Friday, April 25, 2008

Gleðilegt Sumar!

Já, ég hef verið afskaplega lélegur bloggari undanfarið,en það er nú bara því ég hef haft frá voða littlu að segja. Búin með prófin og skreið í gegnum þau öll. Skólinn alltaf jafn leiðinlegur, en daglega lífið er skemmtilegra heldur en áður. Er nánast aldrei heima hjá mér þessa dagana, þar sem veðrið er gott og ég alltaf úti með skemmtilegu fólki. Svo á ég afmæli á þriðjudaginn, 25 ára. Furðulegt. Finnst sá aldur alltaf vera einhverskonar fullorðinsborder. Maður eigi einhvern veginn að fullorðnast á þeim tímapunkti. En ég nenni þvi eiginlega ekki, held ég geri það bara eftir þrítugt...eða bara fimmtugt. Hvernig ætla ég svo að halda upp á herlegheitin. Það er spurning. Held ég eyði helginni í fyllerí á Singer, en svo ætla ég á mánudaginn að haga mér eins og krakki með Miriu og Ewelinu. Planið er að fara í piknik eftir skóla með blöðrum og fullt af kökum og osti og cherryvodka og láta eins og fíbl. Fer að sjálfsögðu eftir veðri, en það er spáð 20 stigum næstu daga. Svo fer ég 30. til Berlín, þar sem ég verð í nokkra daga eða viku. Veit ekki, er ekki búin að kaupa miðann til baka, fer eftir því hvenær Verena fær ógeð á að hafa mig í heimsókn :)Þannig, bara svaka stuð.

Tuesday, April 15, 2008

dægradvalir

Nei, ég er á lífi,ekki enn búin að drekka mig í hel í Kazimierz og vonandi ekki í bráð. Ástæðan fyrir leti minni í bloggheimum, er að ég hef varla verið heima hjá mér. Með 15-20 stiga hita alla daga þá nenni ég hreinlega ekki að hanga inni. Er búin að eyða dögunum með Miriu að borða mandarínur við Wisla ána og kvöldunum í Kazimierz við drykkju og spjall við skemmtilegt fólk. Skólinn, hann kemur einhverstaðar þarna á milli, því að í þessari viku eru próf. Í þokkabót er ég að útbúa nix coverið fyrir bandaríkja og hugsanlega uk markað og í sárlegri leit að vinnu fyrir sumarið, sem by the way gengur ekkert. Þannig ef einhvern vantar grafískan hönnuð til vinnu í sumar...CALL ME!

Saturday, April 05, 2008

bóhemarnir fundnir ;)

Í gær fór ég á ótrúlega skemmtilegan bar. Þetta er pottþétt mekka bóhema og listamanna í kraká og ég hafði ekki hugmynd um þennan stað fyrr en fyrir viku síðan. Eiginlega hálfgerður Sirkus Krakábúa. Málið er að ég er búin að eignast svo ótrúlega skemmtilegan vinahóp. Fór á bar með strák úr skólanum mínum fyrir rúmlega viku síðan og vinir hans komu líka. Og ég er eiginlega bara búin að hanga með þeim síðan. Þau eru öll að gera svipaða hluti og ég, 2 strákar úr ASP, skólanum sem ég fer í á næsta ári. Þau eru líka aðeins eldri heldur en vinir mínir úr skólanum, og bara miklu líkari vinum mínum í Reykjavík og Berlín. Finnst ég loksins geta verið ég sjálf. Er líka búin að kynnast rosalega skemmtilegum karakterum í gegnum þau og bara er ferlega hamingjusöm í augnablikinu. Verst er að ég gæti aldrei blandað saman þessum tveimur vinahópum, þeim nýja og þeim gamla. Cultural differences, vægast sagt :)

Thursday, April 03, 2008

Helguheimsókn

hæhæ, búin að vera ansi bissí seinustu daga þar sem Helga kom að heimsækja mig frá Lundúnarborg. Það var ekkert smá gaman að fá hana í heimsókn, tala íslensku og sýna henni ALLT! Svo margir sem hafa sagts ætla að koma en standa aldrei við það, þannig góð tilbreyting :P Á þeim stutta tíma sem hún var hérna, fórum við í Wielizka saltnámurnar, til Zakopane, Nowa Huta ásamt því auðvitað að rölta um alla Kraká og skoða það sem vert er að skoða þar. Svo fórum við út á bæði föstudags og laugardagskvöldið. Skemmtilegast var þegar við fórum til Zakopane, en við fengum far með Miriu og mömmu hennar sem líka var í heimsókn. Þær þekkja Zakopane mikið betur heldur en ég, og því fórum við alla leiðina upp í eitt fjallið með svona lyftu(cablecar). Ég hef aldrei á ævinni farið upp í svona rosalega hátt fjall, engin smá upplifun! Veðrið var rosalega gott, eins og það er búið að vera alla helgina, eða í kringum 17 gráðurnar, en það var allt ennþá á kafi í snjó upp í fjallinu. Svo gaman að rölta og rúlla sér í snjónum og klifra upp á fjallið. Þar sem Zakopane er alveg á landamærunum á Póllandi og Slóvakíu, þá gat maður staðið með aðra löppina í Póllandi og aðra í Slóvakíu. Þannig að það má segja að við höfum farið til útlanda líka ;)
web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker