Thursday, November 29, 2007

pólska frá helvíti

Ég held að það sé endalaust hvað hægt er að gera pólska málfræði ruglingslega. Eftir að hafa lært skrilljón sagnir á þessum tveimur mánuðum, þá koma þeir með það: hver sögn á sér hliðstæða sögn sem þýðir alveg það sama, en er notuð við aðrar aðstæður! Sem dæmi: czytać-przeczytać(lesa), oglądać- obejrzeć(horfa). Og svona til að toppa þetta, þá stendur í bókinni: "Unfortunately, there are no clear rules defining which prefixes form of the perfective verbs, and that is why students have to remember what is the perfective form of the known imperfective verb." jahá...
Eins og við vorum að tala um í skólanum, þegar maður hefur lært pólsku, þá getur maður ALLT! Annars var þessi tími ansi pirrandi. Erum með 3 kennaranema að fylgjast með, og svo þegar það var verkefni þar sem tveir og tveir unnu saman, þá var ég sett með einum kennaranemanum. Því miður talaði hann ferlega óskýrt og hratt, hálfpartin mumblaði bara. Finnst það lágmarkið ef þú ætlar að vera pólskukennari að þú talir hææææægt og skýrt. Svo sat hann yfir mér þegar ég var að gera eitthvað verkefni og benti á allt, og var bara íkt pirrandi. Svo þegar ég kom úr skólanum og var samfó tveimur bekkjarfélögum mínum, þá fór ég að segja þeim frá raunum mínum. Hafði passað að vera í góðri fjarlægð frá skólanum. En nei, haldiði ekki að kennaraneminn hafi verið fyrir aftan mig. Vandræðalegt! Vona bara að hann tali ekkert svo góða ensku, hafði það reyndar alveg á tilfinningunni í tímanum...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker