Saturday, April 28, 2007

nouvelle vague

Jæja, nú eru nákvæmlega tvær vikur í útskriftarsýninguna og er ég stressuð? Já, dálítið, enda fullt eftir að gera. Verst er að stundum brýst stressið út hjá mér í hálfgerðu aðgerðarleysi, þar sem ég hjúfra mig undir sæng og gleymi mér í einhverjum þætti. Þannig hef ég verið seinustu þrjá daga og ekki gert neitt að viti. En ég hef á tilfinningunni að ég komi einhverju í verk á morgun eða hinn enda hitti ég kennarana á þriðjudaginn og þá er betra að vera komin með eitthvað gáfulegt.

Annars fór ég á Nouvelle Vague tónleikana í gærkveldi. Þar sem þetta er ein uppáhalds hljómsveitin okkar á heimilinu þessa stundina, þá fannst Jeppe sárt að ég kæmist ekki vegna peningaleysis og gaf mér tónleikana í afmælisgjöf. Og þetta voru FRÁBÆRIR tónleikar. Þar sem hljómsveitin spilar mjög róleg lög, þá bjóst ég ekki við neinu svakalegu stuði, en ég hafði rangt fyrir mér. Söngkonurnar tvær í hljómsveitinni eru bara svo ótrúlega flottar og sjarmerandi og syngja svo vel að það er ekki hægt annað en að hrífast með. Bara með betri tónleikum sem ég hef farið á. Jæja, en þetta ætti allavega að láta fólk vita að ég á afmæli á morgun og býst ég við mörgum kveðjum :) Ég verð 24 ára fyrir þá sem muna það ekki ;)

Thursday, April 26, 2007

face transformer

Þetta http://morph.cs.st-andrews.ac.uk//Transformer/ er það skemmtilegasta í heimi. Maður uploadar mynd af sér og forritið breytir þér.

Hérna er ég gömul:




Hérna er ég karlmaður, rauði varaliturinn gerir mig þó dálítið dragdrottningarlega:



Og hérna er (önnur) mynd af mér þar sem ég er afro-carbian:

Harvey Ross Ball

Þeir eru allstaðar, í sprettigluggum, í bannerum á nánast öllum erlendum síðum. Ráðast á mann þegar maður á síst von á þeim. Hoppandi og skoppandi og svo óþolandi glaðir...og þeir gera líf manns verra!

Hérna er hægt að lesa meira um upphaf plágu síðustu ára:

http://en.wikipedia.org/wiki/Smiley

Wednesday, April 25, 2007

hönnunarbók aprílmánaðar

Fyrir þá tryggu lesendur mína sem iðar í skinninu að vita hver hönnunarbók aprílmánaðar er, þá verð ég að valda þeim vonbrigðum. Svo er mál með vexti að ég hef tekið þá afdrifaríku ákvörðun að kaupa mér ekki bók þennan mánuðinn. Já, ég veit, nú hugsa flestir, jahá, bara að svíkja áramótaheitið strax...ekki entist hún lengi. En vegna skorts á peningum þennan mánuðinn þá þótti mér það í lagi, enda fékk ég 4 nýjar bækur í seinasta mánuði og er planið að kaupa 2-3 í næsta mánuði...

Tuesday, April 24, 2007

Dó næstum því

Já, það er stormur, eða svona næstum því. Var að labba á laugarveginum og varð næstum því undir risastórri grein sem féll af einu trénu. Þá er ég að meina stóra grein, ca meter á lengd og 10 cm í þvermál á þykkt. Greinin féll niður beint fyrir framan mig and I saw my life flash before me...ok, ekki alveg, maður má víst ekki alveg missa sig í dramatíkinni...

En er maður samt ekki orðinn of upptekinn af verkefni þegar það fyrsta sem maður hugsar er: "Shiiit, ég hefði getað skaðað í mér heilann og ekki náð að ljúka lokaverkefninu mínu!"

Sunday, April 22, 2007

"the search for the next top flatmate" episode 5

jeii, ég vann! Nú er ég búin að sannfæra Jeppe að íslenski strákurinn sé besti kandítatinn fyrir íbúðina, og er hann(strákurinn, ekki Jeppe) að hugsa málið og ætlar hann að gefa okkur svar á morgun. Úff, gott að þetta meðleigjandastúss er að verða búið. Hef nóg annað að hugsa um. Annars bjargaði Elín deginum fyrir mér og bauð mér í kvöldmat. Alltaf næs að kíkja í heimsókn til hennar og Bjarna og kisa litla. Svolítið eins og að taka sér frí frá heiminum.

Annars ákvað ég að taka atvinnumálin fyrir sumarið í mínar hendur. Er búin að vera í krísu yfir því hvað ég eigi að vinna við í sumar, því ég vil ekki fara á auglýsingastofu. Ætla því að halda vöktunum mínum hjá Eymundsson og reyna að vinna freelance með. Fer á morgun á fund með útgáfustjórum hjá Eddu og Sölku, til að sýna þeim möppuna mína og sníkja verkefni. Þar sem ég er egóisti þá hef ég fulla trú á að þau vilji nota mig í eitthvað sérlega áhugavert verkefni og ef ekki þá eru þau fífl og vita ekki af hverju þau eru að missa...

ég vann meðleigjandastríðið og held núna að ég geti allt :P

Friday, April 20, 2007

googlanlegt fólk og nöldur um daginn

Á morgun kemur stelpa að skoða herbergið, hún googlast ekki. Hvernig er hægt að treysta manneskju á tvítugsaldri sem googlast ekki. Það er dáldið eins og að vera ekki til? Mjög óeðlilegt. Þó reyndar þekki ég fólk sem passar að gúglast ekki á bloggunum sínum og svona. Ótrúlegt hvað orðið "google" eða "gúgla" einhvern er orðið mikilvægt. Að gúgla, gúglast, ógúglanlegur, auðgúglanlegur, Og afhverju í fjandanum þurfti Google að heita Google. Spurning hvort þeir hefðu skýrt sig það hefðu þeir vitað hvað þeir yrðu vinsælir.

Annars var dagurinn í dag vondur dagur. Ég vaknaði og mér var ískalt, enda hafði ég skilið eftir galopin gluggan, sem ég geri oft. En oftast skiptir það ekki máli því þá get ég farið í heita sturtu og hlýjað mér. En sturtan var með stæla þannig að það kom nánast ekkert vatn. Ég náði því aldrei að vakna almennilega. Eftir að hafa haltrað upp í skóla( einhverja hluta vegna er mér illt í tánni, held hún sé að verða skökk) þá hringir einhver "enskumælandi" frakki til að spyrja um herbergið. Eftir að hafa reynt að útskýra fyrir honum í 10 mínútur að við vildum ekki leigjanda sem væri bara í tvo mánuði var ég nánast farin að öskra af pirringi í símann. Þegar ég gat loksins lagt á og einbeitt mér að verkefninu mínu, þá hringir kona frá stúdentamiðlun þar sem við auglýstum og hringir fyrir hönd frakkans. Hann sem sagt náði því ekki eftir 10 mínútur að við vildum hann ekki. Þegar ég haltraði í vinnuna kl 3, þá komst ég að því að það var nóg að gera í búðinni. Enda hvernig getur fólk lifað það af þegar Eymundsson hefur verið lokað í 2 daga. Skortur af ritföngum, you can not survive! Kom svo heim þar sem fjórar vinkonur Jeppe sem eru í heimsókn voru að segja endalaust mikið af einkabröndurum sín á milli. Ég held að einkabrandarar séu það leiðinlegasta í heimi, ef maður er ekki partur af honum.

En nóg um nöldur, dagurinn var ekki alslæmur. Byrjaði á nýju plakati sem er ótrúlega krípí og skemmtilegt. Hef nú svo gaman að því. Annars held ég að ég sé komin með leið á meðleigjandastússinu. Er orðin leið á öllu þessu fólki sem ætlar að "book a room" og fólki yfirleitt. Er líka komin með það á tilfinningunni að við Jeppe séum ekki með sama smekk á fólki sem gerir allt eitthvað svo vonlaust. Eins og hann er nú skemmtilegur þá á hann frekar óáhugaverða vini eða kærustu. Allavega, ef einhver er ennþá að lesa, þá ætla ég að halda áfram að læra.

Thursday, April 19, 2007

"the search for the next top flatmate" episode 4

Nú er spenna komin í leikinn. Íslenski gaurinn kom áðan að skoða herbergið. Mér fannst hann bara mjög skemmtilegur og virðist klár. Ég held með honum, en einhverra hluta vegna líst Jeppe betur á franska gaurinn. Þannig að það er spurning hvað gerist. Ég held að íslenski gaurinn eigi miklu meira sameiginlegt með okkur, eða alla vega mér. Franski gaurinn virðist líka ekkert sérlega sósíal, sem er ókostur. En ég get verið mjög sannfærandi þegar ég vil, þannig að það er bara spurning um að rökstyðja mál sitt vel. Framhald síðar...

"the search for the next top flatmate" episode 3

Já, sagan heldur áfram. Á hádegi í dag kom ung rússnesk stúlka til að sjá herbergið. Og hún var, jaa, hvernig get ég orðað þetta fallega...disaster. Ég þoldi ekki hvernig hún talaði( og ekki halda að ég sé að tala um rússneskan hreim því hún hafði engan), og ég þoldi ekki hvað hún sagði eða hvernig hún sagði það. ALveg hreint skelfileg, og í þokkabót virtist hún vera búin að ákveða að hún fengi herbergið. En þar sem hún vildi bara herbergið yfir sumartímann, þá gátum við notað það sem afsökun um að vilja hana ekki. En það var ekki bara ég sem meikaði hana ekki, heldur voru Jeppe og Aurora mér 100 prósent sammála. Svo átti íslensk stelpa að koma kl hálf 2, en hún lét ekki sjá sig né heyra í sér. Dónalegu íslendingar, nú er þetta annar íslendingurinn sem bailar á okkur. En það á íslenskur strákur að koma eftir hálftíma og hann er þegar búinn að hringja og staðfesta komu sína, like him allready!
Framhald af því öllu seinna í kvöld....

Annars fór ég á árshátíð listaháskólans í gær. Það var bara ágætis afþreying og ágætis matur. Fengum hnetufylltar kalkúnabringur sem voru hringskornar. Ég lét það út úr mér að mér fyndist hringskorinn matur eitthvað svo óraunverulegur og virtist það skemmta viðstöddum. En þið vitið hvað ég meina. Kjöt á ekki að vera svona fínt skorið, eða mér finnst það ekki. Svo fengum við súkkulaðidesert sem var mjög góður. Annars var bara weird að hafa árshátíð Lhí í súlnasal hótel Sögu. Passaði engan veginn. Ekki skemmtilegt umhverfi verð ég að segja.

Í sambandi við eldinn á Pravda, þá snertir hann mig nú persónulega. Auðvitað er ég leið yfir þessu öllu og sérstaklega þar sem ég eyddi 3 tímum í vinnunni áðan við að þurrka af öllum bókunum. Svo mikill reykur sem kom inn í búðina. Annars er ég kvíðin framtíðinni yfir hryllingsbyggingunni sem á sennilega eftir að rísa í staðinn. Miðað við hönnuð þá er ég ótrúlega conservative þegar kemur að arkitektúr. Finnst reyndar flest ný hús sem rísa á Íslandi óspennandi og ljót. Ef ég væri arkitekt myndi ég rísa flotta kastala og rómantísk hús með ufsagrýlum og krúsídúllum. En það er sennilega ástæðan fyrir því að ég sé ekki arkitekt...

Tuesday, April 17, 2007

bored

Allar þessar Sci-Fi myndir sem ég er búin að vera að glápa á í tengslum við lokaverkefnið mitt eru að gera mig hálf paranoid. Raunveruleiki, óraunveruleiki, hver er annars munurinn? Ég er nægilega ímyndunarveik til að halda að ég gæti lent í þeim aðstæðum að komast að því að heimurinn okkar er í rauninni ekki til. Gæti svosum verið ágætis tilbreyting, er orðin hálf leið á raunveruleikanum mínum. Langar að upplifa eitthvað nýtt og spennandi umhverfi. Jafnvel óspennandi umhverfi myndi duga, ef það væri nýtt. Getur annars nýtt umhverfi einhvern tíman orðið óspennandi?

Sunday, April 15, 2007

"the search for the next top flatmate"episode 2

Allt að gerast í meðleigjandamálunum. Vorum búin að fá 5 fyrirspurnir, en ítalski gaurinn er dottinn út, því hann getur ekki komið og hitt okkur. Viljum hafa vaðið fyrir neðan okkur og aðeins þeir sem geta hitt okkur fá séns.
En allavega, fyrsti keppandi, franskur doktorsnemi í stærðfræði mætti á svæðið áðan. Ég veit, þetta hljómar ýkt lúðalega, og hann lítur líka lúðalega út. En hann er fínn gaur og lúðar eru líka fólk! Hann mætti þó með kærustu sinni (kannski til að sýna að hann er ekki alveg eins lúðalegur og hann sýnist), sem sýnir að hann á sér þó eitthvað líf utan stærðfræðinnar. En hann kemur alveg vel til greina sem meðleigjandi, enda alltaf gott að eiga contacta í frakklandi. Annar keppandi, íslenskur strákur, átti að koma í kvöld líka, en hann mætti ekki. Engan veginn traustvekjandi, hann hljómaði líka skringilega í símanum og spurði hvort þetta væri timbur eða steinhús. Hvaða máli skiptir það? Kannski er hann hræddur við veggjatítlur eða eitthvað. En hann er mjög sennilega dottin úr keppni, nema hann láti heyra fljótlega í sér. Tveir aðrir keppendur eru væntanlegir á fimmtudaginn, framtíðin leiðir í ljós hvernig það fer....

Saturday, April 14, 2007

shopping for a flatmate

Núna er hún Stine tannpine farin. Ég á eftir að sakna hennar, en fer bara að heimsækja hana í framtíðinni til Bergen. En leitin að nýjum meðleigjanda er hafin, úúú, maður ætti kannski að búa til raunveruleikaþátt úr þessu: " the search for the next top flatmate". Vá hvað maður horfir mikið á sjónvarp.
Allavega, við Jeppe ætlum að taka okkur góðan tíma í ferlið og velja vel. Langar bæði að hafa einhvern útlending, enda lærir maður heilmikið af því. Ég er líka orðin svo vön að æfa mig í ensku heima fyrir, má ekki verða löt. Svo er alltaf gott að þekkja fólk í útlöndum, enda sparar maður mikið á því í ferðalögum. Nú er ég til dæmis með kontakta í þó nokkrum löndum: Berlín, Finnlandi, Noregi, Danmörku, Sidney, Tékklandi og New York. Ekki amalegt. EN allavega, við settum upp auglýsingu og nú þegar hef ég fengið email frá ítölskum strák og rússneskri stelpu. Spennó...framhald síðar.

Thursday, April 12, 2007

ljósritum

Mig dreymdi furðulega í nótt. Mig dreymdi að ég hafi eignast gamla ljósritunarvél sem var líka hjálmur. Maður setti hjálminn á sig og horfði(eða skannaði) inn myndina sem átti að ljósrita og svo kom myndin út um hjálminn, í lit eða svarthvítu, allt eins og maður vildi. En myndirnar vantaði oft ýmis smáatriði sem maður gleymdi þegar maður skannaði inn myndina. Enda var þetta gömul ljóstritunarvél...

Tuesday, April 10, 2007

Nostalgía?

Þar sem líður að 24 ára afmæli mínu, þá er gaman að hugsa um hvað ég var að gera fyrir um 10 árum síðan. Hvernig við stelpurnar nenntum að eyða svona miklum tíma, orku og aðdáun í þetta skil ég ekki:

Sunday, April 08, 2007

Gleðilega Páska

og vona ég að þið overdosi af súkkulaði. Annars hef ég bara haft það rólegt í páska"fríinu", enda aðalega eytt tímanum í research fyrir lokaverkefnið mitt. Þar sem það felst í því að horfa á góðar kvikmyndir, þá er ég nú ekkert að kvarta. Brugði þó út af vananum og fór út á land á föstudaginn, nánar tiltekið upp í Grafarvog. Fór til að heimsækja Aðalbjörgu og sjá nýju íbúðina. Þar sem hún var svo hugulsöm að flytja í sama hús og Siggi bróðir þá kíkti ég í heimsókn til hans líka. En það gekk nú ekkert áfallalaust fyrir sig að komast þangað. Strætóinn gekk vel, eða eins og strætó gengur og fór ég út hjá Spönginni. Svo byrja ég að labba til að finna Dísaborgir. Eftir að hafa labbað í hálftíma um Dísaborgir og allt Borgarhverfið og finn ekki húsið, þá hringi ég í Aðalbjörgu, sem sendi Svenna að sækja mig, enda bjó hún í Ljósavík! Já, Dísaborgir- Ljósavík, hver ruglast ekki...
Annars var þetta bara fínt kvöld, og buðu Aðalbjörg og Svenni mér í steik og alles og svo spiluðum við Scattagories sem er stórskemmtilegt spil. Svo var náttla líka gaman að sjá littlu krílin, þó mér tækist næstum að rota Telmu, hmm, ég er svo góð með börn. Hvernig átti ég að vita af þessu ljósi fyrir ofan mig!

Thursday, April 05, 2007

rýmum til

Þykir þetta í alvörunni eðlilegt: http://mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1263251

Wednesday, April 04, 2007

vááááá

Ég held í alvörunni að þetta sé það eina sem maður þarf að vita í lífinu!!!

sjálfsportrett

Ég skellti saman einu stykki sjálfsportretti fyrir útskriftarbókina í gær. Það er hægt að sjá myndina í fullri stærð með því að smella á hana.

Tuesday, April 03, 2007

eftir mánaðarmótkrísan

EKki mikið af færslum undanfarið, má þá kenna um engu sérstöku að segja frá, sem og realitysjokkinu sem maður fær hinum megin við mánaðarmótin- aðeins rúmlega einn mánuður í útskriftarsýningu!!! En þetta fær mann auðvitað bara til að vinna meira, og var ég nú bara ansi dugleg í dag og fullkláraði ég næstum heilt plakat. Þannig að núna er staðan 2 nánast fullgerð plaköt af 2-3(bætti við þessu 5. af bjartsýni eftir daginn í dag).
Annars fór ég í afskaplega ógnvægilega endajaxlatöku í gær. Hreint ekkert skemmtileg eins og seinast. Enda var núna skorið og saumað og sagað. Fór meira að segja að gráta smá :( og er ég nú engin sissí! Ef ekki hefði verið fyrir Sunlollyið sem ég hafði inn í frysti og gat lagt upp að kinninni þá hefði ég dáið í gær. En líður samt sem áður ágætlega dag, og ég lít ekki lengur út eins og hamstur :)
web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker