Sunday, April 15, 2007

"the search for the next top flatmate"episode 2

Allt að gerast í meðleigjandamálunum. Vorum búin að fá 5 fyrirspurnir, en ítalski gaurinn er dottinn út, því hann getur ekki komið og hitt okkur. Viljum hafa vaðið fyrir neðan okkur og aðeins þeir sem geta hitt okkur fá séns.
En allavega, fyrsti keppandi, franskur doktorsnemi í stærðfræði mætti á svæðið áðan. Ég veit, þetta hljómar ýkt lúðalega, og hann lítur líka lúðalega út. En hann er fínn gaur og lúðar eru líka fólk! Hann mætti þó með kærustu sinni (kannski til að sýna að hann er ekki alveg eins lúðalegur og hann sýnist), sem sýnir að hann á sér þó eitthvað líf utan stærðfræðinnar. En hann kemur alveg vel til greina sem meðleigjandi, enda alltaf gott að eiga contacta í frakklandi. Annar keppandi, íslenskur strákur, átti að koma í kvöld líka, en hann mætti ekki. Engan veginn traustvekjandi, hann hljómaði líka skringilega í símanum og spurði hvort þetta væri timbur eða steinhús. Hvaða máli skiptir það? Kannski er hann hræddur við veggjatítlur eða eitthvað. En hann er mjög sennilega dottin úr keppni, nema hann láti heyra fljótlega í sér. Tveir aðrir keppendur eru væntanlegir á fimmtudaginn, framtíðin leiðir í ljós hvernig það fer....

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

web page visitor counters
Dell Coupons
eXTReMe Tracker