Monday, November 05, 2007

Komin heim

Hélt ekki að ég gæti séð herbergið mitt hérna í hyllingum, en jú, það gerði ég. Ætli það þýði að ég sé búin að venjast þessu húsnæði mínu? Þar sem ég var svo vitlaus að panta flug kl 6 um morguninn, þá byrjaði mesta hryllingsferðalag í heimi kl 2. Hafði upphaflega ætlað mér að taka Stanstead express á flugvöllinn, en fattaði svo í gærkveldi að lestin gengur ekki á nóttinni. Þá þurfti ég að finna annan ferðamáta, og sá að National express er með rútur frá Viktoria station á nóttunni. Því var það svo að ég var komin þangað kl 2, hálftíma fyrir áætlaða brottför til að finna hvar þessi blessaða rúta færi. Fór fyrst vitlausum megin, og rútubílstjóri benti mér á einmana skilti hinum megin við götuna. Þangað fer ég og býð...og býð....og býð, og engin rúta kemur. Nema hvað að einhver rúta á leiðinni til Luton kemur og segir mér að líklega þurfi ég að bíða handan við hornið. Þar sem ég var með óendanlega mikinn hósta, ískalt og dauðþreytt, þá var ég pínku örvæntingafull, og fór því að leita að hinni stoppustöðinni. Býð þar í dágóðan tíma, og enn birtist enginn rúta. Klukkan var orðin langt gengin í þrjú, og ég sá fram á að ég kæmist ekkert upp á flugvöll. En greinilegt er að einn leigubílstjórinn hefur tekið eftir vandræðum mínum þar sem ég arka á milli stöðva, því hann stoppar og spyr mig hverju ég sé að leita að. Hann bendir mér þá á annað fyrirtæki, sem væri rétt hjá, og þeir voru bara að leggja af stað bráðlega. Þannig að ég komst á flugvöllinn að lokum, og á réttum tíma. Þegar flugvélin átti svo að fara að leggja af stað, þá kemur í ljós að einn hreyfillinn var bilaður. Því komumst við að sjálfsögðu ekki á loft, og þurftum að bíða í 2 tíma í flugvélinni eftir því að við fengum aðra vél, og þá loksins komumst við af stað. Verð að segja að þurrt flugvélaloftið er ekki gott þegar maður er með svona mikinn hósta, þannig að ferðin var hreint út sagt ógeðsleg. Því er ég loksins komin heim, upp úr 13:00, hvað er það, samtals 11 eða 12 tíma ferðlag?
Annars var lundúnarferðin bara góð. Á laugardaginn breyttust plönin og eyddum við deginum í Camden í staðinn. Þar fórum við á markaði og létum lesa í lófa okkar, því okkur fannst það of fyndið til að gera það ekki. Svo var reyndar lófalesarinn helvíti naskur og las karakterinn okkar algjörlega út. Samkvæmt honum er ég mjög einbeitt eða ákveðin(determined) og get verið óþolinmóð og vil gera hlutina strax. Sem ég held að sé nokkuð rétt. Hann sagði að ég væri kreatív og að ég gæti verið góð hjúkka eða healer því ég væri með svo hlýjar hendur. Held persónulega að ég hefði aldrei þolinmæðina í það, en eins og Helga sagði: hvað væri ég að gera ef ég væri ekki kreatív? Get ekki svarað því. Allavega, lófalesarinn sagði að ég ætti eftir að ferðast mikið, og aðalega á milli þriggja landa. Honum fannst endilega að ég ætti eftir að fara til Nýja Sjálands eða Ástralíu. Ég myndi þó alltaf snúa aftur heim til Íslands. Ég ætti eftir að vera með mikið af verkefnum, eins og ég væri að vinna sjálfstætt, og einhvern tíman á ferlinum myndi ég breyta til og fara yfir í eitthvað annað. Ég væri eitthvað leið núna, og ég mætti ekki láta það koma í veg fyrir sköpun mína. Mér fannst þetta sérlega fríkí, því ég er búin að vera svo uninspired síðan ég kom hingað og ekki getað gert neitt. Svo á ég eftir að eignast eitt barn og einhver sérstakur ætti eftir að birtast bráðlega...hmm, það er sem sé enn von! En allavega, gaman að því. Já, allavega, áfram með ferðasöguna, á laugardagskvöldið fórum við bara út að borða og í bíó. Ég ekki beint partífær. Og á sunnudaginn röltum við um Notting Hill og skoðuðum Buckingham höll. Gleymdi að segja ykkur að við sáum ref á föstudagsnóttinni inn í miðri London. Geðveikt skrítið. Jæja, allavega, þetta er sennilega lengsta færsla í heimi. Er farin að sofa, dobranoc!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker