Monday, November 12, 2007

Bardzo lubie snieg!!!

Verð með í sýningunni "Hvað vilja börnin sjá" sem er í Gerðubergi um hver jól. Þar eru sýndar illustrationir úr nýútgefnum barnabókum. Þar sem ég fékk að vita þetta með mjög littlum fyrirvara, þá fór gærdagurinn í að plögga þetta. Þökk sé yndislegum systkinum mínum sem eru að prenta og finna ramma fyrir mig, þá tekst þetta. Er búin að senda skýrar leiðbeiningar um hvernig þetta á að vera. Verst er að ég get ekki verið með á opnuninni, en ég næ þó að sjá sýninguna, sem er alltaf gaman. Er búin að fara á þessa sýningu seinstu fjögur, fimm ár held ég. Hluti af jólunum. Því enn skemmtilegra að fá að vera með.
Annars er snjórinn bara yndislegur og Kraká sérlega falleg í dag. Það eru töfrarnir við snjóinn er að hann nær að gera allt svo fallegt og draumi líkast. Veit ég hljóma ferlega væmnislega, en hei, þetta er satt!!! Elska hvað kunnuglegt umhverfi verður ólíkt, öll skynfærin skynja allt svo öðruvísi, hljóðin dempast,jörðin sem maður labbar á er mýkri, eða sleipari eða blautari...og kalt loftið lyktar svo yndislega vel. En að öðru brýnu málefni. Pólsk súkkulaði er ótrúlega gott. Er búin að uppgötva súkkulaði sem er eins gott og að horfa á myndina Chocolat. Kannski maður laumi því með í jólapakkana í ár...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker