Tuesday, November 20, 2007

midterms

Núna er fyrsta miðvetrarprófinu lokið. Að sjálfsögðu var ég hundlöt að læra yfir helgina, og ákvað að taka menntaskólabragðið mitt á þetta: fara snemma að sofa í gærkvöldi og vakna svo klukkan 4 og læra þangað til ég færi í prófið. Það virkaði, næstum því. Fór að sofa kl 9, en vaknaði þegar Ilona kom heim kl 11. Svo áttum við báðar erfitt með að sofna, þó við værum orðnar drulluþreyttar og vorum á tímabili að hugsa um að staupa heimabruggaða vodkað sem pabbi hennar bjó til(eru allir að brugga vodka hérna!), en eftir að hafa blaðrað endalaust mikið um háalverleg málefni eins og trúabrögð og fóstureyðingar(hvernig þetta kom til veit ég ekki), þá sofnuðum við klukkan eitt. En ótrúlegt en satt, þá vaknaði ég klukkan 4:30 og fór að læra og lærði bara fullt áður en ég fór í prófið. Vona að það hafi gengið eins vel og ég held. Held allavega að ég falli ekki, og fyrir mér er þá markmiðinu náð. En jæja, er samt pínku þreytt núna, þannig að ég ætla að leggja mig áður en hinir kúrsarnir byrja.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker