Friday, November 30, 2007

Andrzejki

Í dag er nafnadagur Andrzej og seinasti dagur partístands fyrir jól. Deginum fylgja ýmsar skemmtilegar hefðir, sem flestar tengjast því að sjá fyrir framtíðina. Samkvæmt tímanum í dag á ég að giftast á næsta ári og það einhverjum Adam. Svo vill reyndar til að ég var að tala við strák sem heitir Adam í gær, en einhverra hluta vegna held ég að við séum ekki að fara að giftast. Reyndar er næstum öll vikan búin að vera Andrzejki-vika. Fór í partí á miðvikudag, fimmtudag og svo fer ég í enn eitt partíið á eftir. Enda er það engin tilviljun að ég hafi skráð mig í grúppu á Facebook sem heitir: "I´m not an alcholic, I just live in Poland". En ég fæ ekki að sofa út á morgun, því snemma í fyrramálið er ég að fara til Zakopane, vetrarparadísar þeirra pólverja. Þetta er lítill bær, staðsettur upp í fjöllunum, í um 2 tíma keyrslu frá Krakow. Hann á víst að vera ferlega fallegur. Held það verði æðislegt að komast aðeins út úr bænum og anda að sér fersku fjallaloftinu...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker