Thursday, May 08, 2008

Berlín og ammli

Já, hef víst ekkert bloggað síðan ég varð 25 ára. Maður er svo latur svona á gamals aldri. Ákvað sem sé að halda upp á afmælið mitt nóttina sem ég varð 25 ára. Hóaði fólkinu saman í Piekny Pies(fallega hundinum), einum uppáhalds barnum mínum hérna. Ágætis mæting verð ég að segja, og Ewelina og Miria hittu í fyrsta skiptið nýju vini mína. Hef verið hrædd við að blanda þeim saman, en held það hafi nú bara komið nokkuð vel út. Af hræðslu við að verða oficially fullorðin, þá drakk ég náttla alltof mikið, þannig að ég skrópaði í skólanum daginn eftir. Líka illgjarnt að eyða afmælisdeginum í jafn leiðinlegum skóla. Í staðinn fór ég niður að ánni með Miriu og Julien og eyddum við deginum í piknik í sólinni.
Daginn eftir fór ég svo með lest til Berlínar. Ekki í fyrsta skiptið þá náði ég að setjast í vitlaust sæti, eða rétt sæti í röngum vagni og var búin að sofa þar í 5 tíma, þegar einhver leiðindar fjölskylda frá Wroslaw hendir mér úr sætinu. Í hálftómum vagni by the way. Ég, snúðug, færði þá bara dótið mitt yfir í næsta sæti, til að vera ögrandi og leiðinleg. Fannst ég verða að endurheimta unglingsuppreisnina þar sem ég er orðin svona gömul.
En allavega, kom til Berlín og kom með góða veðrið með mér eins og vanalega. Ekkert smá gaman að hitta Verenu aftur, en ég var hjá henni. Hef ekki hitt hana í meira en ár, en það var eins og hafa hitt hana seinast í gær. Hún eins og vanalega, gerir lífið sitt óeðlilega flókið og dramatiskt, þannig að ég saknaði ekkert sápuóperanna, enda hún að deita þrjá stráka þessa dagana! En já, berlín var yndisleg og æðislegt að vera þarna í heila viku.
Yfir helgina gerðist svo dáldið óvænt, Dan vinur minn frá því á seinustu önn, en hann býr í St Pétursborg núna, ákvað að koma okkur öllum á óvart og birtist hérna í Kraká. En, því miður var ég í Berlín, Miria og önnur stelpa í Wroslaw. Hann ákvað því að skella sér til Wroslaw og hitt þær þar. Svo fóru þau til Posnan, og ákváðu svo að heimsækja mig í Berlín. Þannig að ég var guide yfir helgina, og sýndi þeim allt það skemmtilega og frábæra í Berlín. Uppgötvaði þegar ég var þarna,að Berlín er eiginlega fullkomin þegar maður vill ekki fullorðnast strax. Borin er full af 30 ára krökkum sem eru enn að djamma eins og unglingar. Held ég eigi eftir að flytja þangað aftur þegar ég klára skólann hérna í Kraká. 27 ára verður perfect aldur fyrir Berlín. En já, annars er ég bara að fara út í kvöld, því það er frí í skólanum á morgun. Þannig bara bæbæ

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker