Tuesday, November 13, 2007

hugshugs

Ég var að koma úr tíma í “Contemporary Poland” þar sem við ræddum um sögu kommúnismans í Póllandi, og hin mismunandi tímabil. Kennarinn er ferlega neikvæður gagnvart kommúnisma, eins og flestir Pólverjar. Á kommúnismatímabilinu var stranglega bannað að andmæla honum, en núna er maður litinn hornauga ef maður gerir það ekki. Að sjálfsögðu skil ég pólverjana vel að mörgu leiti, ef maður þarf að standa í röð frá kl 4 um nóttina til að kaupa vöru sem er sögð vera til í búðinni, sem by the way opnar ekki fyrr en 10. Og fá vöruna svo ekki því hún var ekki til, til að byrja með. Þá hefur maður sennilegast kaldar tilfinningar gagnvart kommúnisma. En því má ekki neita að hugmyndin er falleg, bara ferlega illa framkvæmd. En Pólverjar eru á því stigi núna að þeir líta á vesturlöndin í einhverjum rósrauðum bjarma, kapítalisma sem einhvern lykil að hamingju. En fólk verður aldrei algjörlega frjálst, þegar það ja...lifir í samfélagi. Það eru alltaf einhverjar hömlur og eitthvað sem fer í taugarnar á manni. En ef ekkert færi í taugarnar á manni, væri þá ekki leiðinlegt að lifa? Hvað gerðu uppreisnarseggirnir þá?
Allavega, nóg af alvarleika, ég gerði heiðarlega tilraun til að elda pierogi sem ég keypti í búðinni. Þvílík mistök, þó ég sé ekki fullkomnlega sátt við hvernig þeir elda þetta á veitingastöðunum(þakið í fitu og lauk), þá er það talsvert betra en óskapnaðurinn sem ég keypti núna. Jakk! Ætla að fara í bíó, eða ekki beint bíó, einhver nemendasamtök eru svo sæt að sýna pólskar kvikmyndir eða kvikmyndir tengdar Póllandi einu sinni í viku á þessum bar. Í kvöld er sýnd myndin KANAł eftir pólska leikstjórann: Andrzej Wajda, en hann á víst að vera rosa klár.

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

enginn matur er verri þó að hann sé með smá lauk, híhí :)

13 November, 2007  
Anonymous Anonymous said...

úbbs gleymdi að skrifa nafnið mitt.
Kv. KOLLA

13 November, 2007  
Anonymous Anonymous said...

viltu taka myndir af snjónum? sakna þín snúll snúll :D

14 November, 2007  
Anonymous Anonymous said...

Hæhæ sæta !!

Til hamingju med abbababb ;) Hlakka til ad sja hana !! og audvitad til hamingju med syninguna !!

Ja thad er alveg yndislegt ad hafa snjo. Thad kemur svo mikil stemning i mann og madur verdur svo gladur eitthvad. Thad er buid ad snjoa pinu herna en snjorinn er allur farinn aftur :( Held eg byrji ad hlusta a jolaløg i dag :D

Hlakka til ad sja thig um jolin ! :D

Knus Gyda :*

15 November, 2007  

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker