Saturday, November 24, 2007

góð fyrirhelgi

Prófin eru búin, jeii. Þessi vika var svo óendnalega stutt en samt svo ótrúlega löng. Stutt því að það var eitthvað svo lítill skóli miðað við venjulega, en löng því allir eyddu öllum kvöldum heima að læra. Ég hefði auðvitað átt að gera það sama, en ég virðist fá athyglisbrest þegar ég sé bækurnar mínar. En virðist sem að ég hafi náð þessu öllu, fékk ágætis einkunn í málfræðinni en munnlega prófið gekk ekkert sérlega vel. Rétt náði því með C. Er búin að ákveða að næst þegar ég fer í munnlegt pólskupróf, þá ætla ég að vera full, því ég virðist tala miklu betri pólsku þá. Minna stressuð. En ég þarf ekki að hugsa um þetta aftur fyrr en í febrúar. En til þess að fagna prófalokum, fórum við út bæði í gær og á fimmtudag. Virðist sem við séum komin með vikulegan vodkahitting í herberginu hennar Nelly fyrir djamm, sem er ágætt. Í gær fórum við á æðislegan stað sem heitir B-side klub. Þessi staður er svo geðveikur, ég, Dan og Gaby sem erum að fíla þennan stað mest, dönsuðum eins og brjálæðingar í 5 tíma. Dj-inn var líka svo yndislegur, leit út eins og Jarvis Cocker og var svo augljóslega að njóta þess sem hann var að gera. Þannig á það að vera! Þá er það bara spurningin hvort maður hafi orkuna í að fara út í kvöld?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker