Tuesday, November 27, 2007

eplates-raus

Tiltölulega tíðindalaust síðan síðast. Bara ferlega rólegt, eiginlega of rólegt. Get þó sagt að ég hafi náð öllum prófum, jeii. Á þó söguprófið eftir. Pólsk saga er full af mikilvægum kóngum og stríðum. Gaman að leggja það á minnið...
Annars horfðum við á skemmtilega mynd í skólanum eftir Andrzej Wajda: "Czlowiek z marmuru", á íslensku myndi það vera "menn úr marmara" eða eitthvað þannig. Mjög góð mynd frá 1978. Hún var bönnuð á sínum tíma vegna gagnrýni á stjórnvöld. EN hún sýnir m.a þegar það var verið að byggja Nowa Huta og líka bara hvernig það var að vera kvikmyndagerðarmaður in the 70s. Tónlistin í myndinni er líka frekar kúl og fyndin. Very 70s. Fór svo með Amelie á georgískan veitingastað, sem er alveg fáránlega góður og ódýr. Kann betur að meta georgískan mat heldur en pólskan. Miklu kryddaðri og skemmtilegri. En við fengum alveg stóra máltíð fyrir tæplega 500 kall, og þá meina ég drykkur innifalinn í því verði. Stundum elska ég Pólland! Annars sit ég bara og drekk epla og kanel teið mitt. Er að safna orku fyrir stóra Erasmuspartíið á morgun. Á föstudaginn er Andrewsday, en samkvæmt hefðinni á það að vera seinasti dagurinn sem má djamma fyrir Aðventu. Þess vegna eru rosa stór partí í þessari viku, þó að margir haldi ekki í hefðina og drekki sig fullan í desember líka. Svo góðar þessa hefðir sem má njóta og brjóta :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker