Monday, October 01, 2007

polskipolski

Setningarathöfnin í skólanum í morgun. Hitti krakkana sem verða með mér í bekk, virðast ágæt. Það leiðinlega við að vera samt í svona tungumálaskóla, er að maður er að umgangast hóp sem maður á ekkert sameiginlegt með fyrir utan að vera útlendingur. En ég vil ekki útiloka neitt strax, gæti rekist á einhvern súper skemmtilegan. Er samt pínku hrædd um að vera geðveikt léleg í pólskunáminu, því margir þarna eru svona tungumálanördar og eru geðveikt góð í að læra tungumál. Okkur var svo boðið að fara í kvöld að sjá pólska söngva og dansa á vegum háskólans. Þar sem ég hafði ekkert að gera, þá ákvað ég að kíkja á þetta. Fyrst var einhver kór að syngja, og það var ekkert sérlega skemmtilegt, og svo var rosalega löng ræða, á pólsku. Sem var heldur ekkert sérlega skemtmilegt, þar sem ég kann ekki pólsku ennþá. En svo var einum í kórnum, gömlum manni veitt einhverskonar viðurkenning. Veit ekki fyrir hvað, en hann var elstur, svo kannski var hann að hætta eða eitthvað. Gaman að sjá hvað pólverjar eru "elskulegir". Íslenskir karlmenn hefðu bara tekið í höndina á hvort öðrum, en þarna föðmuðu þeir hvort annan og kysstu á báðar kynnar. Svo var aumingja manninum gefnar tvær risastórar blómaskreytingar. Og þá meina ég stórar, svona jafn stórar og ég. Sá á svipnum á honum að hann var að reyna að finna út hvar í ósköpunum hann gæti komið þessu fyrir. Frekar fyndið, eða mér fannst það. Allavega, svo byrjaði partíið. Stórhljómsveit spilaði pólsk þjóðlög og dansarar dönsuðu pólska þjóðdansa. Og það er sko kreisí dæmi. Svona eins og að sjá brjálaða kósakka dansa við glimmerskreytta Heidi. Ótrúlega flott. En dáldið margir dansar, eiginlega um einn og hálfur tími, bara af dönsum. Þannig að ég fékk eiginlega pínku leið. En þið vitið skrítna pósan úr Americas Next Top Model sem á að vera geðveikt kúl, svona með hendurnar á mjöðmunum og viðbeinin snúa út. Allavega, þessi pósa er mjög mikið í pólskum þjóðdönsum. Annars var Ilona að hjálpa mér við að æfa framburðinn á pólskunni hjá mér. Las upp orð úr orðabókinni minni, og guð minn góður. Mér kvíður nú bara fyrir að fara að læra. Get ekki borið neinn staf rétt fram. Svo mikið af hljóðum, sem munnurinn á mér getur ekki framkallað. En þar sem ég verð 24 tíma á viku í pólskunámi í ár, þá vonum við að þetta sýist inn.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker