Saturday, November 03, 2007

I luuuuv london

Jæja, þá er ég búin að vera í london í hmm, 2 og hálfan dag. Helga tók á móti ér á liverpool street á fimmtudaginn. Við vorum rólegar það kvöld, þar sem ég var dáldið þreytt eftir flugið, en fórum þó og fengum okkur að borða og röltum um hverfið hennar. Hún býr á ferlega góðum stað, rétt hjá Waterloo station og London Eye. Herbergið hennar á heimavistinni er eins og 5 stjörnu hótel miðað við herbergið mitt. Hún er með sérherbergi(sem er svipað stórt og það sem ég deili með Ilonu) og eigið baðherbergi og aðgang að frábæru eldhúsi. Við erum að sjálfsögðu búnar að blaðra óendanlega mikið, og búið að vera rosa gaman. Fórum í gær í Soho og svo í Topshop, þar sem við eyddum 3 tímum! Þetta er bara of stór og skemmtileg búð. Ég náði samt að kaupa bara einn bol. Ótrúlegt en satt! Helga keypti aðeins meira :) Fórum um kvöldið á indverskan veitingastað í Shoreditch, sem er aðal tískuhverfið hérna núna. Maturinn var óendanlega góður og fórum svo á tvo skemmtistaði sem voru ótrúlega skemmtilegir og kúl. Við fórum þó snemma heim, en misstum af lestinni og þurftum að taka næturstrætóinn heim, sem var svona alvöru rauður lundúnastrætó. Vorum svo heppnar að fá sæti fremst á efri hæðinni, þannig að þetta var bara skemmtilegt sightseeing. Ég er búin að vera hrikalega kvefuð og með leiðindar hósta, þannig að ég vona að ég verði ekki meira veik. Þetta er ennþá á hor og hóstastiginu, þannig að við vonum að það verði ekkert meira. Heyrði í Óla úr Nix Noltes, og Kristján sem var að vinna verkefnið með mér var að eignast barn, þannig að ég þarf að rimpa cd coverinu af fyrir föstudaginn. Fæ að gera þetta algjörlega eins og ég vil, þannig að ég held að þetta verði lítið mál. Er búin að vera svo unispired og ekki getað gert rass í þessu verkefni, þar sem mér finnst það mjög hamlandi þegar ég er að vinna með öðrum, og þeir gera hlutina ekki eins og ég vil. Allavega, kveð að sinni, ætlum hugsanlega að fara í the London eye, og jafnvel kíkja í Notting hill og fara á Starwars sýningu sem við sáum auglýsta. Okkur fannst það dáldið of nördalegt til að sleppa því. blessbless

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hey hey hey - býr þessi vinkona þín nokkuð í húsi sem heitir Manor Ash??? því þá er hún væntanlega í einum af Univ. of the Arts London.... eins og minns (langsótt ég veit en það má tékka á því) :) kveðja frá Camberwell (mest boring hverfi í London), Nanna :)

04 November, 2007  
Anonymous Anonymous said...

Hey, var að vinna um daginn og sá kápuna sem þú gerðir fyrir M.H.C.-bókina. Komin í búðir og fór asap á nýju-bókaborðið og það á pínu áberandi stað. Ég bíð samt spennt eftir að Abb kemur því þá verður sko sett upp borð og læti :D Stefnum á metsölu á henni er þaggi? :D
Kv. Anna Gulla úr Eymó

05 November, 2007  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker