Wednesday, October 10, 2007

um frið og hebbaheimsókn

Gaman að fá að heyra hvað fólki finnst um friðarsúluna. Greinilegt að fólk hefur misjafnar skoðanir á málinu. Ég persónulega fæ alltaf aulahroll þegar listamenn boða frið með orðinu FRIÐUR, eitthvað svo fegurðardrottningalegt. En ég er viss um að Íslendingar eiga eftir að gjóa augunum til Viðey á hverju kvöldi og fyllast von um frið á jörðu. Trúi ekki öðru!
En Hebbi kom i dag, og rosalega gaman að sjá hann. Fórum og fengum okkur butterbear, þó að auðvitað var hann ekki eins velheppnaður núna þegar ég vildi leyfa einhverjum að smakka. Var of lítið hunang í honum, að mínum smekk. En Hebba fannst þetta samt sem áður gott. Verður gaman þegar ég kann að búa til svona sjálf...mmm, butterbear á hverju kvöldi. Svo var einhver jólamarkaður byrjaður, ég veit, dáldið snemmt. En þeir voru að selja svona sykraðar hnetur, sem voru rosa góðar og jólalegar. Reyndar var butterbearinn mjög jólalegur líka, þannig að mér er eiginlega farin að hlakka dáldið til jólanna. skammskamm Fanney!
Allavega, Hebbi verður að finna sér eitthvað að gera sjálfur á morgun, því að ég er að fara í skólaferðalag. Verð bara frá 10-5, en samt. Förum að þorpi sem heitir einhverju voðalega skrítnu nafni sem hægt er að þýða sem Smáhundaklettur. Þarna er víst einhver flottur kastali sem við eigum að skoða og svo fáum við pólskan mat. Verður örugglega fín ferð, trúi ekki öðru.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

jóli jóli jól...verð að viðurkenna að mér er farið að hlakka til þeirra..en ég er nú samt sem áður á móti ótímabæru jólastússi..þótt ótrúlegt sé þá er ekki búið að skreyta kringluna. að vísu er farið að auglýsa jólahlaðborð á fullu og held að allt jólafárið sé að byrja þar sem ég sá auglýsingu um jólaskrautið í ár ´hjá tékkkristali...

10 October, 2007  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker