Tuesday, October 30, 2007

þvottarövl

Ég hata að þvo fötin mín hérna í Zazcek. Í húsinu mínu búa um 1000 nemendur, ég er ekki að grínast. Það búa fleiri í húsinu mínu heldur en á öllum Fáskrúðsfirði. Í húsinu er eitt þvottahús með um 8 þvottavélum. Það eitt og sér gengur varla upp, hvað þá að maður hefur ekki aðgang að þeim allan daginn. Þvottahúsið er opið fjórum sinnum á dag, kl 7:15, 19:00, 21:00 og 23:00. Þá kemur maðurinn sem sér um þvottahúsið, og allir standa í röð til að bíða eftir því að fá úthlutað vél. Maður hefur að sjálfsögðu þurft að panta með nokkura daga fyrirvara. Svo vel er gætt vélanna, að nemendum er ekki einu sinni leyft að kveikja á vélinni sjálf, heldur þarf maður að segja manninum hvaða prógram og hitastig maður vill nota. Svo kveikir hann á takkanum. Segjum ef þú kemur kl 19:00 þá færðu fötin þín kl 21:00. Í seinustu viku pantaði ég tíma í þvottahúsinu kl 7:15 um morguninn og mátti þá koma kl 9:30 og sækja þau. Ætlaði svo að gera það sama áðan, þar sem ég fer til London á morgun, og láta fötin mín þorna í dag. En nei, seinasta vika var víst einhver undantekning, ég fæ því ekki að sækja fötin mín fyrr en kl 19:00 í dag, en þá hafa fötin mín legið í þvottavélinni í 10 tíma. Frábært, ég fæ því krumpuð og illa lyktandi föt með mér í Lundúnarferðina! Stundum hata ég þennan stað!

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

kræst! er hvergi svona peningaþvottarhús...hehe samt ekki til að þvo peninga heldur "laundromat"...þetta er ferleg aðstaða hjá ykkur...
kveðja Guðbjörg Ben

31 October, 2007  
Anonymous Anonymous said...

oj ég myndi verða brjáluð að geta ekki þvegið alltaf....ömurleg aðstæða þarna.

31 October, 2007  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker