Thursday, October 04, 2007

Butterbeer

Fór út í gær með nokkrum bekkjarfélögum. Lögðum leið okkar á einhvern bar og drukkum heitan bjór með hungangi og kanil!!! Ég veit að þett hljómar skringilega og ég þurfti alvega ð herða mig í að prófa. En nú er ekki aftur snúið. Þetta verður sko DRYKKURINN næstu árin. Hef alltaf verið forvitin um að smakka Butterbear(hunangsöl) sem þau drekka alltaf í Harry Potter. Það bara hlýtur að vera svona. Trúi ekki öðru. Nú er bara að finna Firewiskey...
Annars lagði ég leið mína í Ikea áðan. Þurfti að taka strætó því þetta er svo langt í burtu. Það er allavega ekki hægt að segja að krakábúar noti ekki almenningssamgöngur, því trammar og rútur eru alltaf fullar. Enda mjög gott strætókerfi og ótrúlega ódýrt. Maður borgar 2,5 zl fyrir ferðina, en það er um 50 kr. Svo á ég að fá enn ódýrar þegar ég fæ stúdentapassann minn, og borga þá bara um 20 kr. Miðarnir eru líka rosa fallegir, eða mér finnst það. Tek mynd af þeim við tækifæri. Já, Ikea er alltaf skemmtilegt. Vantaði svona ýmislegt í búið, og nú á ég pott! Jeii, get þó allavega soðið mér pasta, og fengið mér kók í GLASI! Þvílíkt sport!!!

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Thu verdur ad redda uppskriftinni af thessum bjordrykk...

Hebbi

05 October, 2007  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker