi, veisla fyrir augu og eyru
Dikta - gera þetta vel, en mér finnst þeir bara frekar leiðinlegir
Mates of State - mjög skemmtilegt band, kom á óvart
Hot Club de Paris - skemmtilegast að heyra þá tala með mjög sterkum breskum hreim :)
Tilly and the Wall - Ágætis band, en skemmtilegast að hafa steppdansara sem "trommara"
Klaxons - Geeeeðveikt góðir!!!
Mugison - Hann var ágætur, skil samt nú ekki allt fárið í kringum hann
Love is All - mér fannst þau skemmtileg, töff söngkona, í mjög töff kjól :)
Islands - missti af helmingnum vegna raðar, en fannst það sem ég sá mjög ljúft
Apparat Organ Quartet - fannst þeir ágætir, ekkert vá, spiluðu ekki eina lagið sem ég kann með þeim :(
Jakobínarína - Þeir voru skemmtilegir, eitthvað svo littlir og dúllulegir
The Go! Team - pepphljómsveit dauðans, en samt bara gaman, þó lögin væru öll eins
Trost - Toppurinn á hátíðinni, ótrúlega góð!!! Súpersvöl gella, flott band, hún var kófdrukkin á sviðinu, á 20 cm háum hælum klifrandi upp á borðum í þjóðleikhúskjallaranum, stökk meira að segja á milli og datt, en hélt áfram að syngja, geeeeðveikt flott. Verst hvað það sáu hana fáir, en bara betra, ótrúlega svöl
Úlpa - Ágætir, en ekki minn tebolli
Walter Meego - heldur ekki minn tebolli
Benny Crespo´s Gang - skil ekki afhverju, en ég fæ athyglisbrest þegar þau spila
Fields - komu mér á óvart, nafnið passaði vel við þau, mikil víðáttutilfinning í lögunum, bara nokkuð góð
Brazilian Girls - lögin mörg hver svipuð, en skemmtilegt attitúd og geðveikur búningur gerðu þetta að einum af skemmtilegustu tónleikunum. FLott söngkona

Friday, October 13, 2006

spennufall

Búið að vera mikið að gera í skólanum, það voru skil í morgun, þannig að gærdagurinn fór allur í að læra-frá kl 8:30- 12 um kveldið. Svo héldum við kynningu í morgun, og er nú orðin nokkuð lagin með það, þ.e ekki eins hrikalega stressuð og ég var í gamla daga. EN nei, í morgun var ég sko stressuð. Vorum með báða kennarana okkar, svo voru 2 aðrir líka að dæma okkur, þannig þau voru 4, fyrir þá sem ekki kunna að telja. Það hefði nú ekki hrellt mig svo mikið, ef þetta hefði ekki verið slideshow, finnst ég alltaf svo asnaleg, þegar ég þarf að vera með þannig, eins og ég þurfi að vera í jakkafötum eða eitthvað. En eftir að hafa staðið þarna, eldrauð í framan og náð að stama út úr mér grunnupplýsingunum, nánast áfallalaust, fyrir betur fer voru slædurnar skírar, þá fékk ég bara góða gagnrýni. Þau voru voða hrifin, þannig að ég þurfti ekki að vera svona rosalega stressuð. Gott að láta bara verkin tala sínu máli. Held ég hafi það bara nokkuð rólegt í kvöld, en ralli eitthvað á morgun í staðinn. Bæbæ

Wednesday, October 11, 2006

váááá

Já, held bara að ég sé meiri Gadgetlover en ég hélt- er að missa mig af hamingju yfir þessu:
http://www.b2.is/?sida=tengill&id=192033
P.s er samt ekki nógu mikill lúði til að fatta hvernig á að gera link hérna :)

Monday, October 09, 2006

þreyta

Skil ekki hvað hefur verið að mér undanfarið, búin að vera svo endalaust þreytt eitthvað. Er nú búin að vera að dæla í mig vítamínum og gingseni, vona að það fari eitthvað að gerast. Annars er ekkert merkilegt að frétta, skóli, skóli, skóli. Að sjálfsögðu alltaf gaman í skólanum. Nú er Goddur að fara til Varsjá á einhvern Cumulusfund og mun hann skoða skólann sem mig langar í ofsa vel. Hann ætlar að safna bæklingum og upplýsingum fyrir mig :) Ekki mjög miklar upplýsingar að fá á þessari vefsíðu þeirra, þ.e fyrir mig, því það er allt á pólsku- kannski gott symbol um að ég ætti ekki að sækja um þar...en who cares- Myndmál er hið sanna alþjóðlega tungumál, er það ekki ;)
Jæja, ætla bara að halda áfram að slæpast á vefheiminum, kveðja fanney

Wednesday, October 04, 2006

david bowie

Skrítið þegar maður veit af einhverjum tónlistarmanni...ja næstum alltaf, en svo allt í einu "uppgötvar" maður hann. Það er einmitt það sem gerðist hjá mér um daginn, og því hef ég ekki spilað annað en David Bowie þessa dagana, er gjörsamlega að verða ástfangin af honum. Það fyndna var að rétt eftir að ég fór að spila hann, þá las ég bókina Dýragarðsbörnin- Wir Kinder von Bahnhof Zoo. En þeir sem hafa lesið bókina vita að Bowie var uppáhaldstónlistarmaður Kristjönu á hennar heróínárum, skemmtileg tilviljun. Allavega, Bowie átti heima á svipuðum tíma og hún í Berlín, og er mjög áhugavert að hlusta á Berlínarþríleik hans- plöturnar Heroes, Low og Lodger, með það í huga, og líka á lögin sem hann samdi fyrir myndina um Dýragarðsbörnin, svakalegir textar, fór sjálf næstum að væla yfir Heroes- lúðinn ég :)

Annars er ég búin að vera að skoða 50s slang, stórskemmtilegt alveg hreint. Uppgötvaði mér það til mikillar gleði að þegar maður segir: "See ya later aligator" þá á maður að svara á móti: " In a while crocodile", hef aldrei vitað þetta, þó að allir sem ég segi frá þessu vissu þetta fyrir! Takk fyrir að láta mann vita :(
Allavega, þýðir ekki að ergja sig yfir þessu, fann hvort eð er miklu betri frasa:
"What´s buzzin cuzzin"- þýðingin er "What´s new" Ekkert smá svalt ;)

Sunday, October 01, 2006

wikipedia

Eitt aðalumræðuefnið hjá okkur stelpunum í grafík, er Americas next top model. VIð downloadum öll next top model þáttum sem við komumst yfir- og það sem komið er af þessari önn- þá erum við búnar að horfa á alla seríuna af Canadian´s next top model, næstum alla 2ra seríu af Britain´s next top model, og erum nýbyrjaðar á 7.seríu af America´s next top model- I know- It´s sick. Okkur finnst þetta bara svo óendanlega skemmtilegt-þó auðvitað sé þetta nánast allt eins.
Auðvitað eignast maður alltaf sínar uppáhalds stelpur, og eins og sönnum aðdáendum sæmir, þá ræðum við þær fram og til baka, en svo er það hin eilífa spurning- hvað verður svo um þessar stelpur? Halda þær áfram í hinum harða heimi tískunnar-eða snúa þær aftur til fyrra lífs? Well, ég er komin með svarið við því- Wikipedia. Jebbs, Wikipedia, sem er nú nýjasti besti vinur minn, hefur svar við öllu þessu- hægt er að sjá hvernig stelpunum gengur núna og það er meira að segja hægt að fá myspacið hjá þeim! Jebbs, lífið getur bara ekki orðið betra...
web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker