Monday, May 29, 2006

Ég er að fara upp í sveit, daradara

Jább, 5 daga frí frá tölvunni, borginni og umferð, jibbí. Er að fara með bekknum mínum til Sauen, þar sem ekkert er um að vera. Munum búa á gömlu herrasetri sem er í eigu skólans, það verður stjanað við okkur og það eina sem við þurfum að hugsa um er hvernig maríubjallan er á litinn og hvað hún er með margar lappir. Þetta verður eitthvað merkilegt, 5 dagar út í náttúrunni að teikna. Bless og skrifumst seinna, ta ta...

Saturday, May 27, 2006

fjölskyldualbúm

Var að leika mér við að búa til mig og systkini mín í South Park stúdíóinu, linkur hérna til hliðar, mjög gaman. Jæja, ætli fólk fatti hver er hvað, hmm, frekar augljóst :)





dekkó-æði

Fór í gær á opnun Haupbanhof. Það var eitthvað voða leisersjóv og rakettur í takt við glimrandi tónlist. Það var alveg gríðarlegur mannfjöldi og ég verð nú bara að viðurkenna að mér varð um og ó þegar þýski þjóðsöngurinn var spilaður og himininn upplýstur af ljósum. Bjóst hálfpartin við að lítill kall með skegg birtist þarna einhver staðar.
Annars er ég bara að hangsa heima núna, er bara að þvo, veðrið líka hundleiðinlegt hvort eð er. Var að rídekkóreita myspace prófælið mitt, hægt að sjá það hérna: http://www.myspace.com/fanneyosk, sorry, næ ekki að gera link. Mæli alveg með því að horfa á videoið, ótrúlega skemmtilegt. Held ég fari núna bara að rídekkóreita desktoppið mitt og tölvuna mína, veii, gaman gaman :)

Friday, May 26, 2006

hallohallo

jább, bara komin næstum vika síðan ég bloggaði síðan, ekki mér að kenna, heldur ömrulega pirrandi nettengingunni okkar. Er alltaf að detta út, er búin að vera netlaus í 3 daga!!! Líður eins og ég sé ekki með í heiminum, guð hvað það er hræðilegt að vera háður einhverju. Já, annars er þetta bara búin að vera ágætis vika. Hápunktur vikunnar var þó þegar ég, Andi, Helga og Lauren fórum í Ballhaus Mitte á miðvikudaginn. Þar er Swing kennsla kl 9, bara smá grunnur og svo Swing Ball á eftir. Það var ógeðslega gaman, við Helga erum að hugsa um að gerast fastagestir þar á miðvikudögum. Staðurinn sjálfur er líka svo töff og hefur ekkert breyst frá því fyrir stríð. Svo er líka Swing tónlist svo ótrúlega skemmtileg að dansa við. Sumir sem komu þarna, voru greinilega í góðri æfingu því þau voru þvílíkt góð, mjög gaman bara að horfa á þau.
Í gær fórum við Helga á Da Vinci lykilinn í bíó. Bíóið byrjaði kl 22:15, við komum þegar kl var akkúrat. Við hefðum ekki þurft að stressa okkur því það voru anskotans auglýsingar til kl 23!!! Og maður hélt að þetta væri slæmt heima. Við komum út úr bíóinu kl 2 og þá var lestin hætt að ganga þannig að við þurftum að taka næturrútuna sem var full af sveittum drukknum karlmönnum, því karladagurinn var í gær. Var komin heim kl að verða 3 því við þurftum að labba dáldið langt frá stoppustöðinni. Annars var myndin ágæt, þó að allt það klysjulega sem er í bókinni er mest notað. Já, alltaf gaman þegar maður ætlar að "skreppa" í bíó- tekur bara svona 5 klukkutíma.

Sunday, May 21, 2006

Lordi

Verð að segja að ég var bara ánægð með að Lordi vann Eurovision. Þó mér fyndist þetta nú ekkert besta lag í heimi, þá var sjóvið einstök afþreying og sýnir að hægt er að senda Anti-Júrópopp í Eurovision og vinna það.
Annars horfði ég ekki á keppnina, fór í Partí með Andi. Mjööög rólegt parti, fólk var bara þarna að spjalla og svo byrjar einhver hljómsveit að spila. Þau spiluðu bara róleg coverlög, og mér fannst það ekkert sérlega frábært. Þegar hljómsveit nær að láta "It´s summertime" með Kinks og "Hello" með Lionel Richie hljóma alveg eins, þá tel ég þá ekki vera að gera góða hluti. Þegar ég var alveg við það að sofna úr leiðindum þá lét ég mig hverfa og svaf bara ansi vel.
Annars er hundleiðinlegt rok úti, en ég ætla að drífa mig út og taka myndir. Þarf að taka fullt af ljósmyndum fyrir morgundaginn, en þær mega ekki vera abstrakt. Það fyndna er að við eigum svo að nota þær fyrir frímerki, sem við vitum ekki þemað á. Þetta verður því mjög athyglisvert, en mér finnst það dáldið gaman.

Friday, May 19, 2006

endurvinnsla

http://www.b2.is/?sida=tengill&id=166751

skautadans/ísdans

loksins fékk ég svar við spurningu sem ég er búin að hafa frá því á vetrarólympíuleikunum. hver er munurinn á skautadans og ísdans. Hérna er svarið samkvæmt Wikipedia:

Figure skating:
Pair skating for teams consisting of a lady and a man. Pairs perform singles elements in unison as well as pair-specific elements such as throw jumps, in which the male skater 'throws' the female into a jump; lifts, in which the female is held above the male's head in a number of different grips and positions; pair spins, in which both skaters spin together about a common axis; and death spirals, where the man in a pivot swings the lady around him on a deep edge in a position low to the ice.
Ice dancing, again for couples consisting of a lady and a man skating together. Ice dance differs from pairs in focusing on difficult steps performed in close dance holds exactly to the beat of the music rather than acrobatic jumps, throws, and lifts. In addition to free dances to music of their own choice, ice dancers must perform compulsory dances with fixed steps and patterns to standard ballroom dance rhythms. In spite of the lack of obvious "tricks", ice dance is considered by many to be the most technical and detailed of the skating disciplines.

Þá er það annað mál. Ég og Helga lentum í rifrildi áðan um hvort Ísland væri í Skandinavíu. Hún segir já, en mér finnst það ekki, því að við erum ekki á skandinavíuskaga og íslenska telst ekki til skandinavíumála, heldur bara sænska, danska og norska. En við teljumst auðvitað til norðurlanda, en Helga vill meina að það sé það sama. Ég er ekki sammála. Hvað segir fólk?

júróvísjón

Djöfull er ég svekkt yfir júróvision. Var alveg viss um að hún Silvía hefði þetta í hendi sér, en nei, Evrópa er fíbl. Held þeir taki þessa keppni alltof alvarlega. Annars var þessi júróvision keppni alveg einstaklega vond. Held mér hafi ekki líkað við neitt lag, nema ísland og já auðvitað finnland. Hélt ég ætlaði að deyja úr hlátri þegar vængirnir birtust á söngvaranum. Annars fórum við Helga og horfðum á keppnina með íslendingunum á stað sem heitir Dunmore´s cave, einhver írskur pöbb. Vorum þarna í 3 tíma eða eitthvað, svo þegar við vorum farnar og í lestinni á leiðinni til baka, þá föttuðum við að við gleymdum að borga. Hrikalega hallærislegt, tókum greinilega ósigurinn nær okkur en við héldum. En þar sem við keyptum bara fyrir 300 kall hvor, þá ákváðum við að fara ekki til baka og borga, erum samt með pínku samviskubit, en það verður bara að hafa það, líður samt eins og ótýndum þjófi, eða segir maður það ekki, ótýndur þjófur, meikar einhvern veginn ekki sens. Látið mig vita hvort þetta sé rétt, svo gaman að fá comment :)

Wednesday, May 17, 2006

radísur,mmmm

Það skemmtilegasta við þýskutímana er að þegar ég labba þaðan út, þá klyngir þýskan í hausnum á mér.En Þar sem þetta er algjörlega byrjendatími, þá eru flestir nemendurnir með mjög vondan þýskan hreim, eða ætti ég að segja engan þýskan hreim. Við erum með ítala, ísraela, frakka, ameríkana, belga o.s.fvr.
Fyndnast er þegar kennarinn lætur okkur öll segja sömu setninguna og þá kemur þetta best í ljós:

ítalska stelpan: Fahrennne sie nach Dresdennne.
franski gaurinn: Faaaaghen sie naaaagch Dhhhgresdeeeen.
bandaríska stelpan: faaohgren sie naoch dvvreasden.
íslendingurinn ég: faaaahrrrrren sie nach drrrreeesdennn.

þess má geta að rétt setning lítur svona út: Fahren sie nach Dresden.

Monday, May 15, 2006

mbl

hahaha. Verd nu ad hrosa Mbl.is fyrir ad tyda titilinn: "Mission impossible 3" sem " Illgerlegt verkefni 3".

Sunday, May 14, 2006

myglun

Er að mygla yfir frímerkjaverkefninu mínu. Að sumu leyti skil ég ekki afhverju ég var að taka þennan kúrs, þar sem ég hef áður lent í grifju frímerkjaíhaldsljónanna, en stundum er maður vitlaus, og gerir sömu mistökin tvisvar. Ekki að ég hafi haft neitt val í fyrra skiptið, en það er önnur saga. Neinei, held ég væri meira að mygla hefði ég ekki tekið þennan kúrs, þar sem mjög lítið er að gera í hinum bekknum mínum, er bara þreytt og pirruð núna, þar sem ég þarf að vera komin áleiðis með verkefnið á morgun. Verst er að ég fæ bara heimskulegar hugmyndir fyrir þetta. Hvernig táknar maður mannréttindi án þess að vera hallærislegur. Auðvitað dettur manni í hug fólk að leiðast, jörðin og blómin, dúfan færir okkur frið o.s.frv. En hvað ætli það séu til mörg frímerki sem líta nákvæmlega þannig út. Held ég fari bara út i eitthvað abstrakt, verst er að það verður einhvern vegin of opið.
Annars var þetta bara fín helgi. Fór með Andi og vinum hennar á Randleiger, klúbb sem hún eyðir miklum tíma á. Staðurinn átti 2ja ára afmæli og var því mikið gaman og mikið fjör. Tónlistin var öll með frumlegasta móti, mikið af impróvæsing og elektró. Og þó þetta væri ekki alveg minn tebolli, þá var mikið stuð og líka gaman að sjá Andi syngja. Hún er nefnilega ansi flínk og er í teymi sem kallar sig "Cheers for fears" og eru þau bara nokkuð góð, verð ég að segja.
Á laugardaginn kom svo Sarianne til berlín og fórum við því saman að djúsa. Fórum fyrst á einhvern kokteilbar sem var hrikalega hallærislegur, en með ódýra kokteila, en svo fórum við á Balkanskagatónlistarpartí sem var alveg stórskemmtilegt. Þetta er svo frábær tónlist og það var svo gaman að dansa. Fólkið var á öllum aldri og allir voru að dansa og allir eitthvað svo glaðir. Ekkert feik og fólk að þykjast vera kúl, bara eintóm gleði. Ætla pottþétt að fara þarna aftur.
Annars hef ég nú verið að fylgjast með júróvísjón, og auðvitað er ég ótrúlega spennt eins og alltaf. Er svo algjör júróvísjónlúði, hata í flestum tilfellum tónlistina en hef alltaf mikla skoðun á öllu. Get meira að segja sagt ykkur það, í fyllsta trúnaði, að ég er búin að sjá norrænu þættina þar sem lögin eru kynnt. Já,ég veit, ég er svo slæm. Horfði á þá á Rúv. Ætla svo að fara í júróvísjón partí hjá ísland-berlín félaginu, en þar munu íslendingar hittast og hvetja hana Silvíu, hlakka mikið til þess. Ausviederschreiben...

Thursday, May 11, 2006

töff

flott myndband

http://www.thevanishing.com/cuckoospit.mov

gaman í gær

Dagurinn í gær var bara bráðskemmtilegur. Byrjaði daginn á þýskukennslu, sem er alveg stórskemmtileg. Þýskukennarinn okkar er svo hress og frábær. Lítur nákvæmlega út eins og þýskukennarar gera, svona gamall, týpískur þýskur karl í beislituðum jakka og skyrtu. Hann fór svo með okkur erasmsu nemendurnar á "4.berlin biennale fur zeitgenössische kunst"- Von Mäusen und Menschen. Mjög stór sýning sem er í gangi hérna. Fengum ókeypis því við fórum með skólanum, en þetta er svo stórt, þannig að við getum notað miðann í viku í viðbót. Þetta var bara mjög skemmtilegt, fórum í gær á sýningu sem var haldin í fyrrum gyðingastúlknaskóla. Húsið var ótrúlega flott, mjög hrátt, og húsið var í rauninni hluti af sýningunni. Um kvöldið fórum við Andi svo á tónleika á Kaffee Burger. Ekkert stórir tónleikar og heldur ekkert sérstakir. Ein hljómsveitin var samt mjög fyndin, hún átti ekki að vera það, en mér fannst hún mjög fyndin- Sister Chain and brother John. Karl sem spilaði á gítar og kona sem söng. Voru samt eitthvað svo klysjuleg og asnaleg greyin, þetta var líka pínku lítið svið, en konan var alltaf eins og hún væri að syngja fyrir 5000 manns í einhverri tónleika höll. Mjög amerísk, ótrúlega löng og mjó og í svörtum fötum. Þau minntu mig og Andi mjög mikið á kóngulóna okkar, hann Hans Dieter, bæði í útliti og hreifingum. Þau hefðu kannski átt að kalla hljómsveitina sína Hans Dieter, held bara að það væri flottara nafn á hljómsveit. Annars er "letidagur" hjá mér í dag, þarf ekki að fara í skólann fyrr en kl 6, en þarf samt að vinna. HEld ég komi mér bara fyrir út á svölum með tölvuna og skapi eitthvað meistaraverk.

Tuesday, May 09, 2006

er ad bida

hmm, eins og gloggir lesendur sja, ta eru engir islenskir stafir. Enda er eg i skolanum minum ad bida eftir ad fara i typografiutima. Var ad koma ur illustration kursinum tar sem eg er ad gera aevingarverkefni adur en vid tokum tatt i einhverri frimerkjakeppni. Kennarinn minn sem er svo "skemmtilegur" setti okkur fyrir ad gera frimerki, sem vaeri gefid ut af tilefni af 60 ara afmaeli mannrettindasattmalans. Hrikalegt alveg hreint. Og hann vill ad vid forum ut i klysjurnar, sem eg held ad enginn ur bekknum se sattur vid. Allir lett ad mygla. En tetta er god aefing ad morgu leyti, tvi audvitad er typiskt ad vid fengjum eitthvad tannig verkefni fra tyska postinum. Annars er bekkurinn ad fara i ferd i enda manadarins. Forum ut i sveit, i eitthvad litid torp sem heitir Sauen. Verdum i einhverri vinnustofu tar med krokkum ur Leipzig. Verdum i ca daga, og borgum nanast ekkert. Verdur fint ad upplifa tyska sveitarstemmingu og bonda vid bekkinn ;)

Monday, May 08, 2006

Titanic 2

haha, þessi Titanic2 "trailer" er geðveikt fyndin: http://www.kvikmynd.is

Sunday, May 07, 2006

Hans Dieter

Mmm, hvað þetta var yndislegur dagur. Sólin skein og við Helga nýttum okkur tækifærið og höngsuðum bara. Fórum á markað í Mauer Park, sem er bara besti staður í heimi. Þetta er risastór garður, þar er yndislega skemmtilegur markaður á sunnudögum, fullt af skemmtilegu dóti, svo er hægt að kaupa crepes og ís og bratwurst(sem ég hef ekki ennþá fengið mig til að smakka) og bjór og bara allt. Svo er nóg pláss eftir af garðinum, þar sem fólk liggur bara í sólbaði, að grilla eða að spila tónlist. Staður sem nær alveg inn á uppáhaldsstaðalistann minn hérna í Berlín. Hugsa að ég eigi eftir að eyða mörgum sunnudögunum þar. Varð þó stundum dáldið pirruð á markaðnum, þar sem ég get aldrei leyft mér að kaupa mér neitt. Sá alveg fullt af glösum og bollasettum, geðveikislega flottum, sem ég fer nú ekki að kaupa, þar sem ég fer eftir 3 mánuði. Minntist á það við Helgu að ég ætti bara að flytja hingað strax eftir útskrift, bara til þess að geta innréttað íbúðina mína af drasli af mörkuðum, og það yrði sko flott íbúð skal ég segja ykkur.
Annars erum við Andi komnar með annað gæludýr í íbúðina okkar. Gleymdi að segja ykkur að hún á naggrís, ótrúlega sætan sem heitir Oscar, og við erum orðnir góðir vinir. En mér kom ekkert sérlega vel við nýja gæludýrið fyrst. Uppgötvaði nefnilega í gærkveldi þegar ég fór inn á klósett að risastór könguló var búin að hreiðra um sig fyrir ofan baðkarið. Leyst ekkert á hana, þar sem ég mundi eftir samskonar könguló fyrir ofan baðkarið okkar í Hollandi þegar ég var 4 ára, man alveg eftir því hvað við Elín vorum hræddar. Ég skildi því eftir miða á hurðinni í morgun- Warning, there is a giant spider in the bathroom!!! Auðvitað svo að Andi yrði ekki hrædd. Komst svo að því ég væri óþarflega hrædd, því þessar köngulær eru meinlausar, en kommon hún er á stærð við hrossaflugu. Andi segir að þessar köngulær séu mjög oft hérna á baðherbergjunum og ég ætti bara að venjast þeim. Ætluðum þó að fjarlægja þessa, en vildum ekki drepa hana, en við náum ekki upp, því hún kúrir lengst upp í loftinu. Svo er því komið að Hans Dieter býr bara þarna, og ég er farin að spjalla við hann þegar ég fer inn á bað. Það er eiginlega bara ágætt, ekkert slæmt að hafa félagsskap þegar maður fer á klóstið og í sturtu.

Saturday, May 06, 2006

Dýragarðsferð

Í morgun lagði ég af stað í Den neu national gallery til að sjá Melancholie sýninguna og hitta Tönju og vinkonu hennar. En nei, þegar við komum er um 300 metra löng röð til að sjá eina anskotans sýningu. Við ákváðum því að sleppa því og fara í Dýragarðinn í staðinn. Svo vill til að ég hef aldrei fyrr farið í dýragarð, ef frá er talin Húsdýragarðurinn heima. Þetta var því stórkostlega skemmtilegt fyrir mig, og þó stelpurnar skemmtu sér vel, þá held ég að þeim hafi fundist fyndnast að sjá mig umbreytast í 6 ára krakka í dýragarðinum í fyrsta skiptið.
Það var alveg fullt af dýrum þarna, og var ég ótrúlega hissa að sjá hvað sum dýrin voru miklu stærri en ég hélt og önnur minni. Ekkert að marka sjónvarpið, get sagt ykkur það. T.d eru hýenur geðveikt stórar, hélt þær væru ca á stærð við hund, en nei, þá eru þær á stærð við rollu með geðveikt stóran haus. Ekkert skrítið að Simbi og félagar væru skelkaðir. Samt má segja að við höfum séð Melancholie að vissu leyti, dýrin voru svo ótrúlega óhamingjusöm til augnanna, föst í einhverju búri. Sérstaklega einn Órangúti, fékk alveg fyrir hjartað að sjá hann.
Annars var veðrið mjög gott og ég er ekki frá því að ég hafi nælt mér í smá lit, þó ekki nema ímyndaðan lit. Vorum í dýragarðinum í 4 tíma og löbbuðum ótrúlega mikið. Vorum alveg uppgefnar eftir þetta. Held samt að ég sé komin með geðveikt sterkar lappir síðan ég kom hingað, búin að labba svo miklu meira en heima. Þarf bara að fara að labba á höndum, væri alveg til í að styrkja hendurnar í stíl við fæturnar :)

Friday, May 05, 2006

fashion illustration

Loksins kom að því að ég fengi góða kennslu í fashion illustration. Kennslan í Lhí, er voðalega svona misjöfn, tala nú ekki um hrokagikkinn og monntprikið hann Sebastian sem kennara,ahhhhh, get ekki hugsað um það. Allavega, fór með Helgu áðan í þennan fashion illustration kúrs, og verð að segja að þetta er í fyrsta skiptið sem mér líður virkilega að ég sé velkomin í þessum skóla. Kennarinn og hinir nemendurnir voru yndislega næs og töluðu öll ensku allan tímann bara fyrir okkur :). Kennarinn líka mjög góður og við erum með alvöru módel. Fáum líka að vinna myndirnar áfram þarna, ekki bara skissa, heldur megum líka taka þetta inn í tölvuna og flippa nógu mikið. Veit að ég á eftir að læra mikið í þessum tímum, lærði heilmikið bara í fyrsta tímanum.
Fór svo í Ikea. Stórt Ikea. Stærra en heima. Líka óskiplegra en heima og lengst út í rassgati. Fór með Helgu og meðleigjenda hennar Linu. Keypti svona hitt og þetta fyrir herbergið, 6 metra geðveikt flott efni sem ég ætla að nota sem gardínur. Verst að þegar ég reynda að setja þetta upp áðan, dáldið erfitt þar sem lofthæðin er ca 4 metrar. Notaði hin ýmsu trikk, sem hefðu virkað, hefði vírinn ekki verið svona illa settur í, þannig að hann hrundi niður. Vúpsí. Eigandi íbúðarinnar býr nú bara í íbúðinni við hliðina á, og deilir með okkur svölum, þannig að hann fær sko að laga þetta. Keypti líka handklæði, er búin að vera í allsvakalegri handklæðakrísu, týndi einu á hosteli og er búin að vera að þvo hitt endalaust. Hmm, keypti líka ódýran lampa, alveg eins og ég á heima, en hann er ódýrastur og lýsir svo fínt. En skemmtilegast var þó að koma í matardeildina. Selja svona sænskar vörur og við Helga eigum svo eftir að koma þarna aftur. Fann t.d Maruud snakk með sýrðum rjóma og lauk, uppáhalds snakkið mitt sem fæst hvergi hérna. Voru líka til Gille kökur, sem ég borðaði mikið af í álandseyjum, besta kex í heimi, svo var líka til saltlakkrís, eitthvað sem virðist ekki vera til hérna, allavega geri ég alltaf stórkostleg mistök þegar ég reyni að kaupa saltlakkrís, ekki gott.
Á morgun er ég að fara að hitta Tönju. Við ætlum að sjá sýninguna "Melancholy-Genius and Madness in Art" sem á að vera eitthvað voðalega flott sýning. Verður gaman að fara á eitthvað safn, er ekki alveg búin að vera nógu dugleg í þeim pakka síðan ég kom. Það er bara svo leiðinlegt að þurfa að hanga í einhverri geðveikislegri röð. Ömurlegu túristar, því auðvitað er ég enginn túristi, núna bý ég hérna ;) Það verður örugglega sérstaklega hrikalegt á morgun, en það verður bara að hafa það. Verður bara gaman að hitta Tönju aftur.

jesssss

Evran er komin niðrí 90 kr, ekkerts má fegin, virðist vera farin að lækka aftur. Var orðin skuggaleg á tímabili, 98 kr. Munar alveg hrikalegu. Nú er ég bara að vona að hún lækki enn meira, þangað til að ég fer heim, þá má hún hækka vel aftur, því þá fæ ég afganginn af erasmus styrknum, og hann er í evrum :)

Thursday, May 04, 2006

er að bráðna.

ohh, hvað það er búið að vera heitt í dag. Svona molluheitt. Er engan vegin gerð fyrir hita, kemst alltaf meir og meir að því með hverju árinu. Ég og Helga fórum í leiðangur til að fá okkur fætur undir borðplötu,þ.e ég fékk mér fætur undir mína borðplötu og hún fékk sér borðplötu. Auðvitað eru allar svona verlsanir lengst út úr, þannig að enn og aftur lentum við í því að taka 3 lestar með fullt af drasli. Stundum finnst mér að ég hafi ekki gert neitt nema að bera hluti og labba upp stiga síðan ég kom hingað. Erum orðnar svo færar í að flytja hluti og orðnar svo góðar í lestarkerfinu að við erum virkilega farnar að hugleiða að stofna fyrirtæki í þessu, flytja vörur með lestum. Nei, ætli það. Jæja, Andi er að elda handa mér, þannig að ég held ég segi þetta bara nóg í bili, hef heldur ekkert spennandi að segja, nema að ég er komin með skrifborð :)

Tuesday, May 02, 2006

zinnober

















Það var bara ágætt á grímuballinu, minnti samt hálfpartinn á þegar maður fór á ball í menntó, alltof mikið af fólki til að kynnast einhverjum. ekki hjálpaði að allir voru í búningum þannig að maður þekkti ekki neinn hvort eð er. Ég var dúkka og Helga var draugur frá 1940.Var bara ansi dúkkuleg verð ég að segja, fórum auðvitað í photobútið góða á weinbergerstrasse, mátti ekki sleppa því.
Fór í módelteikningu og týpógrafíu í dag. Er algjörlega komin aftur í grunninn. Samt furðulegir þessir þjóðverjar, eru rosalega smásmugulegir. Teiknikennarinn var svo smásmugulegur með myndina mína að hún var algjörlega dauð eftir meðferðina, þó honum fyndist hún auðvitað betri. Furðulegt, var samt algjörlega lang best í módelteikningu þarna, þökk sé mikilli æfingu í Fb, en samt þurfti ég að gera miklu meiri detail en allir aðrir. Íta manni alltaf lengra, sem er náttúrulega bara gott. Týpógrafíuáfanginn er líka rosalegur, lærðum nöfnin á hverju einasta striki á hverjum einasta staf í dag. Þurftum ekki að kunna það utan að, en samt, finnst það bara svona pínkulítið tilgangslaust. Lærði þó eitthvað í þýsku í leiðinni, efast þó um að það komi að gagni að ég viti að strikið í miðjunni á A-inu eru kallað "Querstrich".
Annars var ég að komast að því að það eru littlar pöddur undir gólfinu mínu. Þær koma upp til að heimækja mig á nóttinni, var að komast að þessu núna og ég er að fríka út. Eru að vísu litlar og meinlausar, en kommon, ég sef á anskotans dínu, ohhhjjjjjj!!!! Held samt að ég hafi þetta nóg í bili, get ekki beðið eftir að liggja með pöddunum í nótt, segi ég því góða nótt.
web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker